Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Óráðsdraumar, drag og stóru spurningar lífsins

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 10.–23. janú­ar.

Óráðsdraumar, drag og stóru spurningar lífsins

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

Ljósmyndahátíð Íslands 2020

Hvar? Höfuðborgarsvæðið
Hvenær? 16.–18. janúar
Aðgangseyrir: Fer eftir viðburði

Ljósmyndahátíð Íslands hefur verið haldin annað hvert ár frá 2012. Markmið hátíðarinnar er að vinna að framþróun ljósmyndunar sem listforms, en erlendir og íslenskir listamenn og ljósmyndarar sýna verk á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Þar á meðal er tilraunakennda sýningin Afrit í Gerðarsafni sem kannar annmarka ljósmyndamiðilsins; sýningin Í ljósmálinu í Þjóðminjasafninu sýnir hvernig Gunnar heitinn Pétursson fangaði ljós og hreyfingu í myndum sínum; sýning Valdimars Thoralacius í Ljósmyndasafni Reykjavíkur er í senn heimild um lífið í þorpinu og sjónræn túlkun af þeirri verund; í Hafnarborg nálgast þrír ljósmyndarar viðkvæma náttúru af alúð í sýningunni Þögult vor.

Meistarinn og Margaríta

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? 10. jan.–1. feb.
Aðgangseyrir: frá 3.000 kr.

Skáldsagan Meistarinn og Margaríta er ein af ástsælustu skáldverkum 20. aldarinnar. Þessi hnyttna og beitta háðsádeila um eilífa baráttu góðs og ills og heimsókn kölska til Moskvu er vinsælt verkefni leikhúsa víða um heim og birtist hér í nýrri leikgerð sem var frumflutt á Dramaten í Svíþjóð árið 2014.

Nokkur uppáhalds verk

Hvar? Nýlistasafnið
Hvenær? 10. jan - 23. feb
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Nýlistasafnið á stærstu safneign af sjálfstæðu söfnum eða rýmum á Íslandi, en í þessari sýningu eru valin verk sem eru í uppáhaldi safneignarfulltrúa dregin fram og stillt upp án þess að gerð sé krafa um að þau passi inn í fyrir fram valið samhengi. Það er ekki þar með sagt að þau tali ekki saman.

Krossfest I

Hvar? Andrými
Hvenær? 11. janúar kl. 19.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Tónleikaserían Krossfest er í senn upphitunar- og fjáröflunarkvöld fyrir Norðanpaunk, DIY árshátíð pönkara þar sem spiluð er erfið tónlist fyrir gott fólk. Á þessu kvöldi koma fram pönksveitin D7Y, ungu rokkararnir í Gróu sem unnu Kraumsverðlaunin 2019, bílskúrsrokkararnir í Phlegm og gjörningasveitin GÓÐxÆRI. Engum verður vísað frá vegna fjárskorts.

Mikael Lind útgáfutónleikar

Hvar? Mengi
Hvenær? 11. janúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Mikael Lind hefur gefið út fjölda platna af tilraunakenndri ambient tónlist sem fer annaðhvort í áttina að hljóðheimi Warp raftónlistar eða að nútíma klassískri tónlist. Snemma á árinu 2019 skrifaði Mikael tónlist með fiðluleikaranum og tónskáldinu Hoshiko Yamane úr hljómsveitinni Tangerine Dream og afraksturinn varð platan Spaces in Between.

Drag-Súgur: Söngleikur

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 11. janúar kl. 21.30
Aðgangseyrir: 2.900 kr.

Dragdrottningarnar (og -konungarnir) í hópnum Drag-Súgur fagna nýju ári með sérstakri sýningu þar sem þemað er söngleikir í öllum sínum fjölbreyttu myndum. Búast má við gríni og glensi, samfélagsádeilum, metnaðarfullum tilþrifum og hugsanlega ofgnótt af gordjöss dans- og söngatriðum.

Svartir Sunnudagar: Dead Ringers

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 12. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Kanadíski leikstjórinn David Cronenberg er þekktastur fyrir súrrealískar hryllingsmyndir þar sem mörk á milli raunveruleikans og óráðsdrauma eru óskýr. Dead Ringers er einmitt slík mynd, en hún fjallar um ástarþríhyrning eineggja tvíbura og frægrar leikkonu, vímuefni, kynlíf, samskipti kynjanna, brotna sjálfsmynd og geðveiki. Myndin er innblásin af sannri sögu.

Eyður

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? 15. & 20. janúar kl. 19.30
Aðgangseyrir: 6.200 kr.

Í Eyðum skoðar sviðslistahópurinn Marmarabörn sambandið milli eyja og minnis. Hver staður hefur minni, hvert einasta sker marglaga mörg þúsund ára sögu og líkt skerjagarðinum eru minningar okkar bara efstu lögin á djúpskornu neðansjávarlandslagi. Hvers er minnst og hverju reynum við að gleyma í sögunni um okkur?

Sinfó: Ungir einleikarar

Hvar? Harpa
Hvenær? 16. janúar kl. 19:30
Aðgangseyrir: frá 2.600 kr.

Ár hvert fer fram keppni ungra einleikara þar sem upprennandi nemendur fá að leika konsert eða syngja einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Fjórir ungir einleikarar keppa í ár, allir á sitthvoru hljóðfæri. Stjórnandi tónleikanna er hin finnska Anna-Maria Helsing, en hún var fyrsta konan til að vera aðalstjórnandi í sinfóníuhljómsveit í Finnlandi.

Af fingrum fram: Jónas Sig

Hvar? Salurinn
Hvenær? 16. & 17. janúar kl. 20.30
Aðgangseyrir: 5.500 kr.

Fyrrum Sólstrandagæinn Jónas Sig hóf sólóferil sinn 2007, en hann hefur vakið mikla athygli fyrir beinskeytta texta og tilfinningaþrungna tónlist þar sem er fjallað á opinskáan máta um þunglyndi og áskoranir lífsins. Hann mætir í Salinn þar sem hann tekur þátt í spjalltónleikaröðinni Af fingrum fram.

Mannfjöldinn hverfur sporlaust um stund

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 16. janúar–8. mars
Aðgangseyrir: 1.840 kr.

Titill sýningarinnar dregur heiti sitt af töfrabragði David Copperfields þar sem hann lætur hóp áhorfenda hverfa fyrir augum annarra áhorfenda og birtast á ný á öðrum stað. Myndlistarkonan Una Björg Magnúsdóttir gerir ekki slíka tilraun á sýningunni en hún varpar fram hugmyndum um skynvillu og blekkingar í innsetningu sinni sem er aðlaðandi en fráhrindandi á sama tíma. 

Röð og regla: Skissa að íslenskri samtímalistasögu [IV]

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 16. janúar–17. maí
Aðgangseyrir: 1.840 kr.

Þessi sýning er fjórða skissan að íslenskri samtímalistasögu sem byggist á verkum úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Valin eru saman verk og sett í þematískt samhengi í tilraun til að endurspegla listasöguna jafnóðum, en þemað í þessari skissu er óhlutbundin myndlist, einnig þekkt sem abstraktlist, og mínimalismi.

Helgi Þór rofnar

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 16. janúar–2. febrúar
Aðgangseyrir: Frá 3.500 kr.

Þessi leiksýning er lítið verk sem fjallar um epískar stærðir í lífinu og veltir fyrir sér spurningunni hvort hægt sé að rjúfa vítahring. Leikritið fjallar um ungan mann sem vinnur í líkbrennslu föður síns og æskufélaga sem rekur bakarí. Síðan bætist ný manneskja inn í líf hans og allt fer á hliðina.

Fjáröflunartónleikar S78: Laura Secord, Brött Brekka, BSÍ, K.óla

Hvar? Iðnó
Hvenær? 23. janúar kl. 19.30
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Rokksveitirnar Laura Secord og Brött Brekka eru meðal mest spennandi flytjenda landsins, en þær gáfu báðar út kynngimagnaðar plötur í fyrra og fagna þeim á þessum fjáröflunartónleikum. Auk þeirra spila líka indí-sveitin BSÍ og popparinn K.óla. Allur ágóði úr miðasölu rennur til ráðgjafarþjónustu Samtakanna ‘78, en engum verður vísað frá vegna fjárskorts.

Chromo Sapiens

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 23. janúar–22. mars
Aðgangseyrir: 1.840 kr.

Þessi innsetning eftir Hrafnhildi Arnardóttur, sem er einnig þekkt undir listamannsnafninu Shoplifter, var framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2019. Listsköpun Hrafnhildar liggur á mörkum myndlistar, gjörninga og tísku og sækir hún áhrif frá dægurmenningu og fjöldaframleiðslu, auk alþýðulistar og handverkssögu. Tónverk eftir hljómsveitina HAM hljómar í verkinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
3
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
5
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
7
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
8
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
5
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár