Mest lesið

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
1

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
2

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“
4

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
5

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
6

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Samherjar

Skilaboð íslenskra stjórnvalda, sem settu í stjórnarsáttmálann að þau vildu auka traust á íslenskum stjórnmálum, eru þessi: Ef þú ert ríkur og gráðugur og stelur aleigu fátæks fólks í Afríku og færir í skattaskjól er hringt í þig og spurt hvernig þér líði. Þegar þú stelur framtíð fátækra barna, hreinu vatni, mat og skólagöngu, er það foreldrum þeirra að kenna.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Skilaboð íslenskra stjórnvalda, sem settu í stjórnarsáttmálann að þau vildu auka traust á íslenskum stjórnmálum, eru þessi: Ef þú ert ríkur og gráðugur og stelur aleigu fátæks fólks í Afríku og færir í skattaskjól er hringt í þig og spurt hvernig þér líði. Þegar þú stelur framtíð fátækra barna, hreinu vatni, mat og skólagöngu, er það foreldrum þeirra að kenna.

Samherjar
Kristján Þór verklaus Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur sagt sig frá öllum Samherjamálum og er samkvæmt því nær verklaus. Eftir að hafa fengið blessun ríkisstjórnarinnar flaug hann samt norður og fór í partí til að fagna nýju frystihúsi Samherja.  Mynd: Pressphotos

Karlmaður á Norðurlandi eystra var í ársbyrjun dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að stela sex þúsund krónum úr kaffisjóði Hjálpræðishersins. Þá þurfti hann að greiða 519 þúsund krónur í málskostnað. Þannig virkar réttvísin fyrir venjulegt ógæfufólk.

Það hefði verið saga til næsta bæjar ef dómsmálaráðherra hefði hringt áhyggjufullur í manninn sem stal kaffisjóði Hjálpræðishersins og spurt hvernig honum liði að hafa verið gripinn við að stela og fjármálaráðherra hefði sagt að kaffisjóðurinn hefði legið á glámbekk og herinn gæti sjálfum sér um kennt. Og svo hefðu ráðherrarnir flogið norður til að halda upp á afmælið hans.

Stjórnendur Samherja á Norðurlandi eystra stálu ekki sex þúsund krónum úr kaffisjóði til að kaupa brennivín. Þeir sölsuðu undir sig þriðjungi af öllum hrossamakrílkvóta Namibíu með því að greiða spilltum ráðherrum á annan milljarð króna í mútur. 

„Auðvitað er rót vandans í þessu tiltekna máli, veikt og spillt stjórnkerfi í landinu,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og átti við Namibíu en ekki Ísland. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hafði áhyggjur af vini sínum og samherja í lífinu og var efst í huga hvernig honum liði. Það er bara mannlegt. Um leið er þó alveg ljóst að þessi vinátta og störf og stjórnarformennska fyrir Samherja í fortíðinni er ekki til þess fallin að auka traust á því að málið verði tekið föstum tökum. Þess vegna hefði hann átt að bjóðast til að víkja. Og ef ekki, átti forsætisráðherra að hafa vit fyrir honum.

Undanhaldið hefur ekki farið framhjá neinum. Það hefur verið greint frá því að formleg rannsókn sé hafin hjá héraðssaksóknara. En af hverju hefur ekki verið gerð húsleit í höfuðstöðvum Samherja og tengdra fyrirtækja? Af hverju er Þorsteinn Már, aðalpersóna í Samherjamálinu, ekki í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna? Er það vegna þess að embættismenn óttast tvískinnung stjórnvalda og vilja ekki bergja á þessum baneitraða kaleik?

„Eftir að hafa fengið blessun ríkisstjórnarinnar flaug hann samt norður og fór í partí til að fagna nýju frystihúsi Samherja“

Jú, það á að setja einhverja aukapeninga í lögregluna og skattinn en rannsóknin hlýtur samt sem áður að hafa farið á fullt strax. Það verður að rannsaka lögbrot án tillits til væntanlegra fjárveitinga í svona stóru og umfangsmiklu máli. Og ætti fólk ekki að verða vart við það? Eina rannsóknin sem virðist komin almennilega í gang er rannsókn fyrirtækisins sem segist vera að rannsaka sig sjálft og býðst nú til að gera það í samstarfi við opinbera aðila og samherja í ríkisstjórn sem hafa þegið milljónir í kosningasjóði sína af fyrirtækinu. Meðan á öllu þessu stendur er verksmiðjuskip Samherja að moka upp afla í landhelgi Namibíu og flytja yfir í flutningaskip. Það er verið að bjarga verðmætum til Vesturlanda frá örbjarga fólki í Afríku áður en þessi matarhola lokast.

Kristján Þór Júlíusson og Katrín Jakobsdóttir eru samherjar í ríkisstjórn. Hún hefur sagt að Kristján Þór njóti trausts hennar í embætti enda hafi hann ekki brotið lög. Hún segist vona að það verði friður um Kristján Þór. Hann hefur líka sagt sig frá öllum Samherjamálum og er samkvæmt því nær verklaus. Eftir að hafa fengið blessun ríkisstjórnarinnar flaug hann samt norður og fór í partí til að fagna nýju frystihúsi Samherja. Þá fól hann flokksfélaga sínum og fyrrverandi ráðherra, sem nú starfar hjá Alþjóðamatvælastofnuninni, að rannsaka viðskiptahætti útgerða í þróunarlöndunum í kjölfar Samherjamálsins. Hann hefur líka óskað eftir því á síðustu dögum að nefnd sem átti að skoða hvort lögum um kvótaþak væri framfylgt, en Samherji er grunaður um að hafa sniðgengið þau, skili tillögum í janúar. Blaðamenn klóra sér nú í kollinum enda óljóst hvernig þetta samræmist því að víkja í öllum málum sem varða fyrirtækið.

Ríkisstjórnin setti sér það markmið að auka traust á íslenskum stjórnmálum. Það hefur ekki gengið eftir og er í sögulegu lágmarki. Og af hverju ætli það nú sé? 

Ríkisstjórnin verður að standa með almenningi og sýna það í verki. Þetta hálfkák er óboðlegt. Það þarf að setja á fót sérstaka rannsóknarnefnd Alþingis til að taka á Samherjamálinu og miða að því að hún skili sem fyrst. Slík nefnd þarf að fjalla um málið í heild sinni, þar með talið gjafakvótann, ítök fyrirtækisins í viðskiptalífi, stjórnmálum og fjölmiðlum. Samhliða því þarf að ákveða upp á nýtt hvernig við förum með kvótann þannig að almenningur hér fái notið afrakstursins af auðlindum sínum en ekki bara örfáir samherjar í viðskiptalífi og stjórnmálum.

Vonandi verður engin sátt um minna en það. 

Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Samherjaskjölin

Samherji stundaði arðbærar veiðar í Marokkó og Máritaníu á árunum 2007 til 2013. Útgerðarfélagið keypti kvóta af fyrirtækjum sem tengdust þingmönnum í Marokkó og fundað var með syni hershöfðingja sem sagður er hafa stórefnast á sjávarútvegi. Gert var ráð fyrir mútugreiðslum sem „öðrum kostnaði“ í rekstraráætlunum.

Félag Samherja sem greiddi hálfan milljarð í mútur er ennþá viðskiptavinur DNB í Noregi

Félag Samherja sem greiddi hálfan milljarð í mútur er ennþá viðskiptavinur DNB í Noregi

Samherjaskjölin

Í svörum Samherja hf. er ljóst að félagið reynir að fjarlægja sig frá erlendri starfsemi útgerðarinnar sem rekin er í sérstöku eignarhaldsfélagi. Svo virðist sem engum bankareikningum Samherja hf. og tengdra félaga hafi verið lokað í DNB bankanum norska.

Namibískir sjómenn mótmæla og ákærðu verða áfram í gæsluvarðhaldi

Namibískir sjómenn mótmæla og ákærðu verða áfram í gæsluvarðhaldi

Samherjaskjölin

Sexmenningarnir sem ákærðir eru í Namibíu vegna upplýsinga úr Samherjaskjölunum verða í gæsluvarðhaldi fram í febrúar. Mótmæli brutust út við dómshúsið og sjómenn sem misst hafa vinnuna sungu lög.

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

Samherjaskjölin

Guðni Th. Jóhannesson, núverandi forseti og sagnfræðingur, ræddi Afríkuveiðar Íslendinga, meðal annars Samherja, og setti þær í sögulegt samhengi í viðtali við DV árið 2012. Hann benti á tvískinnunginn í því að Íslendingar væru nú orðnir úthafsveiðiþjóð.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
1

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
2

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“
4

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
5

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
6

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
2

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
3

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
4

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
5

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda
6

Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
2

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
3

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
4

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
5

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda
6

Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Nýtt á Stundinni

Hvað ef VG hefði haft hugrekki?

Illugi Jökulsson

Hvað ef VG hefði haft hugrekki?

Saklausasta fólk í heimi

Jón Trausti Reynisson

Saklausasta fólk í heimi

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Spillingarsögur Björns Levís birtar

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Guðmundur Hörður

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ