Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sumum finnst of bjart

Hönn­uð­ur­inn Ingi­björg Hanna Bjarna­dótt­ir býr í bjartri og per­sónu­legri íbúð í Hlíð­un­um. Ný hönn­un í bland við gamla erfða­gripi setja svip sinn á heim­il­ið en það voru hins veg­ar fyrst og fremst glugg­arn­ir sem heill­uðu hönn­uð­inn.

Sumum finnst of bjart

Bjartir sólargeislar heilsa þegar gengið er inn í stofuna hjá Ingibjörgu Hönnu. Hvít gólfin gera það að verkum að birtan endurkastast bæði af gólfi og veggjum. „Sumum finnst þetta alltof bjart, en mér finnst þetta fínt. Þetta er allavega mjög gott í skammdeginu,“ segir hún og hlær. Gólfin lét Ingibjörg mála hvít þegar hún flutti inn. „Það voru þrjú mismunandi parket hérna inni og tvö af þeim voru plastparket,“ segir hún, en þessi leið var bæði fljótlegri og ódýrari en að skipta um gólfefni. 

Heillaðist af gluggunum
Heillaðist af gluggunum „Ég sit mjög mikið hérna í sófanum eða í hengistólnum,“ segir Ingibjörg Hanna en hengistólinn hannaði hún sjálf. Hún segist hafa heillast af gluggunum og birtunni þegar hún keypti íbúðina.

Ingibjörg flutti inn í íbúðina, ásamt tveimur sonum sínum, fyrir einu og hálfu ári síðan. Hún segir það fyrst og fremst hafa verið gluggarnir sem heilluðu hana, en hún hafi verið að leita sér að bjartri íbúð í þessu hverfi. Ingibjörg segist hafa fallið fyrir Hlíðunum í íslensku sjónvarpsþáttunum Pressu. „Ég sá allar þessar flottu íbúðir og hugsaði með mér: „Mig langar í svona íbúð!“,“ segir hún. 

Uppáhalds húsgagnið
Uppáhalds húsgagnið „Ef ég yrði að velja uppáhalds húsgagn þá væri það þessi sófi. Amma og afi áttu hann, eins og svo margt annað hérna inni,“ segir Ingibjörg Hanna en sófann hannaði Þorkell G. Guðmundsson. Myndirnar á veggnum eru eftir vinkonur hennar úr Listaháskólanum og syni Ingibjargar
Frá ömmu og afa
Frá ömmu og afa Fjölmörg húsgögn hefur Ingibjörg Hanna fengið í arf frá ömmum sínum og öfum. „Langafi minn og langamma áttu þessa klukku en þau fengu hana í brúðkaupsgjöf.“

Heimilið er í senn stílhreint og persónulegt. Á víð og dreif um íbúðina má finna muni eftir Ingibjörgu Hönnu sjálfa; púða, kertastjaka, sniglasnaga og að sjálfsögðu krummann vinsæla. „Fyrir mér er krumminn alltaf herðatré. Það kom mér því mjög á óvart að sjá að flestir hengja hann út í glugga. Mér 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár