Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Stundin komin út: Þau fá auðlindina okkar

Í dag var fjórða tölu­blaði Stund­ar­inn­ar dreift um land­ið. For­síðu­út­tekt­in er rann­sókn á hlut­deild ein­stak­linga í fisk­veiðikvóta Ís­lend­inga og hvernig mak­ríl­kvót­inn verð­ur af­hent­ur fá­um að­il­um. Verði frum­varp fjár­mála­ráð­herra að lög­um mun einn ein­stak­ling­ur fá af­henta tíu millj­arða af mak­ríl­kvóta.

Stundin komin út: Þau fá auðlindina okkar

Fjórða tölublað Stundarinnar kom út í dag. Forsíðuefnið er rannsókn á því hvaða einstaklingar eiga stærsta hluteild í fiskveiðikvóta Íslendinga og hvernig makrílkvóti að andvirði 35 milljarða verður afhentur tíu einstaklingum verði frumvarp sjávarútvegsráðherra að lögum. „Hér er um gífurlega háar fjárhæðir að ræða, sem augljóst er að mikil þörf er fyrir í þjóðarbúinu, og því óskiljanlegt að verið sé að gefa nokkrum útgerðum,“ segir Gauti B. Eggertsson, aðstoðarprófessor við Brown-háskólann í Bandaríkjunum. Einn einstaklingur mun fá makrílkvóta að andvirði tíu milljarða. Við segjum sögur þessa fólks.

Kristinn Hrafnsson skrifar einnig um auðlindamál, það hvernig orkuauðlindinni er stungið í vasa álrisanna. Þau græða á tá og fingri en borga lítinn sem engan tekjuskatt til íslensks samfélagsins.

Í blaðinu er einnig nærmynd af áróðursmeistara Sigmundar Davíðs. Hann er lítt þekktur, en er einn helsti áhrifavaldur samtímaumræðu á Íslandi. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra og ræðuhöfundur hans, var grunnskólakennari þegar kallið barst úr Stjórnarráðinu. Hann hafði áður verið sigursæll þjálfari í ræðukeppni framhaldsskólanema, Morfís, og þróaði sérstakan áróðursstíl sem var kenndur við það að „einfalda og margfalda“ og „trekta“. Hann hefur lagt sérstaka áherslu á þjóðernishyggju.

„Við vorum skytturnar þrjár, gegn lífinu og með lífinu,“ segir íslensk móðir sem missti tengslin við fimmtán ára gamla dóttur sína eftir ólýsanlega lífsreynslu sem braut niður samband þeirra. Dóttir hennar segir einnig sína hlið á málinu. Fimmtán ára gömul blindaðist hún af hatri og heift gagnvart móður sinni eftir atburði sem engin börn ættu að upplifa. „Ég barðist gegn því að fara frá henni,“ segir hún, en gat það ekki.

María Lilja Þrastardóttir var áreitt kynferðislega þegar hún starfaði fjórtán ára gömul á veitingastað í Reykjavík, bæði af samstarfsmönnum sínum og yfirmanni. Hún skrifar um eigin reynslu, en saga hennar er ekkert einsdæmi. Framkvæmdastýra Jafnréttisstofu segir að til þeirra leiti fjöldi kvenna á ári hverju vegna áreitni á vinnustöðum.

Það er sárt að hugsa til þess að fólk sé hungrað í landi allsnægta. Á sama tíma og miklu magni af mat er hent í ruslið eru matarlausar fjölskyldur að leita leiða til að lifa af mánuðinn. Benjamin Julian sótti mat sem átti að henda og gaf fátækum.

Rætt er við fleiri sem hafa köllun til þess að hjálpa öðrum. Kristján Sverrisson lét af störfum hjá Landsbankanum til að fylgja köllun um kristniboð í Afríku. Hann hélt til Eþíópíu ásamt eiginkonu sinni, Helgu Vilborgu Sigurjónsdóttur, þar sem þau bjuggu með fjögur börn í fimm ár við frumstæðar aðstæður. Sonur hans varð alvarlega veikur af ormum og kastaði upp blóði. Kristján segir frá lífinu á meðal frumbyggja í eyðimörkinni, þar sem hann segir að óvelkomnum börnum sé jafnvel kastað niður af klettum.

 

Þetta er brot af því sem birtist í blaðinu. Þar eru fleiri fréttir, úttektir, uppskriftir, innlit og viðtöl. Fjallað er um ferðir, Múmínálfa og manninn sem hætti að borga af húsinu sínu fyrir sex árum en býr enn í því og undirbýr stofnun nýs samfélags í Lauganesi. 

Á meðal pistlahöfunda eru Hallgrímur Helgason rithöfundur, Jón Ólafsson heimspekingur, Jóhannes Björn samfélagsrýnir, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur, Sigurður Sigurðsson, Sölvi Tryggvason, Óttar Guðmundsson geðlæknir, Þórunn Hrefna og Börkur Gunnarsson borgarfulltrúi.

Blaðið er 80 síður og fæst í flestum verslunum. Hægt er að kaupa áskrift hér. 

Áskrifendur geta lesið blaðið í heild sinni hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
7
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
5
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
9
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Brosir gegnum sárin
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár