Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Nichole gagnrýnir RÚV fyrir að gefa Mikael „mikið svigrúm“ og segir að dregin sé upp dökk mynd af sér

Formaður velferðarnefndar Alþingis heldur áfram að gagnrýna „einhliða umræðu“ um fátækt á Íslandi. „Ég hafði vilja sjá samtal um málefni,“ skrifar Nichole Leigh Mosty.

Nichole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingkona Bjartrar framtíðar, gagnrýnir að Mikael Torfason rithöfundur hafi fengið „mikið svigrúm“ í Silfrinu til að tala um fátækt á Íslandi án þess að sjónarmið fleiri aðila kæmu fram. Hún segist frekar hefðu viljað sjá „samtal um málefni“.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Nichole gagnrýnir fjölmiðla, en í janúar sagði hún í tölvupósti til Stundarinnar að hún hefði „lesið ótrúlegustu hluti í blöðum og netmiðlum“. Kallaði hún eftir vandaðri vinnubrögðum af hálfu fjölmiðla.

Málflutningur Mikaels Torfasonar í Silfrinu í gær hefur vakið mikla athygli. „Við búum bara ekki í sanngjörnu samfélagi þegar 370 þúsund krónur eru byrjunarlaun hjúkrunarfræðings, þegar fólk á að lifa á örorku, sem er 129 og 180 þúsund á mánuð. Þegar við leggjumst á koddann í kvöld, þá eigum við að skammast okkar,“ sagði hann meðal annars.

Nichole gerir málið að umtalsefni á Facebook, en eins og Stundin greindi frá fyrr í dag telur hún að umræðan hafi verið einhliða. Nichole heldur þessu sjónarmiði til streitu og segist hefðu viljað að fleiri tækju þátt í umræðunni. Þá virðist henni ekki hafa þótt umræðan um fátækt málefnaleg. „Ég hafði vilja sjá samtal um málefni,“ skrifar Nichole. Hún segist hafa þurft að kynnast fátækt á eigin skinni þegar hún ólst upp í Bandaríkjunum. „Punktur er að ég var alls ekki að gera lítið úr umræður um fátæki og mundi aldrei gera það. Eins mikið og fólk vil mála mig svart...“

Hér má sjá færslu hennar í heild:

Uppfært 21. mars:

Nichole fjarlægði færsluna í gærkvöldi og eyddi skömmu síðar Facebook-síðu sinni. Hér má sjá skjáskot af textanum sem áður birtist þar:

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Fréttir

Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“

Pistill

Þorum við að vera við?

Fréttir

Sagðist sjálfur hafa greitt skuldirnar sem faðir hans yfirtók

Viðtal

Þöggunin tók á sig nýjar myndir eftir stjórnarslitin

Viðtal

„Ég treysti Íslendingum ekki lengur“

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Pistill

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að þú vitir um húsnæðismál

Pistill

Áskorun um #strákahitting

Pistill

Baráttan við TR-kerfið – mig grunaði aldrei hversu niðurlægjandi hún yrði

Leiðari

Óvinir valdsins

Fréttir

Bjarni um viðskipti með Sjóvá sem fóru til saksóknara: „Mér líst mjög vel á þetta mál“