Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Myndir ársins 2015 hjá Stundinni

Fjöl­breytt ljós­mynda­verk­efni Stund­ar­inn­ar á ár­inu.

Ljósmyndarar á vegum Stundarinnar hafa lagt upp í mörg langtímaverkefni á árinu. Meðal annars hefur verið farið í réttir, fylgt eftir flóttafólki, fylgst með undirbúningi útfarar og fleira.

Transkonan sem flúði Líbanon

Takk fyrir, Ísland
Takk fyrir, Ísland Monica, eða Alia Zuhir Dahhan, er transkona sem flúði frá Líbaonon til Íslands. Eyþór Árnason ljósmyndari fylgdi henni eftir.

Kveðjustundin

Sá sem leiðir þig inn í nóttina
Sá sem leiðir þig inn í nóttina Rúnar Geirmundsson útfararstjóri starfar við að búa til kveðjustund fyrir aðstandendur látinna. Helsta áskorun Rúnars í því að umgangast aðstandendur hins látna en ekki hinn látna sjálfan.

Íslenskir múslimar verða fyrir fordómum

Íslenskir múslimar
Íslenskir múslimar Stundin fjallaði um íslenska múslima og hatur sem þeir verða fyrir. Nýrasismi grasserar í lokuðum umræðuhópum. Á meðfylgjandi mynd sést íslenskur múslimi tilbiðja Allah.

Velkomin í bót og betrun á Kvíabryggju

Lífið á Kvíabryggju
Lífið á Kvíabryggju Aðstæður í fangelsinu á Kvíabryggju nærri Grundarfirði hafa verið mikið til umræðu á árinu í kjölfar komu þekktra bankamanna í fangelsið. Stundin heimsótti fangelsið síðasta vor.
 

Trampólínið í stofunni

Fljúgandi börn í Vesturbænum
Fljúgandi börn í Vesturbænum María Margrét Jóhannsdóttir er með trampólín í stofunni fyrir dætur sínar tvær, Kríu og Natalíu. Stundin kom í innlit á heimili hennar við Sólvallagötu.
 

Afi og amma

Afi og amma
Afi og amma Blaðamaðurinn Jón Bjarki Magnússon skrifaði um afa sinn og ömmu, Trausta Breiðfjörð og Huldu Jónsdóttur, sem eru hátt í hundrað ára Strandamenn.
 

Hlín Einarsdóttir í viðtali

Fyrir fjárkúgunarmálið
Fyrir fjárkúgunarmálið Fjölmiðlakonan Hlín Einarsdóttir kom í viðtal hjá Stundinni síðasta vor þar sem hún lýsti meðal annars heilaþvætti Votta Jehóva. Þegar viðtalið birtist hafði hún orðið uppvís að aðild að fjárkúgun á hendur forsætisráðherra.

Hamingjan á Hólmavík

Hamingjudagar
Hamingjudagar Linda Jónsdóttir mætti á hamingjudaga á Hólmavík og sýndi hvað hátíðin snýst um.
 

Með hengistól í stofunni

Hengistóll í stofunni
Hengistóll í stofunni Helga Guðrún Friðriksdóttir hönnuður og Orri Finnbogason búa í lítilli íbúð á Vesturgötunni. Í stofunni er hengistóll, sem sýnir hvernig týpur fólk er. Annars vegar er það fólkið sem fer beint í stólinn og hins vegar þeir sem þora ekki að setjast í hann.
 

„Partýdvergurinn“ Þorgeir

„Ég er partýdvergurinn“
„Ég er partýdvergurinn“ Þorgeir Gunnarsson, stundum kallaður Toggi dvergur, sagði frá lífshlaupi sínu í viðtali við Stundina í september. Hann lifði lífinu til fulls og kunni að skemmta sér. Þorgeir lést fyrir nokkrum vikum.
 

Ungt par fer úr landi

Landflutningurinn
Landflutningurinn Stundin fylgdi eftir ungu pari sem flutti úr landi til að láta drauma sína rætast. „Ég held að við komum ekkert til baka.“
 

Jón Gnarr kveður forsetadrauminn

Ekki forseti
Ekki forseti „Ef maður er forseti þá er maður ekkert annað,“ sagði Jón Gnarr í viðtali við Stundina, þar sem hann útskýrði hvers vegna hann hefði ákveðið að vinna hjá 365 frekar en að fara í forsetaframboð.
 

Albönsk fjölskylda fjarlægð

Kveðjustundin
Kveðjustundin Ungi leikskóladrengurinn Kevi, sem var vísað úr landi með lögreglufylgd, skoðar úrklippubókina frá leikskólanum sínum, sem hann svaf með sér við hlið nóttina áður en lögreglan sótti hann og fjölskyldu hans á heimili þeirra í Barmahlíð. Móðir hans, Xhulia, heldur á bókinni og Klea horfir yfir öxl hennar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu