Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Íslenskt leikhús: Stöðumat

Snæ­björn Brynj­ars­son fer yf­ir það helsta í leik­hús­lífi Ís­lands þessa stund­ina. Það er fjöl­skyldu­ár í Þjóð­leik­hús­inu og þjóð­ar­ár í Borg­ar­leik­hús­inu, sjálfs­mynd­in skoð­uð á Ak­ur­eyri og til­rauna­mennska í Tjarna­bíó, en dans­flokk­ur á upp­leið.

Á Íslandi eru tvö stór leikhús sem að nafninu til eru leikhús borgar og þjóðar, það er þó ekki augljóst hvort er hvað, hvað geri Þjóðleikhús að þjóðleikhúsi og Borgarleikhús að borgarleikhúsi. Leikhúsin tvö hafa í gegnum tíðina verið í harðri samkeppni um sama markhóp og dagskrá beggja húsa stundum verið keimlík. Lagalega séð hefur Þjóðleikhúsið þó mun strangari skyldur. Það þarf að sinna íslenskunni, leikritun og landsbyggð (en hvernig nákvæmlega hefur oftar en ekki verið túlkunaratriði). Borgarleikhúsið hefur meira frelsi til að móta eigin stefnu, þó að sumu leyti megi segja að það standi sig betur sem „þjóðar-leikhús“. Verk eins og Flóð sem fjallar um einn stærsta harmleik í nútímasögu Íslands, snjóflóðið á Flateyri, og Njála sem tekst á við þá bók sem á hvað stærstan þátt í mótun íslenskrar þjóðarvitundar, hæfa þjóðleikhúsi. Auk þessa hefur Borgarleikhúsið fastráðið leikskáld við stofnunina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu