Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Grátur sonarins stöðvaði sjálfsvígið

Tíu dög­um fyr­ir síð­ustu jól tók Kristian Guttesen ákvörð­un um að deyja. Hann var kom­inn á enda­stöð. Hann sendi eig­in­konu sinni skila­boð og sagði henni frá ætl­un­ar­verki sínu, kynnti sér hvernig best væri að hnýta heng­ing­ar­hnút og var að leita sér að krók þeg­ar rónni var rask­að. Rúm­lega árs­gam­all son­ur hans vakn­aði af síð­deg­islúrn­um og skyndi­lega breytt­ust að­stæð­ur.

„Þetta varð að gerast í kyrralífsmynd, án nokkurrar hreyfingar,“ útskýrir Kristian. „Ákvörðunin hafði verið tekin og ég fann fyrir mikilli ró og sátt. Ég var að reyna að yfirfæra hugann á umhverfið – en umhverfið er aldrei rólegt. Það er alltaf eitthvað sem raskar rónni.“

Við Kristian sitjum á myrku kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur og ræðum um dauðann. Fyrir framan okkur er útprentað eintak af meistararitgerðinni „Sjálfsvíg, örvænting og rökvísi fjarstæðunnar“ sem Kristian lauk við í vor. Samtímis skrifaði hann tvær ljóðabækur sem hann safnar nú fyrir á Karolina Fund, en önnur þeirra fjallar einmitt um hans eigin glímu við þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Í ljóðabókinni fæst hann við efnið innra með sjálfum sér en í ritgerðinni skoðar hann eigin ákvörðun utan frá með hlutlausum hætti, með það að markmiði að skilja betur örvæntinguna sem leiðir til þess að einstaklingur tekur ákvörðun um sjálfsvíg. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár