Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Björt framtíð: „Ekki spennandi“ ríkisstjórn með Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum

Ótt­arr Proppé virð­ist ekki vilja hægri­stjórn með Við­reisn og Sjálf­stæð­is­flokkn­um, en úti­lok­ar hana ekki.

Björt framtíð: „Ekki spennandi“ ríkisstjórn með Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum
Óttar Proppé Formaður Bjartrar framtíðar. Mynd: Kristinn Magnússon

 „Ríkisstjórn með Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum er ekki neitt sérstaklega spennandi kostur,“ segir Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, um möguleikann á 32 þingmanna hægri stjórn. Hann segir ansi langt á milli Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins í „mjög mörgum málum.“

Óttarr Proppé, sem leiðir Bjarta framtíð í Kraganum, bíður nú átekta en formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, er á fundi með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Bjarni var spurður við komuna á Bessastaði hvort hann myndi vilja ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð. „Ég ætla að ræða við alla,“ sagði Bjarni.

„Ekki neitt sérstaklega spennandi“

Óttarr Proppé segir í samtali við Stundina að ekkert sé að gerast. „Ekki mín megin“. Hann er ekki spenntur fyrir hægri stjórn. 

Er Björt framtíð opin fyrir ríkisstjórnarmyndun með Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum?

„Ríkisstjórn með Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum er ekki neitt sérstaklega spennandi kostur. Það er ansi langt á milli okkar og Sjálfstæðisflokksins í mjög mörgum málum fyrir utan hvað það væri þröngur meirihluti. En miðað við það sem undan er gengið þá þyrfti það að vera í ansi strífri stöðu ef það ætti að vera einhver möguleiki að ná saman málefnalega.“

En hver er þá óskastaða Bjartrar framtíðar?

„Það er erfitt að segja til. Þetta er svo þröng staða. Við höfum talað fyrir því að við myndum gjarnan vilja sjá einhvern vísi að samstarfi yfir miðjuna, hvort það væri þetta fimm flokka módel eða módel þar sem bæði Sjálfstæðisflokkurinn og VG kæmi að. Eins og ég segi þá er erfitt að segja til um það en það færi í raun og veru eftir því hvaða áherslur og málefni menn geta náð saman um.“

Ríkisstjórn frá hægri til vinstri?

Eftir stendur að Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað ríkisstjórn með Vinstri grænum og þriðja flokki.

Viku fyrir kosningar sagði Katrín að hún hefði ekki umboð frá flokki sínum til að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

„Nei, mín afstaða er í samræmi við þá stefnu sem mín hreyfing hefur tekið og samþykkti meira að segja í ályktun fyrr á þessu ári um að við sjáum fyrir okkur að ef stjórnarandstöðuflokkarnir fái til þess umboð eigi þeir að mynda hér ríkisstjórn að loknum kosningum.“

Þá hefur Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, því sem næst útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. „Vera kann að samstarf af þessu tagi hafi einhvern tíma verið á dagskrá hér fyrr á árum. Hins vegar er það óhugsandi við núverandi kringumstæður eftir aðdraganda kosninganna, uppljóstranirnar úr Panama-skjölunum og viðbrögð forystumanna stjórnarflokkanna. Þetta hljóta allir að sjá.“

Viðreisn útilokar tvo möguleika

Benedikt Jóhannesson útilokaði fyrir kosningar að mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Benedikt hefur líka sagt að hann vilji síður fimm flokka ríkisstjórn með Vinstri grænum, Pírötum, Bjartri framtíð og Samfylkingunni. 

Píratar hafa hins vegar boðist til að styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem hefði aðeins 21 þingmann. 

Óttarr segist ekki geta lesið mikið í stöðuna. „Nei, ég er í svipaðri stöðu og þú. Maður reiknar með því annað hvort að það sé einhver trú á því að Bjarni geti myndað stjórn eða hreinlega að forsetinn hafi ákveðið að láta hann byrja. Get ekk lesið meira í það.“

Eftir stendur því sá möguleiki að Vinstri grænir endurskoði afstöðu sína til samstarfs með Sjálfstæðisflokknum og fari í ríkisstjórn ásamt Bjartri framtíð eða Viðreisn. En miðað við svör Óttarrs er ekki enn útilokað að Björt framtíð myndi hægri stjórn með Viðreisn og Sjálfstæðisflokki ef aðstæður bjóða ekki upp á annað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
5
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
5
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár