Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bæjarfulltrúar þiggja 45 prósenta launahækkun vegna þess að „Alþingi hyggst ekki breyta ákvörðun kjararáðs“

Úr­skurð­ur kjara­ráðs um hækk­un þing­far­ar­kaups dreg­ur dilk á eft­ir sér. Bæj­ar­stjórn Hafn­ar­fjarð­ar sam­þykkti með sex at­kvæð­um gegn fjór­um að aft­ur­kalla tíma­bundna frest­un launa­breyt­inga.

Bæjarfulltrúar þiggja 45 prósenta launahækkun vegna þess að „Alþingi hyggst ekki breyta ákvörðun kjararáðs“

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með sex atkvæðum gegn fjórum á fundi í vikunni að afturkalla tímabundna frestun á launabreytingum og þiggja þannig 45 prósenta launahækkun.

Þiggja þeir hækkunina á þeim grundvelli að ljóst sé orðið að Alþingi ætli ekki hnekkja ákvörðun Kjararáðs um hækkun þingfararkaups.

Fram kemur í fundargerð bæjarstjórnar að full laun fyrir störf í bæjarstjórn séu í dag 199 þúsund krónur á mánuði en vegna ákvörðunar kjararáðs muni launin hækka upp í 286 þúsund krónur. 

Á fundi bæjarstjórnar lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar fram svohljóðandi bókun: 

Nú er ljóst að Alþingi mun ekki breyta ákvörðun kjararáðs frá 1. nóvember 2016 um hækkun á þingfararkaupi. Um árabil hafa kjörnir fulltrúar í Hafnarfirði sjálfir ákvarðað laun sín en það fyrirkomulag verður að teljast mjög óeðlilegt og óheppilegt. Í júní 2016 birti Samband íslenskra sveitarfélaga viðmiðunarlaunatöflu fyrir fulltrúa í sveitarfélögum landsins þar sem miðað er við þingfararkaup. Í kjölfarið ákvað bæjarráð Hafnarfjarðar að launaþróun kjörinna fulltrúa sveitarfélagsins skyldi tekin úr höndum þeirra sjálfra, fylgja framvegis þingfararkaupi og um leið verða ákvörðuð af kjararáði eins og víðar er gert í bæjarfélögum. Með vísan til þess að Alþingi hyggst ekki breyta ákvörðun kjararáðs mun bæjarstjórn Hafnarfjarðar nú fylgja eftir fyrri ákvörðun, að miða laun sín við þingfararkaup og þar með ákvarða ekki sjálf laun sín.

Síðastliðin átta ár hafa laun kjörinna fulltrúa í Hafnarfirði ekki haldið í við almenna launaþróun og dregist jafnt og þétt aftur úr launaþróun starfsmanna sveitarfélaga og munar þar núna um 45%. Full laun fyrir störf í bæjarstjórn eru núna 199 þús. kr. á mánuði. Með ákvörðun kjararáðs hækka launin því og verða um 286.000 kr. á mánuði. Full laun fyrir störf í almennu ráði hjá bæjarfélaginu eru um 90 þús. kr. á mánuði. Með ákvörðun kjararáðs verða laun fyrir setu þar nú um 129.600 kr. á mánuði.

Bæjarfulltrúar minnihlutans, Adda María Jóhannsdóttir auk fulltrúa Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, lýstu furðu yfir að ekki væri hægt að bíða eftir niðurstöðum starfshóps um starfsumhverfi og kjör bæjarfulltrúa:

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað. Þann 1. desember sl. var skipaður starfshópur í bæjarráði, sem í eiga sæti fulltrúar allra flokka í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Samkvæmt erindisbréfi er eitt meginverkefni starfshópsins að endurskoða starfsumhverfi kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ og þar á meðal launakjör. Hópurinn á að skila niðurstöðu 1. febrúar 2017, sem er eftir tæpar 2 vikur. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna lýsa furðu yfir því að ekki sé hægt að bíða eftir niðurstöðu starfshópsins.

Í ljósi fyrri athugasemda okkar gagnvart hækkun Kjaradóms á þingfarakaupi förum við fram á að starfshópurinn fái að ljúka sinni vinnu og endurskoðun á launum kjörinna fulltrúa hjá Hafnarfjarðarbæ.

Þann 29. október síðastliðinn ákvað Kjararáð að hækka laun þingmanna um 45 prósent eða sem nemur 338 þúsund krónum á mánuði. Mikil umræða skapaðist um málið og kom upp ákall um að Alþingi myndi reyna að hnekkja úrskurði Kjararáðs með lagasetningu. Það var ekki gert.

Haft var eftir Benedikt Jóhannessyni, núverandi fjármálaráðherra og þáverandi formanni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, milli jóla og nýárs að ólíklegt væri að Alþingi myndi hrófla við úrskurði kjararáðs, enda hefði kjararáð þar „einfaldlega verið að leið­rétta alls konar inn­grip und­an­far­inna ára“. 

Eins og Stundin hefur fjallað um hafa þingmenn hækkað mun meira í launum en almennir launþegar á undanförnum árum. Árið 2013 voru laun þingmanna 630.024 krónur og hafa þau því hækkað um 74,8 prósent á rúmlega þremur árum. Launavísitala, sem sýnir almenna launaþróun, hefur hins vegar aðeins hækkað um 28,9 prósent á sama tímabili.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjaramál

Stefán Ólafsson um nýja kjarasamninga: „það er veðmál í þessu“
Fréttir

Stefán Ólafs­son um nýja kjara­samn­inga: „það er veð­mál í þessu“

Í sextánda þætti Pressu mættu Anna Hrefna Ingi­mund­ar­dótt­ir, að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og Stefán Ólafs­son, sér­fræð­ing­ur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi, til þess að ræða nýju kjara­samn­ing­anna. Í við­tal­inu við­ur­kenndi Stefán að samn­ing­ur­inn væri í raun nokk­urs kon­ar veð­mál, þar sem von­ir væru bundn­ar við hjöðn­un verð­bólgu til þess að skila launa­fólki ásætt­an­leg­um kjara­bót­um.
Samtök atvinnulífsins kjósa um verkbann á félagsmenn VR
FréttirKjaramál

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins kjósa um verk­bann á fé­lags­menn VR

Stjórn Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hef­ur sam­þykkt ein­róma að halda at­kvæða­greiðslu um hugs­an­legt verk­bann á fé­lags­menn VR. Í til­kynn­ingu frá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins sem birt­ist fyr­ir skömmu seg­ir að verði verk­bann­ið sam­þykkt mun það ná til alls skrif­stofu­fólks með að­ild að VR. Um er ræða við­bragð við verk­falls­að­gerð­um sem VR hef­ur boð­að með­al starfs­manna í farg­þega- og hleðslu­þjón­ustu hjá Icelanda­ir
Ókeypis skólamáltíðir í Reykjavík munu kosta 1,7 milljarð króna á ári
FréttirKjaramál

Ókeyp­is skóla­mál­tíð­ir í Reykja­vík munu kosta 1,7 millj­arð króna á ári

Eitt um­fangs­mesta verk­efn­ið sem fólg­ið er í að­gerðapakka rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga til að liðka fyr­ir gerð kjara­samn­inga, er að tryggja gjald­frjáls­ar skóla­mál­tíð­ir í grunn­skól­um. Tals­mað­ur Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga seg­ir að öll börn, óháð því hvort þau voru skráð í mat fyr­ir breyt­ing­arn­ar muni fá frí­ar skóla­mál­tíð­ir. Ekki ligg­ur fyr­ir hvernig verk­efn­ið verð­ur út­fært í skól­um sem hafa út­vistað mat­ar­þjón­ustu sinni.
Samninganefnd VR samþykkir atkvæðagreiðslu um verkfall
FréttirKjaramál

Samn­inga­nefnd VR sam­þykk­ir at­kvæða­greiðslu um verk­fall

Samn­inga­nefnd VR sam­þykkti í gær að halda at­kvæða­greiðslu um verk­föll með­al flug­vall­ar­starfs­manna sem starfa á Kefla­vík­ur­flug­velli. Um er að ræða um 150 starfs­menn sem starfa all­ir fyr­ir Icelanda­ir og sinna með­al ann­ars inn­rit­un, tösku­mót­töku, brott­för­um og þjón­ustu vegna týnds far­ang­urs. At­kvæða­greiðsl­an fer fram á mánu­dag­inn eft­ir helgi og verði vinnu­stöðv­un sam­þykkt er gert ráð fyr­ir að verk­föll hefj­ist 22. mars.
Tæplega helmingur launafólks á í fjárhagslegum erfiðleikum
FréttirKjaramál

Tæp­lega helm­ing­ur launa­fólks á í fjár­hags­leg­um erf­ið­leik­um

Sam­kvæmt nýrri könn­un Vörðu – Rann­sókn­ar­stofn­un­ar vinnu­mark­að­ar­ins á 40 pró­sent launa­fólks erfitt með að ná end­um sam­an. Skýrsl­an, sem kynnt var á fundi í Þjóð­menn­ing­ar­hús­inu í dag, leið­ir ljós að kjör til­tek­inna hópa sam­fé­lags­ins hafi versn­að um­tals­vert milli ára. Tæp­lega fjórð­ung­ur ein­hleypra for­eldra býr við efn­is­leg­an skort og fjár­hags­staða kvenna er verri en á karla á öll­um heild­ar­mæli­kvörð­um rann­sókn­ar­inn­ar. Þá mæl­ist staða inn­flytj­enda verri í sam­an­burði við inn­fædda Ís­lend­inga fjórða ár­ið í röð.

Mest lesið

Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
3
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
5
Greining

Skær­ustu stjörn­ur rapps­ins heyja vægð­ar­laust upp­lýs­inga­stríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
6
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.
Þetta er hálfgerður öskurgrátur
8
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
9
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
3
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár