Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Kannski löglegt en klárlega siðlaust

Alþingi verður sér til æ frekari minnkunar með hverri nýrri viðbót við frumvarp formanna stjórnmálaflokkanna til nýrrar stjórnarskrár.

Kjarni málsins er þessi: Alþingi setti löngu tímabæra endurskoðun stjórnarskrárinnar í heilbrigðan og viðeigandi farveg 2009 með því að fela þjóðkjörnu og þingskipuðu stjórnlagaráði að vinna verkið 2011 og leggja afraksturinn í dóm kjósenda 2012. Allt gekk þetta eins og í sögu, tveir þriðju hlutar kjósenda lýstu sig fylgjandi því frumvarpi sem stjórnlagaráð hafði samið með víðtæku samtali við fólkið í landinu og samþykkt einum rómi nema þá snerist Alþingi gegn sjálfu sér og þá um leið gegn kjósendum, að því er virðist til að þóknast þröngum sérhagsmunum.

Eins og Alþingi viðurkenndi í reynd 2009 nýtur það sjónarmið almennrar viðurkenningar í lýðræðisríkjum að löggjafarþing eigi hvorki að semja né fullgilda stjórnarskrá þar eð þá er hætt við að þingið freistist til að þjóna sjálfu sér á kostnað fólksins. Viðsnúningur Alþingis í stjórnarskrármálinu frá 2013 til þessa dags er bein ögrun við lýðræðið í landinu.

Þrjár fyrri tillögur formanna stjórnmálaflokkanna um auðlindir, umhverfisvernd og íslenzku sem ríkistungu eru auvirðileg spellvirki eins og margar niðursallandi umsagnir um tillögurnar hér í samráðsgátt stjórnarráðsins lýsa vel frá ýmsum hliðum. Þessum tillögum er bersýnilega ætlað að vanvirða fullbúið frumvarp stjórnlagaráðs og Alþingis frá 2011-2013 sem 67% kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem Alþingi hélt um frumvarpið 20. október 2012. Þessum tillögum er greinilega ætlað að koma í veg fyrir að vilji þjóðarinnar nái fram að ganga varðandi auðlindir í þjóðareigu (sem 83% kjósenda lýstu sig fylgjandi) og jafnt vægi atkvæða (sem 67% kjósenda lýstu sig fylgjandi) auk annarra réttarbóta skv. frumvarpinu.

Fjórða tillagan sem liggur nú fyrir og fjallar um forseta Íslands, ríkisstjórn, verkefni framkvæmdarvalds o.fl. afhjúpar þennan óheiðvirða tilgang enn frekar eins og sést t.d. á því að tillagan snýst m.a. um að lengja kjörtímabil forseta Íslands í sex ár. Þessi tillaga sem engum hefur áður dottið í huga að tefla fram í alvöru miðar ljóslega að því að dreifa athygli frá því sem mestu skiptir í nýrri stjórnarskrá, auðlindum í þjóðareigu og jöfnu vægi atkvæða.

Þessi framganga alþingismanna og annarra jaðrar við landráð í skilningi laga eins og dr. Guðrún Pétursdóttir formaður stjórnlaganefndar á vegum Alþingis 2010-2011 lýsti á útifundi á Austurvelli 5. apríl 2014. Enda segir um landráð í X. kafla hegningarlaga: „Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með … svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð … skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.“

Á þetta ákvæði hefur aldrei reynt fyrir dómstólum. Ákvæðið er barn síns tíma, ættað frá miðri 19. öld þegar þjóðríki voru að hasla sér völl fyrir tíma alþjóðasamstarfs og efnahagsbandalaga nútímans. Í lýðræðisríki á 21. öld væri nær að túlka orðin „ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð“ svo fyrir rétti að þau merki „ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend eða önnur óréttmæt yfirráð“ eða „leysa íslenska ríkið eða hluta þess undan yfirráðum kjósenda“ til að undirstrika að ytra öryggi ríkisins skv. X. kafla hegningarlaga og innra öryggi ríkisins skv. XI. kafla sömu laga þurfa að haldast í hendur. Einu má gilda hvort svikin varða erlend eða innlend yfirráð enda eru stórfyrirtæki nútímans mörg fjölþjóðleg. Á því er enginn eðlismunur hvort ríkið eða hluti þess er ráðinn undir erlend yfirráð eða undir yfirráð innlendra sérhagsmuna. Söm eru svikin. Landráð eru refsiverð að lögum ekki vegna þjóðernis þeirra sem eru fengin óréttmæt yfirráð heldur vegna óréttmætis yfirráðanna óháð þjóðerni.

Í XI. kafla hegningarlaga um brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess til að tryggja innra öryggi ríkisins segir svo: „Hver, sem leitast við að aftra því, að fram fari kjör forseta, að kosningar fari fram til Alþingis, bæjar- eða sveitarstjórna eða annarra opinberra starfa, svo og hver, sem rangfærir eða ónýtir niðurstöðu slíkrar kosningar, skal sæta fangelsi allt að 4 árum. – Sömu refsingu varðar það, ef verknaður, slíkur sem að ofan greinir, beinist að lögheimiluðum atkvæðagreiðslum um opinber málefni.“ Skv. orðanna hljóðan falla þjóðaratkvæðagreiðslur undir þennan texta (og einnig kosningin til stjórnlagaþings 2010). Af lagatextanum má ráða að það sé refsivert að ónýta slíkar atkvæðagreiðslur eða fara ekki eftir niðurstöðu þeirra. Og þá vaknar spurningin um hvort Alþingi sé stætt á að vanvirða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu á þeim grundvelli að hún hafi verið aðeins ráðgefandi fyrir þingið en ekki skuldbindandi. Það er álitamál. Ljóst er að ætlan Alþingis 2009-2010 var að þjóðkjörið stjórnlagaþing án atbeina alþingismanna endurskoðaði stjórnarskrána líkt og gert var t.d. í Bandaríkjunum 1787-1789.

Varðandi bæði X. og XI. kafla hegningarlaga um brot gegn ytra og innra öryggi ríkisins kann lögjöfnun að eiga við þangað til lögin hafa verið færð í nútímalegra horf til samræmis við sanngjarna túlkun á vilja löggjafans á þeim tíma sem lögin voru sett. Vilji löggjafans í báðum köflum stóð greinilega til að girða fyrir svik til að ráða íslenzka ríkið undir óréttmæt yfirráð, hvort heldur erlend eða innlend.

Dr. Davíð Þór Björgvinsson varaforseti Landsréttar skilgreinir lögjöfnun svo:

„Lögjöfnun ... er fólgin í því að beita settri lagareglu með ákveðnum hætti. Lagareglu er þá beitt um ólögákveðið tilfelli sem samsvarar efnislega til þeirra sem rúmast innan lagareglunnar. Með lögjöfnun er lagaregla í reynd látin ná yfir tilvik sem strangt til tekið á ekki undir hana.“ (Sjá bók hans Lögskýringar, JPV, 2008).

Lögjöfnun kann að koma til álita þegar gömul lög svara ekki lengur kalli og kröfum tímans. Þá er eðlilegt að spurt sé: Þarf ekki efnisleg túlkun laga að endurspegla ætlaðan vilja löggjafans þegar lögin voru sett? Dómara og aðra kann að greina á um þetta atriði líkt og mörg önnur svo sem eðlilegt er. Sumir líta svo á að lög og stjórnarskrár séu dauð skjöl líkt og þau séu greypt í stein. Þessi skoðun er á undanhaldi. Flestir stjórnlagafræðingar nú á dögum líta heldur svo á að dauð og stirðnuð lög og stjórnarskrá séu eins og liðamótalaus skrokkur sem brotnar ef hann getur ekki bognað. Lögin og stjórnarskráin þurfa að vera lifandi og liðug til að brúa bil kynslóðanna. Þessi skoðun er ættuð frá Thomas Jefferson, einum helzta höfundi bandarísku stjórnarskrárinnar, og undir hana tók m.a. Oliver Wendell Holmes, einn virtasti hæstaréttardómari Bandaríkjanna fyrr og síðar.

Alþingi býst nú til þess með framferði sínu að knýja fram þá stöðu að íslenzkir eða erlendir dómstólar eftir atvikum þurfi að fjalla um hvort einhverjir kunni að hafa gert sig seka um brot gegn öryggi ríkisins. Með lögjöfnun mætti hugsanlega leggja að jöfnu svik auðlinda í þjóðareigu undir erlend yfirráð og undir yfirráð fyrirtækja sem vitað er að greitt hafa innlendum stjórnmálaflokkum fjallháa fjárstyrki og jafnframt hafa orðið uppvís um ólöglegar greiðslur til afrískra stjórnmálamanna og annarra, greiðslur sem hafa leitt til margra mánaða gæzluvarðhalds, réttarhalda og líklegra sektardóma yfir þeim í Namibíu.

Skilyrði lögjöfnunar í refsirétti eru að sönnu ströng, en þau meintu brot sem rakin hafa verið að framan eru alvarleg þar eð þau varða algild mannréttindi og eiga því erindi við erlenda dómstóla skyldu innlendir dómstólar ekki teljast duga. Auðlindahlið stjórnarskrármálsins er mannréttindamál eins og mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna staðfesti með úrskurði sínum um mannréttindabrot af völdum fiskveiðistjórnarkerfisins 2007. Atkvæðisréttarhlið stjórnarskrármálsins er einnig mannréttindamál eins og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) hefur lýst í skýrslum sínum.

Framferði Alþingis gagnvart fólkinu í landinu varðandi nýju stjórnarskrána knýr á um að dómstólum verði falið að fjalla um þann alvarlega vanda sem Alþingi hefur kallað yfir landið. Takist ekki að leysa nýju stjórnarskrána úr gíslingu Alþingis fyrir dómstólum þurfa aðrar lýðræðislegar leiðir að settu marki að koma til skoðunar undir vígorðinu: Kannski löglegt en klárlega siðlaust.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Kristín I. Pálsdóttir
1
Blogg

Kristín I. Pálsdóttir

Rétt­læt­ið og reynsla kvenna af Varp­holti/Laugalandi

Rót­in hef­ur fylgst vel með hug­rakkri bar­áttu kvenna sem dvöldu í Varp­holti/Laugalandi og reynt að styðja þær eft­ir föng­um. Mánu­dag­inn 14. nóv­em­ber stóð­um við að um­ræðu­kvöld með þeim þar sem þær Gígja Skúla­dótt­ir og Ír­is Ósk Frið­riks­dótt­ir, sem báð­ar dvöldu á Varp­holti/Laugalandi, höfðu fram­sögu. Fund­ur­inn var tek­inn upp og er að­gengi­leg­ur hér.  Ég hélt þar er­indi sem ég hef...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Kristrún F, frels­ara­formúl­an og sam­vinn­an

                                                                      "Don't follow lea­ders                                            ...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
3
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Brú­in í Most­ar - öfg­ar og skaut­un

Hinn 9.nóv­em­ber er mjög sögu­leg­ur dag­ur, Berlín­ar­múr­inn féll þenn­an dag ár­ið 1989 og ár­ið 1799 tók Napó­león Bonapar­te völd­in í Frakklandi. Þar með hófst nýr kafli í sögu Evr­ópu. Ár­ið 1923 fram­kvæmdi svo ná­ung­inn Ad­olf Hitler sína Bjórkjall­ar­a­upp­reisn í Þýskalandi, en hún mis­heppn­að­ist. Ad­olf var dæmd­ur í fang­elsi en not­aði tím­ann þægi­lega til að skrifa Mein Kampf, Bar­átta mín. Krist­al­nótt­ina ár­ið 1938 bar einnig upp á þenn­an dag, en...

Nýtt á Stundinni

Er ríkasti maður Noregs 2022 og stærsti eigandi laxeldis á Íslandi
Fréttir

Er rík­asti mað­ur Nor­egs 2022 og stærsti eig­andi lax­eld­is á Ís­landi

Lax­eldiserf­ing­inn Gustav Magn­ar Witzøe, eig­andi Salm­ar, á rúm­lega 380 millj­arða ís­lenskra króna. Hann er efst­ur á lista yf­ir skatt­greið­end­ur í Nor­egi. Salm­ar er stærsti hags­muna­að­il­inn í lax­eldi á Ís­landi sem stærsti eig­andi Arn­ar­lax á Bíldu­dal.
Fullyrða að enginn frá Samherja hafi verið borinn sökum í Namibíu
Fréttir

Full­yrða að eng­inn frá Sam­herja hafi ver­ið bor­inn sök­um í Namib­íu

Full­yrt er í árs­reikn­ingi Sam­herja Hold­ing að eng­inn starfs­mað­ur tengd­ur fé­lag­inu hafi ver­ið bor­inn sök­um í rann­sókn­um namib­ískra yf­ir­valda á mútu­greiðsl­um þar í landi. Raun­in er að sak­sókn­ari hafi ít­rek­að yf­ir­lýs­ing­ar sín­ar um að vilja ákæra þrjá starfs­menn í sam­stæð­unni, sem fyr­ir­svars­menn namib­ískra dótt­ur­fé­laga út­gerð­ar­inn­ar og leit­að að­stoð­ar við að fá þá fram­selda.
Forstjóri Sjúkratrygginga segir upp vegna fjársveltis stofnunarinnar
Fréttir

For­stjóri Sjúkra­trygg­inga seg­ir upp vegna fjár­svelt­is stofn­un­ar­inn­ar

María Heim­is­dótt­ir hef­ur sagt upp sem for­stjóri Sjúkra­trygg­inga Ís­lands. Hún seg­ir sam­starfs­mönn­um í bréfi að hún vilji ekki vilja taka ábyrgð á van­fjár­magn­aðri stofn­un. Í um­sögn sem stofn­un­in sendi fjár­laga­nefnd seg­ir að fyr­ir­hug­að­ur nið­ur­skurð­ur muni leiða til stór­skerð­ing­ar á þjón­ustu við lands­menn.
Íran: Stórveldi í bráðum 3.000 ár
Flækjusagan

Ír­an: Stór­veldi í bráð­um 3.000 ár

Mik­il mót­mæli ganga nú yf­ir Ír­an og von­andi hef­ur hug­rökk al­þýð­an, ekki síst kon­ur, þrek til að fella hina blóði drifnu klerka­stjórn frá völd­um. Ír­an á sér langa og merki­lega sögu sem hér verð­ur rak­in og Kýrus hinn mikli hefði til dæm­is getað kennt nú­ver­andi vald­höf­um margt um góða stjórn­ar­hætti og um­burð­ar­lyndi.
Bara halda áfram!
MenningHús & Hillbilly

Bara halda áfram!

Hill­billy ræð­ir við Sig­trygg Berg Sig­mars­son lista­mann um það hvernig það að halda bara áfram skipti öllu máli. List­ina sem felst í því að elska mánu­daga og hraðskiss­urn­ar hans.
Rithöfundar eru auðlind – en hvað með ágóðann?
Menning

Rit­höf­und­ar eru auð­lind – en hvað með ágóð­ann?

Ljóst að er lands­lag­ið í út­gáfu er sí­breyti­legt og jörð­in álíka óstöð­ug fyr­ir rit­höf­unda. Eitt er þó víst og það er gildi jóla­bóka­flóðs­ins, bæði fyr­ir höf­unda og út­gef­end­ur.
,,Hérna fæ ég frið“
Fólkið í borginni

,,Hérna fæ ég frið“

Omel Svavars sæk­ir í for­dóma­leys­ið og frið­inn á barn­um Mónakó við Lauga­veg.
Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Hvenær byrjarðu að hugsa sjálfstætt?
Viðtal

Hvenær byrj­arðu að hugsa sjálf­stætt?

Natasha S. er al­in upp í Moskvu og mennt­að­ur blaða­mað­ur. Hún kom fyrst til Ís­lands fyr­ir tíu ár­um síð­an, dvaldi hér á landi um ára­bil og hélt því næst til Sví­þjóð­ar þar sem hún bjó um skeið. Hún rit­stýrði og átti verk í ljóða­safn­inu Póli­fón­ía af er­lend­um upp­runa, en ljóð­in voru eft­ir fjór­tán höf­unda af er­lend­um upp­runa, bú­setta á Ís­landi, og verk­ið þótti marka tíma­mót í ís­lensk­um bók­mennt­um. Þeg­ar stríð­ið braust út í Úkraínu byrj­aði Natasha að skrifa – á ís­lensku. Og hlaut bók­mennta­verðlun Tóm­as­ar Guð­munds­son­ar fyr­ir bók­ina Mál­taka á stríðs­tím­um.
Íslendingar eru ekki villimenn!
Menning

Ís­lend­ing­ar eru ekki villi­menn!

Jón Þorkels­son: Sýn­is­bók þess að Ís­land er ekki barbara­land held­ur land bók­mennta og menn­ing­ar Hér er kom­in — að mín­um dómi — ein skemmti­leg­asta bók­in í jóla­bóka­flóð­inu þó það verði kannski ekki endi­lega sleg­ist um hana í bóka­búð­un­um. Höf­und­ur er Jón Þorkels­son (1697-1759) sem var um tíma skóla­meist­ari í Skál­holti og síð­an sér­leg­ur að­stoð­ar­mað­ur danska bisk­ups­ins Ludvig Har­boe sem kom...
Lítil en samt stór bók eftir Nóbelsverðlaunahafa ársins
GagnrýniStaðurinn

Lít­il en samt stór bók eft­ir Nó­bels­verð­launa­hafa árs­ins

Nú má vona að Nó­bels­verð­laun­in verði til þess að fleiri framúrsk­ar­andi verk Annie Ernaux reki á fjör­ur ís­lenskra les­enda.
Fréttaritari í jólabókaflóðinu
Menning

Frétta­rit­ari í jóla­bóka­flóð­inu

Bóka­blað­ið fékk Kamillu Ein­ars­dótt­ur, rit­höf­und og bóka­vörð á Þjóð­ar­bók­hlöð­unni, til að ger­ast sér­leg­ur frétta­rit­ari í jóla­bóka­flóð­inu og fara á stúf­ana. Hún skrif­ar um hinar og þess­ar bæk­ur sem verða á vegi henn­ar og slúðr­ar um bókapartí og höf­unda.