Þessi færsla er rúmlega 4 mánaða gömul.

Nýjar tölur um farsóttina

            Það hefur gengið misvel hjá ríkjum heimsins að fást við farsóttina illu, kóvid 19. Á Íslandi hafa stjórnvöld haldið því fram frá upphafi að hér gangi einstaklega vel að fást við farsóttina og að Íslendingar séu í fremstu röð á þessu sviði sem ýmsum öðrum.  

            Augljóst er að eylönd eru frá náttúrunnar hendi betur í stakk búin til að verjast farsóttum af þessu tagi heldur en ríki sem eru staðsett á meginlöndum, jafnvel umkringt allt annars konar þjóðum með allt önnur lög og siði. Eylönd eins og Ísland eiga sérstaklega auðvelt með að stýra aðgangi fólks að landinu og beita ströngum sóttkvíum á landamærum. Eylönd sem búa við þessar aðstæður hafa þannig sum hver ýmist komið nánast alveg í veg fyrir að smit berist til landsins með mjög ströngum sóttkvíum, eða takmarkað smit mjög verulega. Aðstæður í eylöndum á borð við Ísland eru gerólíkar aðstæðum í löndum á borð við Danmörku, til dæmis, sem liggur upp við Þýskaland og í næsta nágrenni við Noreg og Svíþjóð, og hraðbrautir liggja yfir landamæri og milli landa.

            Sumum eylöndum, sér í lagi Nýja Sjálandi, hefur gengið einstaklega vel að nýta sér þessar góðu náttúrlegu aðstæður og stilla smitum og alvarlegum veikindum og andlátum vegna kóvid 19 farsóttarinnar mun betur í hóf heldur en öðrum eylöndum. Hér má sjá töflu sem ég tók saman úr tölum frá Alþjóðaheilbrigðsstofnuninni í dag, 24. janúar, um árangur í kóvidmálum hjá nokkrum eylöndum:[1]

            Taflan sýnir mikinn breytileika. Lægst smittíðni í þessum löndum er á Nýja Sjálandi, eyju með álíka mörgum íbúum og Noregur eða Danmörk, en þar hefur verið viðhöfð ströng smitgát á landamærum og fólk hefur verið skikkað í langa og stranga sóttkví þegar það hefur komið til landsins. Árangurinn er slíkur, að hefði Íslendingum tekist jafn vel upp, hefðu innan við 1100 manns smitast hér á landi af kóvid frá upphafi (293 x 3,72), og fjórir dáið úr farsóttinni (1 x 3,72). Ætla má að sama hefði gilt um fjölda sjúklinga með langt kóvid, þeir væru hér miklu miklu færri. Því miður hefur ekki gengið svona vel hjá okkur eins og allir vita.

            Íslendingar geta þó bent á sum þessara landa og sagt: „það hefur þó gengið betur hjá okkur en þeim.“ Malta er til dæmis eyja í miðju Miðjarðarhafinu, með tiltölulega sambærilegan fólksfjölda. Þar hafa því miður rúmlega fimm hundruð manns dáið úr farsóttinni og 65 þúsund manns smitast samkvæmt opinberum gögnum (ívið færri hlutfallslega en hér á landi, en kannski hafa Möltubúar ekki verið eins röskir að skima fyrir farsóttinni og við Íslendingar).

            Sláandi er að sjá hvernig gengur núna í Nýju Kaledóníu. Ég skrifaði svolítið um árangur þar sl. sumar (sjá hér)[2] og þá leit út fyrir að þar gengi álíka vel og jafnvel betur en á Nýja Sjálandi. En síðan hefur staðan versnað all verulega þar og nú hafa tæplega 15 þúsund manns verið greindir með kóvid 19, og næstum þrjú hundruð manns dáið úr sjúkdóminum í þessu afskekkta ferðamannalandi.

                                                ~         ~         ~

            Enginn veit hvernig farsóttin mun þróast á næstu vikum og mánuðum. Kannski finnst öflug lækning við kóvid 19 veikinni og kannski finnst enn öflugra bóluefni en þau sem hingað til hafa verið þróuð. Samkvæmt fréttum er til dæmis nýtt bóluefni í þróun hjá Walter Reed hersjúkrahúsinu í Bandaríkjunum[3] og það þykir lofa góðu. Finnist mjög öflugt bóluefni kemur það auðvitað að minni notum fyrir fólk sem þegar hefur smitast af farsóttinni og jafnvel farið illa úr sýkingunni, heldur en fyrir það fólk sem ekki hefur smitast, eins og til dæmis íbúa Nýja Sjálands. Þá halda margir því fram núna, að ómikron afbrigðið valdi nýjum sjúkdómi, öðrum sjúkdómi en fyrri afbrigði veirunnar. Þessi nýi sjúkdómur sé svo vægur að engar áhyggjur þurfi að hafa af heilbrigðiskerfinu hans vegna, það muni þola álagið, þrátt fyrir að sjúkdómurinn sé ákaflega smitandi. Minna fer fyrir röddum sem benda á að reynslan af ómikron afbrigðinu er ákaflega stutt, um tveir mánuðir. Þó að heilbrigðiskerfið muni þola álagið, eru tveir mánuðir augljóslega mjög skammur tími til að meta langtímaáhrif nýrra veirusjúkdóma á það fólk sem veikist.

                                               ~         ~         ~

[1] Sjá: https://covid19.who.int/ . Mannfjöldatölur fyrir löndin eru fengnar af netinu, en ekki frá þjóðskrá viðkomandi landa.

[2] Sjá greinina „Farsóttin og úthafið“ 23. ágúst 2021. Tengill: https://stundin.is/blogg/thorbergur-thorsson/farsottin-og-uthafid/.

[3] Sjá td. fréttatilkynningu frá Walter Reed hersjúkrahúsinu hér: https://www.drugdiscoverytrends.com/walter-reed-research-arms-pan-coronavirus-vaccine-could-hold-up-against-omicron/

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

Þór­ar­inn Hjart­ar­son, marx­ism­inn og Úkraínu­stríð­ið

Þór­ar­inn Hjart­ar­son svar­ar Jóni Trausta í mál­efna­leg­um en mein­göll­uð­um pistli. Vand­inn er sá að Þór­ar­inn set­ur fram æði marg­ar glanna­leg­ar stað­hæf­ing­ar án þess að geta heim­ilda eða leggja fram aðr­ar sann­an­ir fyr­ir máli sínu. Ég mun fyrst ræða kenn­ing­ar hans um geópóli­tík og Úkraínu­stríð­ið, þá um marx­isma en boð­skap­ur Þór­ar­ins er marxí­skr­ar ætt­ar. Einnig ræði ég stað­hæf­ing­ar um olíu...
AK-72
2
Blogg

AK-72

Upp­rifj­un á þings­álykt­un um banka­hrun­ið

Þann 28. sept­em­ber ár­ið 2010 var þings­álykt­un sam­þykkt. Hún inni­hélt m.a. eft­ir­far­andi orð: " Al­þingi álykt­ar að skýrsla rann­sókn­ar­nefnd­ar Al­þing­is sé vitn­is­burð­ur um þró­un ís­lensks efna­hags­lífs og sam­fé­lags und­an­geng­inna ára og tel­ur mik­il­vægt að skýrsl­an verði höfð að leið­ar­ljósi í fram­tíð­inni.     Al­þingi álykt­ar að brýnt sé að starfs­hætt­ir þings­ins verði tekn­ir til end­ur­skoð­un­ar. Mik­il­vægt sé að Al­þingi verji og styrki...
Lífsgildin
3
Blogg

Lífsgildin

Lands­lags­ljós­mynd­ir færa okk­ur feg­urð og þekk­ingu

Mynd árs­ins 2021 er birt hér með leyfi höf­und­ar Vil­helms Gunn­ars­son­ar. Ég flutti ný­lega er­indi á sýn­ing­unni Mynd­ir árs­ins 2021 í Ljós­mynda­safni Reykja­vík­ur í Tryggvagötu. Mark­mið­ið var að tengja lands­lags­ljós­mynd­ir, sið­fræði og fag­ur­fræði í leit okk­ar að þekk­ingu. Er­ind­ið fell­ur inn­an sið­fræði nátt­úr­unn­ar sem hef­ur ver­ið eitt af meg­in­þem­um ís­lenskr­ar heim­speki síð­ustu ára­tuga, en þar hef­ur ver­ið gerð til­raun...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
4
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Svarti blett­ur­inn á sögu Rúss­lands

Mánu­dag­inn 9.maí verð­ur Vla­dimír Pútín á Rauða torg­inu í Moskvu að fagna og sýna sig. Þá mun hann fagna sigr­in­um yf­ir nas­ist­um í seinni heims­styrj­öld. Hinum al­vöru nas­ist­um, Ad­olf Hitler og fé­lög­um. Sig­ur­dag­ur­inn er senni­lega einn heil­ag­asti dag­ur rúss­neskr­ar sögu, en af nógu er að taka. Dag­ur­inn er eig­in­lega risa­stór goð­sögn, þar sem ætt­ingj­ar þeirra sem féllu ganga um göt­ur Moskvu með mynd­ir af þeim, því sagt er að þeir lifi...
Stefán Snævarr
5
Blogg

Stefán Snævarr

Inn­rás­in í Ír­ak og sú í Úkraínu

Það er ým­is­legt sam­eig­in­legt með þess­um tveim­ur inn­rás­um. Báð­ar voru rétt­lætt­ar með fá­rán­leg­um lyg­um, sú í Ír­ak með lyg­inni um að Saddam ætti gjör­eyð­ing­ar­vopn, sú í Úkraínu með þvætt­ingn­um  um nas­ista í Kænu­garði. Svo virð­ist sem inn­rás­ar­að­il­ar trúi/hafi trú­að eig­in lyga­þvælu. Einnig voru báð­ar inn­rás­irn­ar einkar illa skipu­lagð­ar. Sú í Ír­ak kannski ekki hern­að­ar­lega illa skipu­lögð, gagn­stætt þeirri í Úkraínu....

Nýtt á Stundinni

Oops, I did it again...Kommar gera sömu mistökin aftur og aftur (síðari hluti)
Blogg

Stefán Snævarr

Oops, I did it again...Komm­ar gera sömu mis­tök­in aft­ur og aft­ur (síð­ari hluti)

Í þess­um síð­ari hluta beini ég sjón­um mín­um að marxí­sk­um kenn­ing­um um heimsvalda­stefnu og mann­kyns­sögu. Þær verða gagn­rýnd­ar nokk­uð harka­lega, ekki síst í þeirri mynd sem Þór­ar­inn Hjart­ar­son dreg­ur upp af þeim. Hin illa Am­er­íka og „heimsvalda­stefn­an“. Þór­ar­inn held­ur því fram að meint áróð­urs­ma­skína Banda­ríkj­anna villi mönn­um sýn í Úkraínu­mál­inu. En hon­um dett­ur ekki í hug að sanna mál sitt,...
Oops, I did it again...Kommar gera sömu mistökin aftur og aftur (fyrri hluti)
Blogg

Stefán Snævarr

Oops, I did it again...Komm­ar gera sömu mis­tök­in aft­ur og aft­ur (fyrri hluti)

Frið­mey Spjóts (Brit­ney Spe­ars) söng sem frægt er orð­ið í orðastað stelp­unn­ar sem gerði sömu mis­tök­in aft­ur og aft­ur, lék sér að hjört­um pilta. Æði marg­ir vinstrisósí­al­ist­ar eru and­leg skyld­menni stelpu­gæs­ar­inn­ar. Þeir lágu flat­ir fyr­ir al­ræð­is­herr­um og fjölda­morð­ingj­um á borð við Stalín og Maó, hlust­uðu ekki á gagn­rýni en kok­g­leyptu áróðri al­ræð­is­ins. Í landi Kreml­ar­bónd­ans, Stalíns,  væri „líb­bleg­ur lit­ur í...
Með stríðið í blóðinu
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Með stríð­ið í blóð­inu

Stríð er ekki bara sprengj­urn­ar sem falla, held­ur allt hitt sem býr áfram í lík­ama og sál þeirra sem lifa það af. Ótt­inn sem tek­ur sér ból­stað í huga fólks, skelf­ing­in og slæm­ar minn­ing­arn­ar.
Framtíð Úkraínu og staða Eystrasaltsríkjanna og Norðurlandanna í ESB og NATO
Hilmar Þór Hilmarsson
PistillÚkraínustríðið

Hilmar Þór Hilmarsson

Fram­tíð Úkraínu og staða Eystra­salts­ríkj­anna og Norð­ur­land­anna í ESB og NATO

Stríð í Úkraínu vek­ur spurn­ing­ar um stöðu lands­ins í Evr­ópu og stækk­un NATO. Fyr­ir stríð vildi Úkraína bæði í ESB og NATO, en hvor­ug stofn­un­in var til­bú­in að tíma­setja lík­lega að­ild. Nú er spurn­ing um hvað stjórn­völd í Úkraínu eru til­bú­in að semja. Of mikla eft­ir­gjöf við Rússa mætti ekki að­eins túlka sem ósig­ur Úkraínu held­ur líka ósig­ur Banda­ríkj­anna.
Enn er leynd yfir hluta kaupenda bréfa í Íslandsbanka
FréttirSalan á Íslandsbanka

Enn er leynd yf­ir hluta kaup­enda bréfa í Ís­lands­banka

Nöfn allra þeirra að­ila sem keyptu hluta­bréf í Ís­lands­banka í út­boði ís­lenska rík­is­ins á bréf­un­um í lok mars hafa ekki enn kom­ið fram. Í ein­hverj­um til­fell­um voru þeir að­il­ar sem seldu hluta­bréf­in í for­svari fyr­ir kaup­in en á bak við þau eru aðr­ir að­il­ar.
751. spurningaþraut: Fjármálastofnanir, stjórnmálaflokkar, sjúkdómur, fótboltamaður ...
Þrautir10 af öllu tagi

751. spurn­inga­þraut: Fjár­mála­stofn­an­ir, stjórn­mála­flokk­ar, sjúk­dóm­ur, fót­bolta­mað­ur ...

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir unga kon­an sem er til vinstri á mynd­inni? For­nafn dug­ar. * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hver er elsti banki lands­ins, stofn­að­ur 1885? 2.  Ár­ið 1980 gaf fyr­ir­tæk­ið Kred­it­kort út fyrsta kred­it­kort­ið á Ís­landi. Hvað nefnd­ist það kort? 3.  Ung­ur Norð­mað­ur er nú að ganga til liðs við karla­lið Manchester City í fót­bolta. Hvað heit­ir hann? 4.  Sami mað­ur­inn...
Vill að rússneski sendiherrann „andskotist héðan burtu“
Fréttir

Vill að rúss­neski sendi­herr­ann „and­skot­ist héð­an burtu“

Jers­ey, banda­rísk­ur her­mað­ur ný­kom­inn til Ís­lands frá Úkraínu, hyggst sitja fyr­ir ut­an rúss­neska sendi­ráð­ið þar til hann nær tali af sendi­herr­an­um eða lög­regl­an kem­ur og fjar­læg­ir hann. Hann hyggst snúa aft­ur til Úkraínu og berj­ast með heima­mönn­um gegn inn­rás­ar­hern­um.
Þetta er það sem Einar getur gert
Jón Trausti Reynisson
PistillBorgarstjórnarkosningar 2022

Jón Trausti Reynisson

Þetta er það sem Ein­ar get­ur gert

Skyn­sam­leg nið­ur­staða meiri­hluta­við­ræðna virð­ist liggja í aug­um uppi.
Pálminn úr höndum Framsóknar?
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Pálm­inn úr hönd­um Fram­sókn­ar?

Eft­ir ákvörð­um Vinstri grænna um að sitja í minni­hluta á kom­andi kjör­tíma­bili og úti­lok­un Pírata á Sjálf­stæð­is­flokkn­um og Sósí­al­ista á sam­starfi við hann og Við­reisn, er lít­ið ann­að í stöð­unni en meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Við­reisn­ar og Fram­sókn­ar.
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
Fréttir

Val­mögu­leik­um Ein­ars fækk­aði í morg­un

Það sem eft­ir stend­ur af gamla meiri­hlut­an­um í Reykja­vík ætl­ar að fylgj­ast að í þeim við­ræð­um sem framund­an eru. Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, ætl­ar að hitta Dag B. Eggerts­son, odd­vita Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í dag. Svo virð­ist sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé úr leik í bili.
Einungis Íslandsbanki svarar hvort lánað hafi verið í einkavæðingu bankans
FréttirSalan á Íslandsbanka

Ein­ung­is Ís­lands­banki svar­ar hvort lán­að hafi ver­ið í einka­væð­ingu bank­ans

Eitt af því sem er til rann­sókn­ar hjá fjár­mála­eft­ir­liti Seðla­banka Ís­lands eru mögu­leg­ar lán­veit­ing­ar frá sölu­að­il­um hluta­bréf­anna í Ís­lands­banka til kaup­end­anna. Ein­ung­is einn af ís­lensku sölu­að­il­un­um fimm svar­ar því til að hann hafi mögu­lega veitt lán fyr­ir hluta­bréf­un­um. For­stjóri Banka­sýsl­unn­ar, Jón Gunn­ar Jóns­son, hef­ur sagt að í ein­hverj­um til­fell­um hafi ver­ið lán­að.
750. spurningaþraut: Hér eru 12 spurningar um Stalín og félaga
Þrautir10 af öllu tagi

750. spurn­inga­þraut: Hér eru 12 spurn­ing­ar um Stalín og fé­laga

Hér snú­ast all­ar spurn­ing­ar um Stalín eða eitt­hvað sem hon­um til­heyr­ir. Fyrri auka­spurn­ing: Í sjón­varps­seríu frá 1994 fór víð­fræg­ur bresk­ur leik­ari með hlut­verk Stalíns. Hann má sjá hér að of­an. Hver er leik­ar­inn? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Í hvaða landi, sem þá var hluti rúss­neska keis­ara­veld­is­ins, fædd­ist Stalín? 2.  Stalín var af óbreyttu al­þýðu­fólki. Fað­ir hans starf­aði við ... hvað? 3. ...