Þorbergur Þórsson

Þorbergur Þórsson

Þorbergur Þórsson fæddist árið 1961 í Reykjavík. Hann er menntaður í heimspeki og hagfræði. Hann hefur m.a. starfað í stjórnsýslunni og við háskólakennslu og þýðingar. Hann hefur m.a. þýtt bækur eftir Adam Smith, Ludwig Wittgenstein og Raymond Chandler. Fyrsta frumsamda prósaverk hans, nóvellan Kvöldverðarboðið, kom út haustið 2019. Hann hefur einnig eigið vefsetur, thorbergur.com / þorbergur.is.

Göll­uð fram­kvæmd kosn­inga hafði áhrif á úr­slit­in

            Í 120. gr. kosn­ingalaga seg­ir m.a.: „Ef þeir gall­ar eru á fram­boði eða kosn­ingu þing­manns sem ætla má að hafi haft áhrif á úr­slit kosn­ing­ar­inn­ar úr­skurð­ar Al­þingi kosn­ingu hans ógilda og einnig án þess ef þing­mað­ur­inn sjálf­ur, um­boðs­menn hans eða með­mæl­end­ur hafa vís­vit­andi átt sök á mis­fell­un­um, enda séu þær veru­leg­ar.“             Til þessa ákvæð­is vitn­aði Birg­ir Ár­manns­son, formað­ur...

Kosn­ing­ar og rétt­læti

            Marg­vís­leg álita­mál hafa vakn­að í kjöl­far lög­lausr­ar at­kvæða­taln­ing­ar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.             Stofn­an­ir rík­is­ins þurfa að starfa sam­kvæmt lög­um. Sú krafa er sjálf­sögð í rétt­ar­ríki eins og Ís­land hef­ur tal­ið sig vera. Við­bót­ar­skil­yrði er að stofn­an­ir rík­is­ins og sam­fé­lags­ins þurfa að vera rétt­lát­ar. En við ger­um jafn­vel meiri kröf­ur til Al­þing­is, sjálfr­ar lög­gjaf­ar­sam­kom­unn­ar, en til annarra stofn­ana...

Kosn­ingakæra

Kosn­ingakæra Kær­andi:          Þor­berg­ur Þórs­son, kt. xxxxxx–xxxx, kjós­andi í Reykja­vík suð­ur. Mót­tak­end­ur:   Al­þingi skv. 46. gr. stjórn­ar­skrár nr. 33/1944 og 120. gr. laga um kosn­ing­ar til Al­þing­is nr. 24/2000  og Dóms­mála­ráðu­neyt­ið skv. 118. gr. laga um kosn­ing­ar til Al­þing­is nr. 24/2000. Kær­andi krefst þess að þing­kosn­ing­ar sem fram fóru í Norð­vest­ur­kjör­dæmi þann 25. sept­em­ber 2021 verði úr­skurð­að­ar ógild­ar....
Vilji kjósenda náði ekki fram að ganga í kosningunum

Vilji kjós­enda náði ekki fram að ganga í kosn­ing­un­um

            Því heyr­ist oft fleygt þessa dag­ana, að að­al­at­rið­ið um kosn­ing­ar sé að vilji kjós­enda nái fram að ganga. Oft er því svo bætt við að ein­mitt það hafi nú gerst í kosn­ing­un­um nú á dög­un­um. Það er al­veg rétt, að það er að­al­at­riði að vilji kjós­enda nái fram að ganga. En hin stað­hæf­ing­in, sem svo oft fylg­ir, að þetta...

Úr­slit Al­þing­is­kosn­inga á land­inu öllu breytt­ust í Borg­ar­nesi.

Eng­inn veit hvernig þeirri at­burða­rás sem hófst með uppá­kom­unni í Borg­ar­nesi þann 26. sept­em­ber sl. muni ljúka. Óform­leg þing­nefnd er önn­um kaf­in við að finna út úr því hvernig unnt sé að leysa hnút­inn sem þar varð til.             Í stuttu máli má segja að það sem al­mennt er vit­að um at­burða­rás­ina og hnút­inn sem þar mynd­að­ist sé eitt­hvað á...

Fyrst vit­laus og svo ógild taln­ing

            Við taln­ingu at­kvæða í Norð­vest­ur­kjör­dæmi átti sér stað uppá­koma sem hafði áhrif á nið­ur­stöðu Al­þing­is­kosn­inga sem fram fóru í land­inu fyr­ir viku síð­an, laug­ar­dag­inn 26. sept­em­ber sl. All­ar kjör­nefnd­ir kynntu nið­ur­stöð­ur sín­ar um kosn­ing­a­nótt­ina og um morg­un­inn lágu úr­slit kosn­ing­anna fyr­ir, líka úr­slit­in í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Eft­ir að sú nið­ur­staða hafði ver­ið kynnt, lá fyr­ir hverj­ir höfðu ver­ið kosn­ir á...

Nið­ur­stöð­ur kosn­ing­anna breytt­ust á taln­ing­ar­stað

Fram­kvæmd taln­ing­ar breytti nið­ur­stöðu kosn­ing­anna sem haldn­ar voru um síð­ast­liðna helgi.  Þeg­ar taln­ing hafði far­ið fram í Norð­vest­ur­kjör­dæmi og vilji kjós­enda í kjör­dæm­inu var kom­inn í ljós  - var þess­um nið­ur­stöð­um breytt. Þetta gerð­ist þannig að formað­ur lands­kjör­stjórn­ar hringdi í formann kjör­stjórn­ar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi eft­ir að nið­ur­stöð­ur taln­ing­ar höfðu ver­ið kynnt­ar al­þjóð og fór „óform­lega“ fram á að at­kvæð­in sem...

Ónýt inn­sigli og end­urtaln­ing at­kvæða

            Nú um helg­ina gengu lands­menn til kosn­inga til þess að kjósa 63 þing­menn til Al­þing­is. Þetta er að­ferð­in sem við not­um til að velja þá sem gegna skulu mik­il­væg­ustu störf­un­um við stjórn lands­ins: við velj­um þing­menn­ina til­tölu­lega beint í kosn­ing­um, en þing­menn­irn­ir skipa svo fólk til að stýra fram­kvæmda­vald­inu. Með óbeinni hætti hafa kosn­ing­arn­ar...

Far­sótt­in og út­haf­ið

            Ég lenti á löngu spjalli við gaml­an vin í gær­kvöldi. Við töl­uð­um sam­an í síma eins og fólk ger­ir á þess­um kóvid tím­um, hann á líka heima úti á landi. Tal­ið barst að far­sótt­inni og við­brögð­um Ís­lend­inga við henni. Vin­ur minn sagði að Ís­lend­ing­ar hefðu nú stað­ið sig vel. Ég tók eitt­hvað frek­ar dræmt und­ir það. Vissu­lega hefðu Ís­lend­ing­ar...
Sýning Steingríms Eyfjörðs í Listasafni Reykjanesbæjar

Sýn­ing Stein­gríms Eyfjörðs í Lista­safni Reykja­nes­bæj­ar

Í gær gerði ég loks­ins verk úr því að skreppa til Kefla­vík­ur til að skoða sýn­ingu Stein­gríms Eyfjörðs í Lista­safni Reykja­nes­bæj­ar. Stein­grím­ur er gam­all vin­ur minn og hún Helga Þórs­dótt­ir sem þar stýr­ir lista­safn­inu er göm­ul og góð vin­kona. Það hefði því ekki far­ið vel á að skrópa. Sýn­ing­in reynd­ist, eins og ég átti von á, mjög fín. Og það...

„Alla­vega að koma í veg fyr­ir að við sjálf smit­umst.“

            Nú er haf­in fjórða bylgja covid 19 far­sótt­ar­inn­ar miklu, sem fyrst varð vart hér á landi þann 28. fe­brú­ar í fyrra. Sagt er að nýtt af­brigði veirunn­ar, sem bólu­setn­ing­ar virka ekki mjög vel gegn, svo­nefnt Delta af­brigði, sé það af­brigði sem smit­ar tugi manns dag­lega þessa dag­ana. Veir­an berst um landa­mær­in, en grein­ist nú úti um allt land í...

Bólu­setn­ing­ar­dag­ur­inn

           Í dag rann upp sá lang­þráði dag­ur að ég fékk bólu­setn­ingu. Ég fékk boð­un nú fyr­ir helgi, með strika­merki, tíma­setn­ingu og leið­bein­ing­um. Ég átti að mæta kl. hálf fjög­ur í dag og koma um inn­gang A í Laug­ar­dals­höll­inni og fá þar bólu­efni frá Pfizer lyfja­fyr­ir­tæk­inu. Ég var mætt­ur tím­an­lega því að ég bjóst við að...

Að­gangs­miði að heil­brigðu og líf­legu sam­fé­lagi

Nú þarf að breyta sótt­varn­ar­lög­um hið bráð­asta. Herða á sótt­vörn­um á landa­mær­um lands­ins. Þeg­ar sótt­varn­ir á landa­mær­um hafa ver­ið hert­ar og all­ir sem hing­að koma þurfa að dvelja nógu lengi á sótt­kví­ar­hót­el­um til þess að smit­hætta verði hverf­andi, kemst líf­ið í land­inu í eðli­legt horf. Vissu­lega með færra ferða­fólki. En dvöl í fá­eina daga á til­breyt­ing­ar­litlu hót­el­her­bergi verð­ur þá að­gangs­miði...

Ís­land bor­ið sam­an við fá­ein önn­ur eyríki

            Um dag­inn hélt ég því fram í pósti hér á Stund­inni, að það væri auð­veld­ara fyr­ir eyríki að verja sig fyr­ir far­sótt­um eins og þeirri sem nú leik­ur laus­um hala í ver­öld­inni held­ur en fyr­ir ríki sem eru stað­sett á meg­in­lönd­um. Til­efni þeirr­ar um­fjöll­un­ar var að Ís­lend­ing­ar virð­ast telja ár­ang­ur sinn í sótt­varn­ar­mál­um vera al­veg ein­stak­an á heimsvísu. Slíkt...

Í sum­um ná­granna­lönd­un­um hafa sótt­varn­ir geng­ið bet­ur en á Ís­landi

            Und­an­far­ið ár hef­ur kóvidfar­sótt­in lagst yf­ir heims­byggð­ina. Það þarf ekki að koma nein­um á óvart, sem þekk­ir til á Ís­landi, að lands­menn hafa drjúg­an hluta af þess­um tíma tal­ið sig skara fram úr öðr­um þjóð­um í sótt­vörn­um.             En talna­gögn styðja ekki þessa al­mennu skoð­un lands­manna. Næstu ná­granna­þjóð­ir okk­ar eru Fær­ey­ing­ar og Græn­lend­ing­ar. Þess­ar...
Forseti stórveldis neitar að viðurkenna úrslit kosninga

For­seti stór­veld­is neit­ar að við­ur­kenna úr­slit kosn­inga

Marg­ir hafa velt því fyr­ir sér, af hverju Banda­ríkja­for­seti gangi svo langt í lyga­áróðri þessa dag­ana og af hverju hann geti ekki við­ur­kennt að hafa tap­að í kosn­ing­un­um. Af hverju hann grafi enn und­an ný­kjörn­um vænt­an­leg­um for­seta rík­is­ins og standi enn í klækj­a­brögð­um til að ræna völd­un­um, löngu eft­ir að út­séð er, að hann hafi tap­að í kosn­ing­un­um og geti...