Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka
Þorbergur Þórsson
Þorbergur Þórsson fæddist árið 1961 í Reykjavík. Hann er menntaður í heimspeki og hagfræði. Hann hefur m.a. starfað í stjórnsýslunni og við kennslu. Hann hefur einnig fengist við þýðingar og ritstörf og þýtt bæði fræðirit og skáldsögur. Auk þess hefur hann fengist við skáldskap og myndlist á síðustu árum.

Styðjum Bíó Paradís!

Margvísleg menningarstarfsemi fer fram í Reykjavík. Margt af því sem fær svolítinn hljómgrunn í þeirri litlu og fallegu borg fær kannski lítinn sem engan hljómgrunn annars staðar á okkar fámenna og strjálbýla landi. Af því má sjá hve menningarlífið í Reykjavík er mikilvægt fyrir landið allt. Eitt af því sem gerir Reykjavík jafn eftirsóknarverða til búsetu og um leið svo...

Forsetinn og síðasta orðið

Í tveimur fyrri pistlum hef ég lýst svolítið stöðu forsetans í stjórnskipan landsins. Þar kom fram að embætti forsetans er sjálfstætt og hefur sterka stöðu og að forsetinn hefur gott svigrúm til að beita sér fyrir málefnum sem hann vill leggja lið. Í stjórnarskránni er fjallað um löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Og forsetavald líka. En þar er ekkert minnst á...

Forsetinn og áhrifavald hans

Forseti Íslands hefur stöðu sem minnir á konunga eða drottningar á Norðurlöndum. Vissulega er sá munur á að forsetinn hefur í seinni tíð þurft að endurnýja umboð sitt í kosningum öðru hvoru. Á móti kemur að þjóðin hefur ávallt endurnýjað umboð forsetans í kosningum til þessa. Þýðingu forsetaembættisins má ráða af því að þegar forseti Íslands bregður sér til útlanda...

Forsetinn og konungsríkið

Á næstu dögum þurfa Íslendingar að kjósa sér nýjan forseta. Það varð mér tilefni til að taka saman fáeina minnispunkta um forsetaembættið. Rétt er að taka fram hér í upphafi að ég er leikmaður á sviði lögfræði og stjórnmálafræða. Í þessari grein er fjallað aðeins um stöðu forsetans í stjórnskipun Íslands. * * * Embætti forseta Íslands er mikilvægt embætti...

Fáein orð um Shakespeare og þýðingar í tilefni af 400 ára ártíð hans

Í dag eru liðin fjögur hundruð ár frá því að skáldið William Shakespeare dó. Hann dó þann 23 apríl árið 1616, aðeins 52 ára að aldri. Þá hafði hann lengi verið fremsta leikskáld í Bretlandi. Hann var leikari líka. Leikflokkur Shakespeares lék reglulega fyrir Elísabetu drottningu og seinna fyrir Jakob I konung. Það fór samt ekki svo hátt þegar Shakespeare...

Kjósum strax í vor

Nú á fyrsta starfsdegi nýrrar ríkisstjórnar er rétt að rökstyðja þá kröfu, að boðað verði strax til kosninga. Hér eru færð fram einföld rök fyrir þessu. Nú er búið að afhjúpa forvígismenn þessarar nýju ríkisstjórnar og þeirrar gömlu meðal annars með lævíslegum brögðum íslenskra og sænskra sjónvarpsmanna. Þessir stjórnmálamenn standa því höllum fæti. Það hefur verið sagt frá því úti...

Gömul hús og dúfur í miðbænum

Nú er verið að rífa hús við Tryggvagötu 14. Þetta var laglegt gamalt hús. Síðustu árin hefði samt líklega mátt sinna viðhaldi þess betur. Það var líka svolítið þröngt um það þar sem það stóð við götuna og sneri gaflinum út að höfn. Á tímabili var rekin veitingastofa í húsinu þar sem hægt var að fá sér að borða ódýran...

Ritskoðun listaverka

Um daginn las ég orðaskipti erlendra rithöfunda um hvort rétt sé að ritskoða bókmenntir og listir og hreinsa burt niðrandi orð sem til dæmis bera með sér kynþáttafordóma. Orðaskiptin áttu sér stað á vefmiðli Guardian dagblaðsins í desember síðastliðnum, undir fyrirsögn sem spurði hvort eðlilegt væri að ritskoða listaverk og bækur með hliðsjón af tíðarandanum. Spurningin hljóðaði svo: “Should we...

Shakespeare á íslensku

Ég kom við í Kolaportinu um helgina. Ég var þar á ferð með vini mínum sem ætlaði að kaupa gamlar bækur. Á meðan hann spjallaði við bóksalann leit ég í bókaskápana. Þar rak ég augun í heildarútgáfu af þýðingum Helga Hálfdanarsonar á leikritum Shakespeares. Ég leitaði talsvert að þessari útgáfu fyrir fáeinum árum og frétti að lokum af góðum manni...

Trúnaðarstörf fyrir almenning

Það er áreiðanlega erfitt starf að vera alvöru stjórnmálamaður. Ábyrgðin er mikil og segja má að sviðið sé stórt. Sviðið er á vissan hátt samfélagið í heild sinni, landið og miðin. Stjórnmálin snerta flest. Ef til vill er almenningur ekki nógu duglegur að fylgjast með stjórnmálum og ræða þau og taka þátt. En ef til vill er bara of mikið...

Fuglar himinsins í Bíó Paradís

Fuglar himinsins eru indælasti félagsskapur sem menn hafa hér á jörðinni. Þeir eru frjálsari en önnur dýr og geta flogið um loftin blá, hvert sem þá lystir, hvenær sem er. Svo tylla þeir sér niður á trjágrein eða stein, skima í kringum sig, flögra svo burt við minnstu þrusk. Eða lenda augnablik við lítinn læk, og fá sér að drekka,...

Fallegasta bók í heimi

Í þessum pistli ætla ég aðeins frá hremmingum félaga minna og líka frá fallegri bók. Tveir gamlir félagar mínir í Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur lentu í skrítinni uppákomu nú á vordögum. Tillaga um að reka þá úr þessu gamla og tiltölulega óformlega félagi var lögð fyrir á aðalfundi félagsins, fyrirvaralaust. Hún var meira að segja nafnlaus til að byrja með. Og tillagan...

Selkópur og ljón og menn

Dýravernd hefur verið mér svolítið hugleikin undanfarna daga. Það kom ljót saga í fréttirnar nú á dögunum um bandarískan efnamann sem tókst með brögðum, miklum tilkostnaði og fyrirhöfn að bana afrísku ljóni. Ljónið var vinsælt hjá ferðamönnum og var kallað Cecil. Efnamaðurinn, sem mun vera tannlæknir, fékk heimamenn til að lokka ljónið úr griðlandi sínu og skaut það svo á...

Vélar og menn

Um daginn tók ég upp á því að fá blogg-horn hér á Stundinni. Svo áttaði ég mig á því að ég hafði ekki hugsað það mjög vel hvernig bloggið mitt ætti að vera. Þess vegna tafðist svolítið að segja frá þeirri frétt sem ýtti mér af stað til að blogga. Nú ætla ég að bæta úr því. Fyrir fáeinum vikum,...

Fyrsta bloggið á Stundinni

Þetta er fyrsta bloggið mitt á Stundinni. Það má því spyrja: hvað gengur höfundi til? Ég hef lítið gert af því að blogga til þessa. Ég bjó til lítið blogg fyrir fáeinum árum, þegar ég bauð mig fram til Stjórnlagaþings ásamt rúmlega fimmhundruð öðrum frambjóðendum. Ég hætti svo að blogga eftir að úrslit lágu fyrir. Ég hef líka stöku sinnum...