Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Frelsið, nefið og veiran

Hefur ríkið siðferðilegan rétt til að takmarka frelsi borgaranna til að koma í veg fyrir drepsóttir? Einhver kann að segja að   mikil hætta sé   á að óprúttnir stjórnmálamenn noti slíkar takmarkanir sem stökkpall til að gera ríkið almáttugt og kála frelsinu. 

Eða er slík takmörkun nauðsynleg til að hindra þá frelsissviptingu sem drepsóttin getur valdið? Hugsum okkur að   hlutverk ríkisins sé  m.a. það að vernda líf manna og að við lítum á frelsi til að lifa sem æðst frelsisgæða, þá  er  rétt að takmarka annað frelsi, t.d. ferðafrelsi, til að vernda „líffrelsið“.  

Velferð og frelsi

Sé svo þá er opinber heilsugæsla að öllu jöfnu réttlætanleg, hlutverk hennar er m.a. að vernda líf manna og vernda þá gegn þeirri frelsissviptingu sem alvarlegir sjúkdómar eru. Sé rétt að ríkið eigi að vernda borgaranna gegn innrásum þá má fullt eins segja að það eigi að vernda þá gegn innrás sýkla og veira.

Af þessu má draga þá ályktun að velferðarríkið hafi ekki frelsissviptingu í för með sér, gagnstætt því sem frjálshyggjumenn telja. Eða að minnsta kosti ekki eins mikla og þeir halda.

En við skulum ekki ræða þau mál frekar hér, ég varði þá skoðun að velferðaríkið væri ekki frelsinu skeinuhætt í bók minni Kredda í kreppu og vísa til hennar.

Oft er sagt að frelsi megi aðeins takmarka til að vernda frelsi, t.d. verði að takmarka frelsi manna til að taka völdin með vopn í hönd þar eð slíkt og þvílíkt muni ganga að frelsinu dauðu.

Vandinn er sá að frelsismat er gildismat. Ekki er hægt að réttlæta frelsissviptingu til að koma í veg fyrir drepsótt nema menn telji líffrelsi mikilvægara en ferðafrelsi.

Charles Taylor

 Kanadíski  heimspekingurinn Charles Taylor leggur ríka áherslu á þátt gildismats í frelsispælingum. Rangt sé að líta á frelsi eingöngu sem frelsi frá ytri tálmunum eins og frjálshyggjumenn haldi. Í reynd sé til óendanlegur fjöldi slíkra tálmana.

Sú staðreynd að lítið er um umferðartakmarkanir í Norður-Kóreu (vegna bílfæðar) kann að þýða að færri athafnir séu hindraðar þar en á Vesturlöndum. En vestrænir menn telji  tjáningarfrelsi og annað slíkt mikilvægara en frelsi til að ganga óhindrað yfir götur, þess vegna telji þeir Vesturlönd frjálsari en Norður-Kóreu. Og hafi  góða og gilda ástæðu til þess, segir Taylor, þeirra gildismat sé  ágætlega ígrundað.

Kannski er rétt að meta frelsi manna frá drepsóttum meir en ferðafrelsi.

Taylor segir að frelsi sé ekki bara ytra frelsi frá tálmunum  heldur líka innra frelsi, þ.e. sálrænt frelsi. Óskynsamleg hræðsla getur til dæmis komið i veg fyrir að við förum inn á þá starfsbraut sem við helst vildum fara.

Athugið að hafi Taylor á réttu að standa þá er ekki sérlega frjótt að telja frelsi  nokkuð  sem takmarkist við nefbrodd manna. Frelsi sé ekki síst að finna á bak við nefið, í huganum. Það  sé matsatriði hvað teljist mikilsvert eða einskisvert frelsi.

Philip Pettit

 Annar snjall heimspekingur, Írinn Philip Pettit, segir að frelsi sé ekki bara frelsi frá óumbeðnum afskiptum, gagnstætt boðskap frjálshyggjunnar.  Hann talar um “frelsi sem forræðisleysu” (e. liberty as non-domination).

Menn geti lifað lífi sínu óáreittir (án óumbeðna afskipta)  en samt verið upp á náð annarra manna komnir. Þeir síðastnefndu gætu hafa látið geðþótta sinn ráða er þeir afréðu að láta mennina í friði.  En þessir menn séu ekki raunverulega frjálsir því afskiptaleysið sem þeir búa við sé skilyrt (e. contingent), tilviljunum undirorpið. Það vildi einfaldlega svo til að ákveðnir einstaklingar ákváðu að láta þá í friði. Þeir lúti forræði þessara einstaklinga, þeir séu upp á náð þeirra komnir og frelsi þeirra sé því takmarkað.

Þetta þýðir m.a. að menn geti ekki verið frjálsir í einræðisríki. Þótt einræðisherrann leyfi þegnum sínum allra náðarsamlegast að valsa frjálsir um þá lúta þeir eftir sem áður forræði hans. Gagnstætt þessu hafa frjálshyggjumenn sagt að sá möguleiki sé fyrir hendi að menn séu frjálsari í einræðis- en í lýðræðisríki.

 Að raða (e. rank)

„Hún Ranka var rausnarkerling…“ ég hef  sagt í fyrri færslu að oft sé  skynsamlegra  að raða  stjórnmálaskoðunum en að trúa þeim.  Ég nefndi að heimspekingurinn Robert Nozick hefði talið rétt að raða heimspekiskoðunum fremur en að trúa þeim.

Enda hefðu heimspekingar átt í mesta basli með að ráða gátur sínar, höndla heimspekilegan sannleika. Vel athugað hjá Nozick, ég kýs að raða kenningum um frelsi fremur en trúa einhverri þeirra.

Ég raða gildismatskenningu Taylors mjög hátt en er ögn efins um ágæti kenninga hans um innra frelsi (Kristján Kristjánsson hefur gagnrýnt hana af all mikilli hind enda raða ég hans frelsiskenningum æði hátt).

Pettit er mér meira að skapi, ég raða hans kenningum ögn hærra. Frelsiskenningum frjálshyggjunnar raða ég bara miðlungi hátt.

Lokaorð

 Við höfum séð að engin goðgá er í því að takmarka frelsi manna á mörgum sviðum til að vernda þá gegn frelsissviptingu drepsóttarinnar. En allur er varinn góður, koma verður í veg fyrir að frelsisvipting kórónatímans festist í sessi.

Alltént er varla nein  frelsissvipting af opinberri heilsugæslu, a.m.k. að  því gefnu að menn meti frelsi frá drepsóttum og öðru slíku meira en ýmislegt annað.

Taylor hefur lög að mæla er hann segir hugtökin um frelsi og gildismat samofin. Kenning Pettits um frelsi sem forræðuleysa er verulega slagferðug.

Nefkenningin  um frelsi er ekki ýkja góð og skal skipað lágt.

Helstu heimildir:

Philipp Pettit (1997): Republicanism. A Theory of Freedom and Government. Oxford: Oxford University Press.

Charles Taylor (1996a): "What is Wrong With Negative Liberty?", Philosophical Papers 2. Cambridge: Cambridge University Press, Bls. 211-229.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

AÐ VERA MÁL­EFNA­LEG­UR-Jóni Karli Stef­áns­syni svar­að

Fyr­ir nokkru skrif­aði ég færslu hér á Stund­inni um notk­un Björns Bjarna­son­ar á orð­inu „spill­ing“. Hann hefði sagt að gagn­rýni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á Sjálf­stæð­is­flokk­inn væri spill­ing. En ég benti á að spill­ing merki ekki það sama og gagn­rýni, ekki einu sinni ósann­gjörn gagn­rýni. Ég sagði að Björn tal­aði eins og Humpty Dumpty í Lísu í Undralandi en sá sagði „orð þýða...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Ensku­mennska

"Ensku­mennska" er ný­yrði mitt um dýrk­un á ensku eða barna­lega sann­fær­ingu um að ensku­væð­ing sé allra meina bót. Ég mun fyrst ræða græðg­is­rök henni tengd, svo víkja að fá­ráns­kröf­um um að ís­lensk­an eigi ávallt að víkja í um­ferð sam­fé­lags­ins. Þá mun ég kynna til­lög­ur til úr­bóta. Græðg­is­rök og ensku­mennska Ensku­mennsku-menn­in er vön að rök­styðja mál sitt með græðg­is­rök­um, t.d....
Af samfélagi
3
Blogg

Af samfélagi

Nokk­ur orð um mis­heppn­aða banka­sölu og sam­fé­lags­banka

Und­an­farn­ar vik­ur hef­ur mik­ið ver­ið rætt um einka­væð­ingu Ís­lands­banka og efnt til mót­mæla í sex skipti vegna henn­ar. Um­ræð­an og mót­mæl­in eru bæði skilj­an­leg og eðli­leg, enda er einka­væð­ing­in mis­heppn­uð því traust al­menn­ings gagn­vart henni er nú guf­að upp. Fátt gref­ur jafn hratt und­an trausti eins og vafa­sam­ir við­skipta­hætt­ir og sér­hygli. Ef einka­væð­ing á að geta tal­ist vel heppn­uð verð­ur...

Nýtt á Stundinni

796. spurningaþraut: Það er kominn júlí! Árið er hálfnað!
MannlýsingSpurningaþrautin

796. spurn­inga­þraut: Það er kom­inn júlí! Ár­ið er hálfn­að!

Fyrri auka­spurn­ing: Af­mæl­is­barn dags­ins. Hvað heit­ir stúlk­an á mynd­inni hér of­an, en hún fædd­ist 1. júlí 1961.  * 1.  Fyrsti júlí er í dag, við höf­um spurn­ing­arn­ar um þá stað­reynd að mestu, en við hvað eða hvern eða hverja er júlí kennd­ur? 2.  Tveir kon­ung­ar Dan­merk­ur (og þar með Ís­lands) fædd­ust 1. júlí — ann­ar 1481 en hinn 1534. Báð­ir báru...
Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu
Greining

Hæstrétt­ur Banda­ríkj­anna með fleiri rétt­indi í skot­sigt­inu

Ell­efu ríki Banda­ríkj­anna, und­ir for­ystu Re­públi­kana, hafa þeg­ar bann­að þung­un­ar­rof og allt að tólf til við­bót­ar gætu gert það á næstu dög­um. Íhalds­menn eru með yf­ir­burð­ar­stöðu í hæsta­rétti í fyrsta sinn í ára­tugi eft­ir þrjár skip­an­ir á for­seta­tíð Trumps. Skip­an­ir dóm­ara við rétt­inn hafa ít­rek­að breytt sögu og sam­fé­lagi Banda­ríkj­anna eft­ir að rétt­ur­inn tók sér sjálf­ur ein­vald til að túlka stjórn­ar­skrá lands­ins.
795. spurningaþraut: Hvað er Danmörk stór hluti Íslands?
ÞrautirSpurningaþrautin

795. spurn­inga­þraut: Hvað er Dan­mörk stór hluti Ís­lands?

Fyrri auka­spurn­ing: Af hverj­um er — eða öllu held­ur var — þessi stytta? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað er stærst Norð­ur­land­anna? 2.  En þá næst stærst? 3.  Um það er hins veg­ar eng­um blöð­um að fletta að Dan­mörk er minnst Norð­ur­land­anna (ef Græn­land er ekki tal­ið með, vit­an­lega). En hvað telst Dan­mörk vera — svona nokk­urn veg­inn — mörg pró­sent af...
Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys
FréttirÓlígarkinn okkar

For­sæt­is­ráð­herra ræddi ekki mál Mos­hen­skys

Eng­ar um­ræð­ur urðu um stöðu kjör­ræð­is­manns Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, Al­ex­and­ers Mos­hen­skys, á fundi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra með leið­toga hví­trúss­nesku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, Sviatlönu Tsik­hanou­skayu. Katrín vill engu svara um eig­in skoð­un á stöðu kjör­ræð­is­manns­ins sem er ná­inn banda­mað­ur ein­ræð­is­herr­ans í Minsk, Al­ex­and­ers Lukashen­ko.
Bensín, olía og húsnæði hækka og draga verðbólguna með sér í hæstu hæðir
Fréttir

Bens­ín, ol­ía og hús­næði hækka og draga verð­bólg­una með sér í hæstu hæð­ir

Verð­bólga mæl­ist 8,8 pró­sent og spila verð­hækk­an­ir á olíu og bens­íni einna stærst­an þátt auk hins klass­íska hús­næð­is­lið­ar. Það kostaði 10,4 pró­sent meira að fylla á tank­inn í júní en það gerði í maí.
794. spurningaþraut: Bófar, þingmenn, lögfræðingar, hljómsveit eða eyjar?
ÞrautirSpurningaþrautin

794. spurn­inga­þraut: Bóf­ar, þing­menn, lög­fræð­ing­ar, hljóm­sveit eða eyj­ar?

Fyrri auka­spurn­ing: Ég ætla ekk­ert að fara í fel­ur með hvað það góða fólk heit­ir sem sjá má á sam­settu mynd­inni hér að of­an. Þau heita: Árel­ía Ey­dís Guð­munds­dótt­ir, Að­al­steinn Hauk­ur Sverris­son og Magnea Gná Jó­hanns­dótt­ir. Spurn­ing­in er hins veg­ar: Við hvað starfa þau nú upp á síðkast­ið? — og hér þarf svar­ið að vera þokka­lega ná­kvæmt. * Að­al­spurn­ing­ar: 1. ...
Skýrslan um Laugaland frestast enn
FréttirLaugaland/Varpholt

Skýrsl­an um Lauga­land frest­ast enn

Til stóð að kynna ráð­herr­um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á því hvort börn hefðu ver­ið beitt of­beldi á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi á morg­un, 29. júní. Ekki verð­ur af því og enn er alls óvíst hvenær skýrsl­an verð­ur gef­in út.
Fréttir

„Mynd af mér á bik­iníi skað­ar eng­an“

Með því að birta mynd­ir af lík­ama sín­um hef­ur Lilja Gísla­dótt­ir kall­að yf­ir sig at­huga­semd­ir fólks um að hún sé að „ýta und­ir að aðr­ir vilji vera feit­ir.“ Hún seg­ir óskilj­an­legt að fólk hafi svo mikl­ar skoð­an­ir á holdafari henn­ar, og annarra, því það hafi eng­in áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
793. spurningaþraut: Nú er eins gott að þið þekkið heiðhvolfið
ÞrautirSpurningaþrautin

793. spurn­inga­þraut: Nú er eins gott að þið þekk­ið heið­hvolf­ið

Fyrri auka­spurn­ing: Hver er á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Í hvaða skáld­sögu Hall­dórs Lax­ness má lesa um per­són­una Ástu Sóllilju? 2.  Hvað heit­ir am­er­íska teikni­myndaserí­an Pe­anuts á ís­lensku? 3.  Í hve mik­illi hæð yf­ir yf­ir­borði Jarð­ar byrj­ar heið­hvolf­ið (á ensku stratosph­ere)? 4.  Hvað hét eig­in­mað­ur Elísa­bet­ar Eng­lands­drottn­ing­ar hinn­ar seinni? 5.  Hver gaf út hljóm­plöt­una Vespert­ine fyr­ir 21 ári?...
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Fréttir

Bjarni und­ir í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar

Sú end­ur­skoð­un­ar­áætl­un sem lagt var af stað með í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar á sölu rík­is­ins á hlut­um í Ís­lands­banka snýr fyrst og fremst að Banka­sýslu rík­is­ins. Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi seg­ir að fjár­mála­ráð­herra og ráðu­neyti hans séu líka und­ir og að áætl­un­in taki breyt­ing­um eft­ir því sem rann­sókn­inni vindi fram.
Jordan Peterson í femínísku ljósi - Unnur Gísladóttir
Karlmennskan#96

Jor­d­an Peter­son í femín­ísku ljósi - Unn­ur Gísla­dótt­ir

„Það er erfitt fyr­ir mig að kjarna gagn­rýni á Jor­d­an Peter­son því hún er marglaga en ef ég ætti að gera það þá er það van­hæfni hans til að setja sig í spor jað­ar­settra hópa eða kvenna.“ seg­ir Unn­ur Gísla­dótt­ir mann­fræð­ing­ur og fram­halds­skóla­kenn­ari. Unn­ur hef­ur les­ið all­ar bæk­ur Jor­d­an Peter­son og lík­lega inn­byrt meira magn af efni eft­ir hann held­ur en marg­ur að­dá­and­inn. Unn­ur er hins veg­ar lít­ill að­dá­andi og fær­ir okk­ur gagn­rýni sína þar sem hún varp­ar femín­ísku ljósi á mál­flutn­ing Jor­d­an Peter­son. Fyr­ir þau sem ekki kann­ast við mann­inn þá er hann af­ar um­deild­ur pró­fess­or í sál­fræði sem virð­ist ná sér­stak­lega vel til karl­manna og er vin­sæll fyr­ir­les­ari um heim all­an og kom m.a. fram í Há­skóla­bíó um liðna helgi. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Þátt­ur­inn er í boði bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar, Dom­in­os, Veg­an­búð­ar­inn­ar og The Bo­dy Shop.
„Það er búið að borga fyrir þetta“
FréttirPlastið fundið

„Það er bú­ið að borga fyr­ir þetta“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son um­hverf­is­ráð­herra seg­ir að það eigi að end­ur­vinna ís­lenska plast­ið sem fannst í vöru­húsi í Sví­þjóð, enda sé bú­ið að borga fyr­ir það.