Símon Vestarr

Láttu ekki alminlegt fólk sjá þig

Ég á ekki orð yfir ánægjuna sem ég hef haft af því að hlusta á grínistann Louis CK í gegnum árin. Hann var grófur á köflum en þegar ég hlustaði á hann fannst mér ekkert sem hann sagði ganga of langt af því að mér fannst ég alltaf geta treyst því að hann hefði hjartað á réttum stað. Að hann væri í einlægni að kanna endimörk siðlegrar hegðunar og taka okkur með sér. Eins konar gaman-sjaman.

Sérstaklega velti hann upp erfiðum persónulegum pælingum um samskipti kynjanna og eðli kynhvatar sinnar. Eitt sinn sagði hann að „í landi pervertismans“ væri hann „fangi.“ Þetta eru mikilvæg umræðuefni á tímum klámvæðingar.

Svo komu ásakanir. Og játning og afsökunarbeiðni. Hann kvaðst ætla frá að hverfa um tíma og læra af mistökum sínum. Níu mánuðum síðar sneri hann aftur. Naflaskoðun lokið. Og útkoman?

Endurfæðing eða endurmarkaðssetning?

Fyrst ber að viðurkenna eitt. Rétt eins og Messi er meistari með boltann og Slash goð með gítarinn þá er Louis CK óneitanlega laginn við að framkalla hlátrasköll. Hann hefur ekki glatað þeim hæfileika og það heyrist vel á upptöku af fimmtíu mínútna löngu uppistandi hans í New York þann sextánda desember.

Hitt er jafnljóst að grínefni hans líður fyrir skort á því sem ég hafði alltaf litið á sem helsta kost hans; einlægni. Sem ég hlustaði á þessar fimmtíu mínútur varð mér ljóst að þrátt fyrir óneitanlega færni Louis CK þá lenti ég í því í fyrsta sinn að geta ekki hlegið hömlulaust með honum eins og ævinlega áður.

Traustið er farið.

Og traust er allt.

Þegar opinber ímynd manns verður fyrir drulluúða sem maður setti sjálfur af stað þá er ekki lengur nóg að notast við sjálfhverfa sjónarhornið sem virkaði svona vel áður.

Afsökunarbeiðni Louis CK og hlé frá sviðsljósinu voru ágætis byrjun. Og auðvitað er fyndið þegar hann spyr áhorfendur sína: „Jæja, hvernig var svo árið ykkar?“ Hann hefði ekki getað haldið áfram án þess að ræða um fílinn í herberginu. Því miður gerði hann það alfarið út frá sjálfsvorkunn.

Auðvitað er svekkjandi að tapa tugum milljóna dollara og finnast maður þurfa að yfirgefa heimalandið en þegar opinber ímynd manns verður fyrir drulluúða sem maður setti sjálfur af stað þá er ekki lengur nóg að notast við sjálfhverfa sjónarhornið sem virkaði svona vel áður. Louis CK hefði þurft að kafa djúpt til að endurvinna traust áheyrenda sinna.

Það gerði hann ekki.

Krakkar nú til dags

Þess í stað skaut hann föstum skotum á þá kynslóð ungmenna sem honum þykir hafa brotið gegn sér. Þetta er auðvitað orðið að þrástagli milli grínista og þeirra sem leggja áherslu á varlega orðanotkun til að hlífa tilfinningum annarra; áherslu sem er stundum kölluð pólitísk rétthugsun. En beiskleiki Louis CK út í ungu kynslóðina var svo vandræðalega bersýnileg í bröndurum hans að þeir misstu marks.

Hann hefur oft áður grínast með það að ungt fólk taki sjálft sig of alvarlega og eigi oftar að þegja og hlusta í stað þess að ota sínum tota og í þessu samhengi notar hann jafnan ýkjur og staðalmyndir. Þá er ekki verið að ráðast á neinn tiltekinn hóp heldur tuða almennt. Þá er hann í hlutverki fúla gamla karlsins og er jafnmikið að gera grín að sjálfum sér og þessum ungmennum (sem kvarta t.d. undan því að þurfa að vinna tilbreytingarsnauð þjónustustörf við upphaf starfsferilsins).

Munurinn er sá að þá treysti maður honum og manni datt ekki í hug að hann meinti það sem hann sagði á slíkum stundum.

En í uppistandinu á upptökunni frá því í desember er tónninn bitrari. Hann gerir lítið úr þeim sem leggja áherslu á að ávarpa beri fólk með þeim fornöfnum sem það tengir við og blæs á þau ungmenni sem báru vitni frammi fyrir Bandaríkjaþingi til að krefjast úrbóta í skotvopnalöggjöf þar í landi:

„Fokkaðu þér!” segir hann. „Þú ert ekki áhugaverður bara af því að þú gekkst í skóla þar sem krakkar voru skotnir!“

Ástæðan fyrir því að þetta missir marks er ekki sú að hann segi fólki að fokka sér eða að setningin sem slík sé hneykslanleg. Hann hefur oft látið út úr sér hneykslanlegar setningar. Munurinn er sá að þá treysti maður honum og manni datt ekki í hug að hann meinti það sem hann sagði á slíkum stundum. Hann hefur t.d. pottþétt aldrei kúkað upp í pabba sinn.

Nei, ástæðan fyrir því að ég hló ekki í þetta sinn var að ég gat ekki útilokað að hann meinti það sem hann sagði. Hann lét skína í sært egóið og eftir það er ekki hægt að má það úr minninu. Sorglegt á að hlýða. Þetta var upptakan þar sem ég hætti að nenna honum. En hann kom reyndar með eina áhugaverða pælingu varðandi orðið „retarded“ sem smellpassar í umræðu síðastliðinnar viku.

Korter í hvað, segirðu?

Í Tvíhöfða-þætti upp úr aldamótunum sagði Jón Gnarr frá því þegar pabbi hans hafði fært fregnir af barnsburði kunningjakonu þegar Jón var ungur. Ég man þetta ekki nákvæmlega en karlinn á að hafa sagt eitthvað á þessa leið: „Hún Sigga var að eignast son. En hann er aumingi.” Jón sagði að enginn broddur hefði verið í þessu hjá föður hans. Orðið „aumingi” var í þessu samhengi ekki uppnefni heldur einfaldlega orðið sem gamli maðurinn notaði yfir þá sem fæddust með einhvers konar þroskahömlun.

Hann fann ekki heldur upp orðið eða lýsinguna. Í Íslandsklukkunni talar Jón Hreggviðsson um son sinn sem „ælíngja” og bætir við: „og snautaðu út fífl og láttu ekki alminlegt fólk sjá þig.” Ef við rekjum þráðinn alla leið aftur á þjóðveldisöld þá er viðhorfið svipað:

„Helgi hét sonur Ingjalds og var afglapi sem mestur mátti vera og fífl; honum var sú umbúð veitt að raufarsteinn var bundinn við hálsinn og beit hann gras úti sem fénaður og er kallaður Ingjaldsfífl...”

Það skiptir ekki máli hversu mörg veigrunarorð eru fundin upp; vissir krakkar munu alltaf nota þau í niðrandi merkingu til að koma höggi á jafnaldra sína.

Ég minnist þess að hafa í bernsku lært annað orð yfir þá sem þroskuðust ekki á sama hraða og ég sjálfur. Orðið „aumingi” var orðið að almennu uppnefni á skólalóðinni og framkallaði ekki í huganum fólk með downs eða önnur heilkenni. Yfirleitt voru það strákar sem notuðu orðið til að vísa til annarra stráka sem þeir gætu lamið (ef til hnefalögmála kæmi).

Samfélagið var orðið örlítið meðvitaðra á níunda áratuginum um tilfinningar fólks með þroskahamlanir þannig að við áttum ekki að kalla það fólk „aumingja” (eða „mongólíta” eins og sumir gerðu) heldur nota lýsingarorðið „vangefinn.” Allir vita hvað gerðist næst.

Gaur á skólalóð: „Ertu eitthvað vangefinn?”

Orðið tekið úr umferð.

Nýtt orð: „Þroskaheftur.”

Gaur á skólalóð: „Ertu eitthvað þroskaheftur?”

Orðið tekið úr umferð.

Og svo framvegis.

Önnur orð eins og „skertur,” „tregur” og „misþroska” fengu sömu meðferð. Það skiptir ekki máli hversu mörg veigrunarorð eru fundin upp; vissir krakkar munu alltaf nota þau í niðrandi merkingu til að koma höggi á jafnaldra sína. Ekki til þess að gera lítið úr fólki með þroskahamlanir, heldur til að upphefja sig á kostnað annarra krakka sem eru ófatlaðir. Og sama gildir um glæpamenn í sjónvarpsþáttum.

Látum ekki átakalínu myndast, með sannleiksriddara öðrum megin og nærgætnipostula hinum megin

Sannleikur og nærgætni

Hægt er að venja flesta krakka af þessu en fullorðnir misyndismenn eru erfiðari keis. Ég ætla auðvitað ekki að segja fólki hvað því má sárna og hvað ekki. Aðgát skal vissulega höfð í nærveru sálar. Ég vil bara velta fram þeirri spurningu hvort við leggjum stundum of mikla áherslu á orðanna hljóðan? Hvort við einblínum stundum á form í stað þess að gefa gaum að innihaldi? Við skulum endilega sýna fólki virðingu og forðast uppnefni sem særa en þurfum við að gera þá kröfu til vondu karlanna í sakamálaþáttunum?

Persónulega finnst mér það ekki leysa neitt.

En förum samt ekki í slíka varnarstöðu fyrir sjálfstæði listarinnar að við lítum á athugasemdir aðstandenda fólks með downs-heilkenni sem einhvers konar krossför gegn tjáningarfrelsinu. Mér heyrist á því fólki að það hafi bara aðeins viljað fá að ræða við okkur hin um óþægilegar tilfinningar sem vöknuðu við að heyra orðið „downs“ notað í niðrandi merkingu.

Sýnum þeim tilfinningum skilning. Látum ekki átakalínu myndast, með sannleiksriddara öðrum megin og nærgætnipostula hinum megin, af því að sú átakalína verður að girðingu sem kemur í veg fyrir að við getum faðmast.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“
1

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað
2

Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað

·
Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila
3

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

·
Einkarekið lækningafyrirtæki selt fyrir 850 milljónir eftir 585 milljóna arðgreiðslur til hluthafa
4

Einkarekið lækningafyrirtæki selt fyrir 850 milljónir eftir 585 milljóna arðgreiðslur til hluthafa

·
Fjárfestingar eiginkonu Hreiðars Más í ferðaþjónustu gegnum Tortólu og Lúxemborg fóru leynt
5

Fjárfestingar eiginkonu Hreiðars Más í ferðaþjónustu gegnum Tortólu og Lúxemborg fóru leynt

·
Ritstjóri Wikileaks við íslensk stjórnvöld: „Handtakið Pompeo“
6

Ritstjóri Wikileaks við íslensk stjórnvöld: „Handtakið Pompeo“

·
Morð í Kongó og málaliðar á Íslandi
7

Morð í Kongó og málaliðar á Íslandi

·

Mest deilt

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila
1

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

·
Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað
2

Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað

·
„Núna get ég risið undir sjálfri mér“
3

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Hvílík tilviljun
4

Hvílík tilviljun

·
Að vera sáttur í eigin skinni
5

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Að vera sáttur í eigin skinni

·
Sauðkindin er hluti feðraveldisins
6

Páll Ásgeir Ásgeirsson

Sauðkindin er hluti feðraveldisins

·

Mest deilt

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila
1

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

·
Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað
2

Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað

·
„Núna get ég risið undir sjálfri mér“
3

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Hvílík tilviljun
4

Hvílík tilviljun

·
Að vera sáttur í eigin skinni
5

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Að vera sáttur í eigin skinni

·
Sauðkindin er hluti feðraveldisins
6

Páll Ásgeir Ásgeirsson

Sauðkindin er hluti feðraveldisins

·

Mest lesið í vikunni

„Ég vil að allir þeir sem minnast þín hugsi um þig en ekki fíkilinn, því það varst ekki þú“
1

„Ég vil að allir þeir sem minnast þín hugsi um þig en ekki fíkilinn, því það varst ekki þú“

·
„Núna get ég risið undir sjálfri mér“
2

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Óðinn Jónsson hættir á RÚV
3

Óðinn Jónsson hættir á RÚV

·
Seldu bíla fyrir meira en tvo milljarða og skiluðu 200 milljóna rekstrar­hagnaði meðan á svindlinu stóð
4

Seldu bíla fyrir meira en tvo milljarða og skiluðu 200 milljóna rekstrar­hagnaði meðan á svindlinu stóð

·
Segja að VG verði skipt út fyrir Miðflokkinn
5

Segja að VG verði skipt út fyrir Miðflokkinn

·
Óvænt líf fannst í blómapotti
6

Óvænt líf fannst í blómapotti

·

Mest lesið í vikunni

„Ég vil að allir þeir sem minnast þín hugsi um þig en ekki fíkilinn, því það varst ekki þú“
1

„Ég vil að allir þeir sem minnast þín hugsi um þig en ekki fíkilinn, því það varst ekki þú“

·
„Núna get ég risið undir sjálfri mér“
2

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Óðinn Jónsson hættir á RÚV
3

Óðinn Jónsson hættir á RÚV

·
Seldu bíla fyrir meira en tvo milljarða og skiluðu 200 milljóna rekstrar­hagnaði meðan á svindlinu stóð
4

Seldu bíla fyrir meira en tvo milljarða og skiluðu 200 milljóna rekstrar­hagnaði meðan á svindlinu stóð

·
Segja að VG verði skipt út fyrir Miðflokkinn
5

Segja að VG verði skipt út fyrir Miðflokkinn

·
Óvænt líf fannst í blómapotti
6

Óvænt líf fannst í blómapotti

·

Nýtt á Stundinni

Stúlkan á bláa hjólinu eftir Régine Deforges

Stúlkan á bláa hjólinu eftir Régine Deforges

·
Að vera sáttur í eigin skinni

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Að vera sáttur í eigin skinni

·
Miðar tímatalið við fyrir og eftir Ítalíu

Miðar tímatalið við fyrir og eftir Ítalíu

·
Kapítalismi-sjálfsást Sjálfsást-kapítalismi

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Kapítalismi-sjálfsást Sjálfsást-kapítalismi

·
Fer í mál við Facebook

Fer í mál við Facebook

·
Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað

Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað

·
Óðurinn til gleðinnar

Freyr Rögnvaldsson

Óðurinn til gleðinnar

·
Ef Venesúela hefði nú orðið þýskt

Illugi Jökulsson

Ef Venesúela hefði nú orðið þýskt

·
Sauðkindin er hluti feðraveldisins

Páll Ásgeir Ásgeirsson

Sauðkindin er hluti feðraveldisins

·
Leynifélag íslenskra samsæriskvenna

Leynifélag íslenskra samsæriskvenna

·
Lét laga verksmiðjugallann

Lét laga verksmiðjugallann

·
Vinnur út frá innsæi og tilfinningum

Vinnur út frá innsæi og tilfinningum

·