Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

5 hugsanir sem hindra sköpun (og hvernig á að stoppa þær)

5 hugsanir sem hindra sköpun (og hvernig á að stoppa þær)

Oft þegar maður ætlar að setjast niður og skrifa þá koma rökleysis-hugsanir í dulargervi sannleiks, hugsanir sem stoppa sköpun. Þessar rökleysur standast ekki skoðun í dagsbirtu en 'meika sens' þegar maður er í sköpunar-mód, því þar er treyst á barnslega einlægni og barn trúir öllu sem kemur í fullorðinsbúning.

Dæmi um slíkar hugsanir:

  1. "Þú ert ekki búin með verkið núþegar og því ættir þú ekki að byrja, hvaðþá halda áfram að reyna."
  2. "Hvað heldur þú að þú sért?"
  3. "Fólk á eftir að tala um þig."
  4. "Það finnst engum þetta áhugavert."
  5. "(rifjar upp minningu þar sem eitthvað gekk ekki)"

og svo framvegis.

Þessar hugsanir eru í raun meinlausar en þar sem þær stíga fram í búning yfirlætis og skammar þá geta þær gert verulegan skaða.

Ein leið til þessa að tækla þessar hugsanir er að svara þeim. Samt skal forðast að fara í langar samræður við þær, því það er önnur gildra.

Mótefni:

  1. "Þú ert ekki búin með verkið núþegar og því ættir þú ekki að byrja, hvað þá að halda áfram að reyna." :: Hvernig ég ekki búin þýða ég ekki reyna?" (láta rökleysis hugsun sjá eigið rökleysi)
  2. "Hvað heldur þú að þú sért?" :: Endurtaka og breyta tón í forvitni
  3. "Fólk á eftir að tala um þig." :: Hvernig veistu það sannanlega? Ert þú í hausnum á fólki? - eða - getur þú (hugsun) farið í framtíðina og vitað hvað gerist þar nákvæmlega í hausnum á öðru fólki? (ekkert í alheiminum getur það)
  4. "Það finnst engum þetta áhugavert." :: Hvernig veistu það nákvæmlega?
  5. "(rifjar upp minningu þar sem eitthvað gekk ekki)" :: (mótefni, rifja upp jákvæðan lærdóm af téðri minningu)

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu