Guðmundur Hörður

Guðmundur Hörður

Guðmundur Hörður skrifar um eitt og annað sem honum er efst í huga þá stundina. Hann er menntaður í umhverfisfræði og sagnfræði og hefur meðal annars starfað sem lögreglumaður, blaða- og fréttamaður, stundakennari við Háskóla Íslands, upplýsingafulltrúi og vefstjóri.
Vegtollar, einkavæðing og lýðræðislegt umboð

Guðmundur Hörður

Vegtollar, einkavæðing og lýðræðislegt umboð

·

Nýverið birti YouGov áhugaverða niðurstöðu könnunar á viðhorfi breskra kjósenda og þingmanna til þess hvort þingmenn ættu að framfylgja eigin vilja eða kjósenda sinna. Hundrað þingmenn voru spurðir og af þeim sögðust 80 fylgja eigin dómgreind, jafnvel þó að það gangi gegn vilja kjósenda þeirra. Einungis þrettán þingmenn voru á öndverðum meiði. Það kemur kannski ekki á óvart að...

Fullveldisframsal víðar en í orkupakka

Guðmundur Hörður

Fullveldisframsal víðar en í orkupakka

·

Því er haldið fram að í 3. orkupakkanum sé falið framsal á fullveldi Íslands til Brussel. Það kann vel að vera, þó að sjálfur óttist ég það frekar að orkupakkinn færi íslenskum „fjármálasnillingum“ frelsi til að braska á kostnað neytenda, rétt eins og innleiðing bankaregluverks ESB veitti þeim færi á að hvellsprengja efnahagsbólu framan í þjóðina. En þeir...

Kvótinn, bankarnir og raforkan

Guðmundur Hörður

Kvótinn, bankarnir og raforkan

·

Spilling í stjórnmálum og fjármálakerfinu er stærsta áhyggjuefni Íslendinga á sviði þjóðmálanna samkvæmt niðurstöðu árlegrar könnunar MMR, en 44% aðspurðra segjast hafa slíkar áhyggjur. Líklega hefur þetta viðhorf og almennt vantraust í garð stjórnvalda verið frjór jarðvegur fyrir andstöðu við orkupakka 3. Þjóð sem horfði upp á spillta viðskipta- og stjórnmálamenn eyðileggja heilt bankakerfi geldur að sjálfsögðu varhug við...

Pólitísk eldflaug

Guðmundur Hörður

Pólitísk eldflaug

·

Okkur sem þykja stjórnmálin yfirleitt full værðarleg hér á landi söknum Birgittu Jónsdóttur af pólitíska sviðinu – pólitísku eldflauginni eins og einn vinur hennar kallaði hana nýverið. Ég sló því á þráðinn til Birgittu og ræddi við hana um stöðuna innan Pírata – en fyrst ræddum við m.a. um málskotsréttinn, handahófsvalda almenningsdeild Alþingis, friðhelgi einkalífsins, kínverska eftirlitssamfélagið, óvandvirkni við innleiðingu...

Brenndir lífeyrissjóðir stökkva á eldinn

Guðmundur Hörður

Brenndir lífeyrissjóðir stökkva á eldinn

·

Við sem greiðum stóran hluta launa okkar í lífeyrissjóði gerum eflaust flest þá eðlilegu kröfu til stjórnenda þeirra að þeir vandi sig við fjárfestingar, séu frekar íhaldssamir en ævintýragjarnir og að þeir séu nægilega jarðbundnir til að sjá í gegnum háfleygar söluræður braskara. Því miður hefur stjórnendum nokkurra lífeyrissjóða orðið hált á því svellinu að undanförnu. Má þar t.d. nefna...

Ómar og orkupakkinn

Guðmundur Hörður

Ómar og orkupakkinn

·

Í umræðunni um þriðja orkupakkann hef ég talsvert rekist á spurninguna – hvar eru náttúruverndarsinnarnir? Og þeir hafa vissulega ekki verið háværir í þessari umræðu. Þess vegna hitti ég náttúruverndar-goðsögnina Ómar Ragnarsson og ræddi við hann um málið. Þið getið líka fundið þetta spjall undir mínu nafni á öllum hlaðvarpsveitum.

Þjóðarsjóður um loftslagsaðgerðir

Guðmundur Hörður

Þjóðarsjóður um loftslagsaðgerðir

·

Losun gróðurhúsalofttegunda hefur aukist hér á landi þvert á þau markmið sem stjórnvöld hafa sett sér með undirritun alþjóðlegra samninga frá 1992 og gerð loftslagsáætlana frá 2009. Nýjasta útspil stjórnvalda, Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018-2030, mun ekki snúa þessari þróun við ef marka má umsagnir um hana. Ólík samtök og stofnanir eins og Samtök ferðaþjónustunnar, Festa – miðstöð um samfélagslega ábyrgð...

Stjórnvöld stefna að aukinni losun gróðurhúsalofttegunda

Guðmundur Hörður

Stjórnvöld stefna að aukinni losun gróðurhúsalofttegunda

·

Heimsbyggðinni hefur algjörlega mistekist að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og það mun bitna illa á lífsgæðum þeirra sem nú eru á barnsaldri. Það hefur ekki vantað upp á hástemmdar yfirlýsingar stjórnmálamanna um mikilvægi þess að draga úr losun, t.d. hefur forsætisráðherra sagt að loftslagsbreytingar séu stærsta verkefni alþjóðasamfélagsins um þessar mundir og að viðbrögð við þeim skipti öllu um hvernig...

Klaustur-upptökurnar eru tilefni til sakamálarannsóknar

Guðmundur Hörður

Klaustur-upptökurnar eru tilefni til sakamálarannsóknar

·

K Það er alveg augljóst að Klaustur-upptökurnar munu draga dilk á eftir sér fyrir þá þingmenn sem eru þar í aðalhlutverki, en einnig fyrir stjórnkerfið allt. Á upptökunum heyrist þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra lýsa því hvernig hann ákvað árið 2014 að skipa fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins sendiherra í Washington, gegn loforði um að hann ætti inni „svipaðan“ greiða síðar. Um...

N-ið: Staða Neytendasamtakanna

Guðmundur Hörður

N-ið: Staða Neytendasamtakanna

·

Í þessum þætti fjalla ég um Neytendasamtökin – stöðu þeirra, fortíð og framtíð. Til þess að ræða þetta hef ég fengið tvo góða gesti, þau Pálmey Gísladóttur og Einar Bergmund, en þau hafa bæði gefið kost á sér til stjórnar Neytendasamtakanna, en kosningin fer fram um næstu helgi.

Neyðarlög um laxeldi

Guðmundur Hörður

Neyðarlög um laxeldi

·

Það skeikaði aðeins þremur dögum að Alþingi minntist tíu ára afmælis neyðarlaganna um bankakerfið með setningu neyðarlaga um stækkun laxeldis. Um mikilvægi neyðarlaganna hina fyrri verður ekki deilt, en neyðarlögin hin síðari byggja á svo vafasömum grunni að þau hljóta að vekja alvarlegar spurningar um stjórnkerfið og viðhorf ráðherra til valds. Sjálfskipað öngstræti Í fyrsta lagi fullyrti sjávarútvegsráðherra í...

N-ið: Drífa Snædal

Guðmundur Hörður

N-ið: Drífa Snædal

·

Í þessum þætti hitti ég Drífu Snædal, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambands Íslands, en hún sækist nú eftir því að verða kjörin forseti Alþýðsambands Íslands. Við ræddum auðvitað um sameiginleg hagsmunamál stéttarfélaga og neytendasamtaka, t.d. neysluskatta, mannsæmandi húsnæðiskerfi, stöðu verkafólks í landbúnaðarkerfinu, samvinnufélög og hvort taka þurfi verðtrygginguna úr sambandi til að verja heimilin ef gengið fer að falla og verðbólga að hækka.

N-ið: Þorsteinn Sæmundsson

Guðmundur Hörður

N-ið: Þorsteinn Sæmundsson

·

Í þessum þætti fór ég niður á Alþingi og talaði við Þorstein Sæmundsson, en hann hefur verið einn þeirra þingmanna sem sett hefur neytendamál á oddinn í sínum málflutningi. Við Þorsteinn erum ágætis kunningjar frá því við unnum saman fyrir nokkrum árum og þó að við séum oft ósammála um stjórnmál þá sameinumst við í aðdáun á góðum mat og...

Svigrúm til endurkaupa, ekki launahækkana

Guðmundur Hörður

Svigrúm til endurkaupa, ekki launahækkana

·

Nú er vaxandi þungi í umræðunni um þungar byrðar atvinnulífsins. Hver „sérfræðingurinn“ á fætur öðrum stígur fram og ber vitni um að fyrirtækin ráði illa við launahækkanir í komandi kjarasamningum. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir lítið sem ekkert til atvinnurekenda að sækja og formaður Sjálfstæðisflokksins segir svigrúm til launahækkana lítið sem ekkert. Það skýtur svolítið skökku við að á...

N-ið: Hlaðvarp um neytendamál

Guðmundur Hörður

N-ið: Hlaðvarp um neytendamál

·

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til formanns Neytendasamtakanna á aðalfundi 27. október næstkomandi og á næstu vikum ætla ég að gera nokkra hlaðvarpsþætti undir heitinu N-ið, hlaðvarp um neytendamál. Í þessum þáttum mun ég meðal annars kíkja niður á Alþingi, tala við forystufólk stéttarfélaga, taka púlsinn á sambandi neytenda og bænda og reyni að komast að því...

Óvéfengjanlegar heimildir Samtaka atvinnulífsins

Guðmundur Hörður

Óvéfengjanlegar heimildir Samtaka atvinnulífsins

·

„Það er margra áratuga hagsaga íslensks þjóðfélags að óábyrgar launahækkanir hafa keyrt upp verðbólgu og eyðilagt framkvæmd sjálfstæðrar peningastefnu í landinu“. Þetta fullyrti fréttamaður Stöðvar 2 í frétt um kjaraviðræður á vinnumarkaði og bergmálaði þar áróður Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri samtakanna ritaði nýverið í leiðara fréttabréfs SA að hagsaga eftirstríðsáranna geymdi „órækan vitnisburð um skipbrot hinnar hefðbundnu íslensku ósamræmdu...