Guðmundur Hörður
Guðmundur Hörður skrifar um eitt og annað sem honum er efst í huga þá stundina. Hann er menntaður í umhverfisfræði og sagnfræði og hefur meðal annars starfað sem lögreglumaður, blaða- og fréttamaður, stundakennari við Háskóla Íslands, upplýsingafulltrúi og vefstjóri.

Lækkum skatta á áfengi

Ég er nýkominn frá útlöndum og fór þá í gegnum þetta furðulega fyrirbæri sem fríhöfnin er. Eins og sannur Íslendingur, alinn upp í áfengiskúltúr okursamfélagsins, setti ég allt það áfengi í innkaupakerruna sem ég mátti kaupa á þeim afsláttarkjörum sem þar eru í boði. Ég fengi samviskubit gerði ég það ekki, því hvaða neytandi með sæmilegu viti kaupir sér ekki...

Borgin skili umhverfisverðlaunum

Nú eru tæp þrjú ár liðin síðan Reykjavíkurborg hlaut Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi. Síðan þá hefur frammistaða borgarinnar á sviði umhverfismála borið þess merki að þessi erlenda viðurkenning hafi stigið borgarfulltrúum og embættismönnum borgarinnar til höfuðs. Að minnsta kosti virðast þeir ekki telja neina sérstaka þörf fyrir vandvirkni og metnað á þessu sviði. Tökum nokkur...

Offjárfest á kostnað almennings

Í gegnum tíðina hefur offjárfesting atvinnuveganna líklega átt stærstan þátt í að skapa óstöðuleika í íslenska hagkerfinu, mun stærri en launahækkanir almennings, þó að okkur sé talin trú um annað. Verðbólga, gengisfellingar, okurvextir og atvinnuleysi fylgdu yfirleitt í kjölfar mikilla offjárfestinga og pólitískrar úthlutunar fjármagns, t.d. í síldveiðum á 7. áratugnum og þorskveiðum áratuginn þar á eftir. Offjárfestingar í bankakerfinu...

Óviðunandi ástand í Neytendasamtökunum

Það er sorglegt að horfa upp á stöðuna í Neytendasamtökunum þar sem formaður og stjórn virðast í harðvítugum átökum. Sjálfur taldi ég að Ólafur Arnarson yrði góður formaður, enda vel að sér, skýr í framsetningu og fylginn sér. Og mér leiddist heldur ekki að fá til starfans harðan andstæðing verðtryggingarinnar. En nú er svo komið að það verður ekki unað...

Bar-rabb: Jón Þórisson

Í áttunda þætti Bar-rabbs hitti ég Jón Þórisson, samstarfsmann Evu Joly og fyrrverandi starfsmann þingflokks Pírata, á Mímisbar. Við röbbuðum m.a. um þingstörfin, lýðræðismál, erlendar fjárfestingar, Evu Joly, rannsóknir á bankakerfinu og stjórnmálaástandið.

Velferðarkerfi efnaðra lögfræðinga

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki hikað við að þenja út dómskerfið á undanförnum árum með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur. Ráðherra flokksins afnam reglugerð um hámarks tímagjald sem ríkissjóður greiðir verjendum í opinberum málum, t.d. bankahrunsmálum. Þá kom flokkurinn á millidómstigi sem talið er auka kostnað ríkissjóðs um rúman hálfan milljarð á ári og nú er unnið að því...

Sjálfstæðisflokkurinn skuldar okkur sannleikann

„Ég er sjálfstæðismaður.“ Þessa yfirlýsingu má finna í viðtali við Björgólf Guðmundsson, þá framkvæmdastjóri Hafskips, sem birtist í Helgarpóstinum árið 1983. Þar er ferli Björgólfs innan Sjálfstæðisflokksins rakinn – varaformaður Heimdallar, stjórnarmaður í SUS, formaður í Verði, formaður uppstillingarnefndar flokksins og sæti í fjölmörgum nefndum flokksins. Tveimur árum eftir að viðtalið birtist var Hafskip orðið gjaldþrota og árið 1991...

Ótti Sjálfstæðisflokks við rannsókn á Landsbankanum

Það er fráleitt að ráðandi stjórnmála- og embættismenn hafi ekkert vitað þegar viðskiptaveldi Framsóknarflokksins komst yfir Búnaðarbankann með svindli. Þeir sem höndluðu með almannaeigur í bönkunum á þessum tíma og segjast núna ekki hafa vitað af fléttu Ólafs Ólafssonar og félaga, þeir hafa einfaldlega ekki viljað sjá spillinguna. Vilhjálmur Bjarnason þingmaður hefur sakað stjórnvöld þess tíma um sinnuleysi...

Björt framtíð í fótspor Framsóknarflokksins

Það er ekki auðvelt fyrir nýja ráðherra að feta sig innan stjórnkerfisins, eins og má m.a. sjá af fyrstu dögum umhverfisráðherra í starfi. Orð hennar hafa að minnsta kosti ekki alltaf virst í samræmi við þær aðgerðir sem ríkisstjórnin boðar. Og reyndar er henni nokkur vorkunn, því aðgerðir ríkisstjórnarinnar virðast oft á tíðum í beinni andstöðu við eigin stjórnarsáttmála. Eitt...

Björt framtíð sannar sig fyrir Sjálfstæðisflokki

Það kom mér ekki á óvart að Viðreisn skyldi styðja frumvarp fjármálaráðherra um afnám og skerðingu lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna. Þetta var frumvarp sem stjórnmálaflokkar verktaka, útgerða, fjármálabraskara og eignarhaldsfélaga gátu staðið að í sameiningu, hvort sem þeir sigldu undir nafni Viðreisnar eða Sjálfstæðisflokks. Það kom mér hins vegar verulega á óvart að þingmenn Bjartrar framtíðar skyldu veita málinu stuðning. Forsvarsfólki...

Bar-rabb: Sigurður Hólm Gunnarsson

Í sjöunda þætti Bar-rabbs hitti ég Sigurð Hólm Gunnarsson, varaformann Siðmenntar, forstöðumann hjá Barnavernd Reykjavíkur og frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í haust. Saman röbbuðum við um stöðu Samfylkingarinnar og framtíðarhorfur. Sigurður segir m.a. að það eigi ekki að vera markmið í sjálfu sér að Samfylkingin verði stór flokkur, mikilvægast sé að hann hafi skýra stefnu í anda jafnaðarstefnunnar. Það sé...

Bar-rabb: Heiða Guðný Ásgeirsdóttir

Í sjötta þætti Bar-rabbs hitti ég Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur bónda og varaþingmann. Saman röbbuðum við m.a. um nýju bókina um hana, búskapinn, náttúruverndina, varaþingmennskuna, Vatnajökulsþjóðgarð, hundinn hennar og landsliðið í rúningum.

Bar-rabb: Ragnar Þór Ingólfsson

Í fimmta þætti Bar-rabbs hitti ég Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmann í VR og Hagsmunasamtökum heimilanna, á Kaffi Laugalæk. Við röbbuðum m.a. um framboð hans í Alþingiskosningunum, stéttarfélögin, lífeyrissjóðina, húsnæðismarkaðinn, SALEK-samkomulagið og næstu skref í baráttunni fyrir afnámi verðtryggingar.

Lyklalög, nýfrjálshyggja og magafylli af börnum

Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur svikið mörg loforð, sér í lagi í húsnæðismálum. Leigumarkaðurinn hefur orðið enn mannfjandsamlegri á kjörtímabilinu, fjörutíu ára verðtryggð húsnæðislán eru enn þungamiðjan í kerfinu og ríkisstjórnin hefur ekki lagt fram frumvarp um lyklalög þrátt fyrir að báðir stjórnarflokkarnir hafi lofað því. Með lyklalögum fengi lántakandi rétt á að skila fasteign ef skuldabyrðin yrði of...

Þangað leitar Smárinn sem hann er kvaldastur

Það er sérkennilegt að verða vitni að pólitísku upphlaupi eins og því sem Gunnar Smári Egilsson hratt af stað í kjölfar atkvæðagreiðslu á Alþingi um ný búvörulög. Hann skrifaði í hástöfum á facebook að fólk ætti ekki að kjósa Pírata, Samfylkingu eða VG vegna þess að þingflokkar þeirra sátu hjá í lokaatkvæðagreiðslu um nýjan búvörusamningi við afgreiðslu hans á þingi....

Peningasugur á flótta?

Stjórnendur Haga hafa nú grætt verulega á þeirri bólu sem blásin hefur verið út á íslenskum hlutabréfamarkaði með fjárfestingum lífeyrissjóðanna. Forstjórar Bónusverslananna og Banana hafa selt allan sinn hlut í félaginu og forstjóri Haga hefur einnig losað sig við stóran hluta af sinni hlutabréfaeign. Í fréttum hefur því verið haldið fram að salan sé til komin vegna yfirvofandi...

Fyrsta ráðuneyti Pírata

Hún vakti nokkra athygli greinin sem Andríkismenn skrifuðu um fyrsta ráðuneyti Birgittu Jónsdóttur. Þar var ágætu fólki skellt í ráðherrastóla í bland við pólitíska drauga og kjaftaska, líklega til þess að reyna að skjóta kjósendum skelk í bringu. Þetta var þó æði sérkennileg uppstilling, sérstaklega í ljósi þess að Píratar hafa samþykkt stefnu þess efnis að þingmenn verði...

Minnihlutastjórn Pírata og Viðreisnar

Guðni Th. Jóhannesson hvatti til þess í góðri innsetningarræðu 1. ágúst síðastliðinn að þingmenn gættu betur að virðingu Alþingis og vísaði til kosninga í haust: „Í kosningum er tekist á um ólíkar stefnur og markmið en að þeim loknum verða þingmenn að vinna saman, finna lausnir, sýna sanngirni og beita þeim aðferðum sem auka virðingu þeirra sjálfra og...

Bar-rabb: Kristinn Már Ársælsson

Í fjórða þætti Bar-rabbs hitti ég Kristinn Má Ársælsson, doktorsnema og einn stofnanda Öldu lýðræðisfélags. Við röbbuðum m.a. um lýðræðismál og stjórnmálaástandið hér heima og í Bandaríkjunum.

Bar-rabb: Eydís Franzdóttir

Í þriðja þætti Bar-rabbs hitti ég Eydísi Franzdóttur, landeiganda á Suðurnesjum og stjórnarmann í Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands. Við röbbuðum m.a. um nýlegan dóm Hæstaréttar sem dæmdi eignarnám á landi fyrir Suðvesturlínu ólöglegt, um baráttu landeigenda og náttúruverndarsinna gegn óvönduðum og afturhaldssömum ríkisfyrirtækjum, ráðuneytum og stofnunum og um lélega stjórnsýslu orkumála hér á landi. Eydís segist m.a. hafa lært það af reynslunni...

Iðnaðarráðherra yrði maður að meiri

Árið 2011 tóku tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar til máls á Alþingi og kröfðust þess að Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna, segði af sér eftir að Hæstaréttur komst að þeirri niðurstöðu að ráðherranum hefði verið óheimilt að staðfesta aðalskipulag Flóahrepps bara að hluta. Umhverfisráðherra taldi sig standa í fullum rétti þar sem Landsvirkjun greiddi skipulagsvinnu vegna virkjunar í...

Flóttaleið fyrir bólukrónur

Panamaskjölin hafa sýnt fram á það, svart á hvítu, að hér á landi er fámenn klíka sem þrífst á því að búa hér til bólur, hagnast ótæpilega á þeim og flytja hagnaðinn í erlend skjól skömmu fyrir hrun. Þannig er talið að hundruðir milljarða hafi verið fluttir úr íslenska hagkerfinu í skattaskjól skömmu fyrir hrun. Það er síðan almenningur sem...

Búið hjá Bjarna

Eftir fund með forsetanum í gær sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að það væru ekki verk ríkisstjórnarinnar sem hefðu sætt sérstakri gagnrýni og að nauðsynlegt væri að hún sæti áfram til að klára mikilvæg verkefni. Lítum aðeins á árangur þessarar ríkisstjórnar. Það sem af er kjörtímabili hefur Bjarni sjálfur sótt milljarða í vasa almennings með hækkun matarskatts en á sama...

Bar-rabb: Þór Saari

Í öðrum þætti Bar-rabbs hitti ég Þór Saari, fyrrverandi þingmann og höfund bókarinnar Hvað er eiginlega að þessu Alþingi? Við röbbuðum m.a. um bókina, leynilegar sálfræðirannsóknir hans á öðrum þingmönnum, vantrauststillögu á forsætisráðherra og stöðu Pírata.

Bar-rabb: Svavar Knútur

Bar-rabb er nýr spjallþáttur sem ég ætla halda úti hér á bloggsíðunni. Í fyrsta þætti hitti ég Svavar Knút á Petersen svítunni og saman drukkum við bjórinn Úlf. Við ræddum um harkið í tónlistinni, Þjóðverja, pólitíkina, mótmæli, mikilvægi þess að skipta um banka, forsetakosningar, formannskosningu í Samfylkingunni og margt fleira. Skál!