Guðmundur Hörður

Guðmundur Hörður

Guðmundur Hörður skrifar um eitt og annað sem honum er efst í huga þá stundina. Hann er menntaður í umhverfisfræði og sagnfræði og hefur meðal annars starfað sem lögreglumaður, blaða- og fréttamaður, stundakennari við Háskóla Íslands, upplýsingafulltrúi og vefstjóri.
Kynt undir galdrabrennu á Vestfjörðum

Guðmundur Hörður

Kynt undir galdrabrennu á Vestfjörðum

·

Vestfirðingar eru alræmdir fyrir að brenna fólk lifandi fyrir meinta galdra. Ef marka má skrif Kristins H. Gunnarssonar þá virðast þeir ekki alveg hafa lagt þann sið af … … nei, þetta er engin leið að tala um fólk. Það er líklega best að byrja aftur. Allt frá því að Vestfirðingar drápu tugi saklausra spænskra skipbrotsmanna hafa þeir verið þekktir...

Hálf tómt glas Loga Bergmanns

Guðmundur Hörður

Hálf tómt glas Loga Bergmanns

·

Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður skrifar nýverið „þetta-unga-fólk-nú-til-dags“ pistil um húsnæðismál sem hefur vakið nokkra athygli og verðskuldaða umræðu. Það er vissulega hægt að taka undir sumt af því sem hann nefnir í pistlinum, ekki síst þar sem hann hvetur ungt fólk til þess að spara meira. Við getum líkleg öll tekið þann boðskap til okkar, sama á hvaða aldri við...

Svifryk, sandur og Mannréttindadómstóll Evrópu

Guðmundur Hörður

Svifryk, sandur og Mannréttindadómstóll Evrópu

·

Það er með eindæmum hvað við getum hjakkað í sömu hjólförunum þegar kemur að pólitískri umræðu. Nú er það hin árlega svifryksmengun sem angrar borgarbúa og stjórnmálamenn bregðast við með hefðbundnum hætti, þeir ræða málið, skapa átakalínur þar sem þær þurfa ekki að vera en framkvæma fátt og vísa í langtímalausnir. Borgarstjórn kýs að nota ástandið til að leiða sjónum...

„Auðvitað já!“

Guðmundur Hörður

„Auðvitað já!“

·

Innan stjórnkerfisins og stjórnmálanna starfar fólk sem hefur á óvenju ósvífinn hátt tekist að tefja rannsókn á einkavæðingu bankanna í rúm fimm ár, einkavæðingu sem leiddi á endanum til hruns íslenska efnahagskerfisins með öllu sem því fylgdi. Alþingi samþykkti ályktun um það í nóvember árið 2012 að hafin yrði rannsókn á einkavæðingunni en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem komst til...

Meiri skattar, meiri skattar og enn meiri skattar

Guðmundur Hörður

Meiri skattar, meiri skattar og enn meiri skattar

·

Nokkuð hefur borið á umræðu um skattamál í þessari kosningabaráttu, enda full þörf á. Ég held að margir geti tekið undir með ungu konunni sem sagði í viðtali við Fréttablaðið um síðustu helgi að það sé tekinn endalaus skattur af fólki og því sé erfitt að leggja fyrir. Hún sagði: „Unga fólkið er að reyna að komast áfram í...

Valdafyllerí í dómsmálaráðuneytinu

Guðmundur Hörður

Valdafyllerí í dómsmálaráðuneytinu

·

Dómsmálaráðherra er óvenju vandmeðfarið ráðuneyti. Það starfar á mörkum framkvæmda- og dómsvalds og útdeilir gæðum til einstaklinga sem síðan eiga að gæta þess, sem hlutlægir dómarar, að stjórnvöld starfi innan marka laga og réttar. Freistingarnar eru þess vegna miklar fyrir þá stjórnmálamenn sem veljast til að gegna starfi dómsmálaráðherra. Það er freistandi að útdeila svo virðulegum og vel launuðum störfum...

Lánþegar þurfa skjól - strax!

Guðmundur Hörður

Lánþegar þurfa skjól - strax!

·

„Að mínu viti þá er þetta svikalogn, það kemur að því að krónan veikist aftur, verðbólgan fer af stað og þá mun koma annað hljóð í strokkinn.“ Þessi viðvörunarorð, sem Kristín Pétursdóttir, forstjóri Mentor, lét falla í viðtali við Viðskiptablaðið nýverið, eru orð í tíma töluð, enda borðleggjandi að krónan mun falla hressilega fyrr eða síðar, líklega fyrr en...

Hver græddi á United Silicon?

Guðmundur Hörður

Hver græddi á United Silicon?

·

Saga United Silicon er einhver sérkennilegasti farsi sem settur hefur verið á svið í íslensku viðskiptalífi, farsi sem hefur kostað almenning bæði lífsgæði og milljarða króna. Ef allt væri með felldu í stjórnkerfinu þá færi fram ítarleg rannsókn á málinu, t.d. á vettvangi Alþingis. Saga United Silicon hefst fyrir alvöru árið 2009  þegar Íslendingur í Danmörku, sem virðist þá hafa...

Bar-rabb: Atli Þór Fanndal

Guðmundur Hörður

Bar-rabb: Atli Þór Fanndal

·

Í níunda þætti Bar-rabbs hitti ég Atla Þór Fanndal blaðamann á Stúdentakjallaranum. Við röbbuðum m.a. um stéttaumræðu í stjórnmálunum, svik Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, mikilvægi þess fyrir vinstri flokka að búa til hreyfingu, vanhæfni sem smitsjúkdóm og stærsta umbótamálið - aðskilnað Sjálfstæðisflokks og ríkissjóðs. 

Lækkum skatta á áfengi

Guðmundur Hörður

Lækkum skatta á áfengi

·

Ég er nýkominn frá útlöndum og fór þá í gegnum þetta furðulega fyrirbæri sem fríhöfnin er. Eins og sannur Íslendingur, alinn upp í áfengiskúltúr okursamfélagsins, setti ég allt það áfengi í innkaupakerruna sem ég mátti kaupa á þeim afsláttarkjörum sem þar eru í boði.  Ég fengi samviskubit gerði ég það ekki, því hvaða neytandi með sæmilegu viti kaupir sér ekki...

Borgin skili umhverfisverðlaunum

Guðmundur Hörður

Borgin skili umhverfisverðlaunum

·

Nú eru tæp þrjú ár liðin síðan Reykjavíkurborg hlaut Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi. Síðan þá hefur frammistaða borgarinnar á sviði umhverfismála borið þess merki að þessi erlenda viðurkenning hafi stigið borgarfulltrúum og embættismönnum borgarinnar til höfuðs. Að minnsta kosti virðast þeir ekki telja neina sérstaka þörf fyrir vandvirkni og metnað á þessu sviði. Tökum nokkur...

Offjárfest á kostnað almennings

Guðmundur Hörður

Offjárfest á kostnað almennings

·

Í gegnum tíðina hefur offjárfesting atvinnuveganna líklega átt stærstan þátt í að skapa óstöðuleika í íslenska hagkerfinu, mun stærri en launahækkanir almennings, þó að okkur sé talin trú um annað.  Verðbólga, gengisfellingar, okurvextir og atvinnuleysi fylgdu yfirleitt í kjölfar mikilla offjárfestinga og pólitískrar úthlutunar fjármagns, t.d. í síldveiðum á 7. áratugnum og þorskveiðum áratuginn þar á eftir. Offjárfestingar í bankakerfinu...

Óviðunandi ástand í Neytendasamtökunum

Guðmundur Hörður

Óviðunandi ástand í Neytendasamtökunum

·

Það er sorglegt að horfa upp á stöðuna í Neytendasamtökunum þar sem formaður og stjórn virðast í harðvítugum átökum. Sjálfur taldi ég að Ólafur Arnarson yrði góður formaður, enda vel að sér, skýr í framsetningu og fylginn sér. Og mér leiddist heldur ekki að fá til starfans harðan andstæðing verðtryggingarinnar. En nú er svo komið að það verður ekki unað...

Bar-rabb: Jón Þórisson

Guðmundur Hörður

Bar-rabb: Jón Þórisson

·

Í áttunda þætti Bar-rabbs hitti ég Jón Þórisson, samstarfsmann Evu Joly og fyrrverandi starfsmann þingflokks Pírata, á Mímisbar. Við röbbuðum m.a. um þingstörfin, lýðræðismál, erlendar fjárfestingar, Evu Joly, rannsóknir á bankakerfinu og stjórnmálaástandið.

Velferðarkerfi efnaðra lögfræðinga

Guðmundur Hörður

Velferðarkerfi efnaðra lögfræðinga

·

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki hikað við að þenja út dómskerfið á undanförnum árum með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur. Ráðherra flokksins afnam reglugerð um hámarks tímagjald sem ríkissjóður greiðir verjendum í opinberum málum, t.d. bankahrunsmálum. Þá kom flokkurinn á millidómstigi sem talið er auka kostnað ríkissjóðs um rúman hálfan milljarð á ári og nú er unnið að því...

Sjálfstæðisflokkurinn skuldar okkur sannleikann

Guðmundur Hörður

Sjálfstæðisflokkurinn skuldar okkur sannleikann

·

„Ég er sjálfstæðismaður.“ Þessa yfirlýsingu má finna í viðtali við Björgólf Guðmundsson, þá framkvæmdastjóri Hafskips, sem birtist í Helgarpóstinum árið 1983. Þar er ferli Björgólfs innan Sjálfstæðisflokksins rakinn – varaformaður Heimdallar, stjórnarmaður í SUS, formaður í Verði, formaður uppstillingarnefndar flokksins og sæti í fjölmörgum nefndum flokksins. Tveimur árum eftir að viðtalið birtist var Hafskip orðið gjaldþrota og árið 1991...