Guðmundur Hörður

Guðmundur Hörður

Guðmundur Hörður skrifar um eitt og annað sem honum er efst í huga þá stundina. Hann er menntaður í umhverfisfræði og sagnfræði og hefur meðal annars starfað sem lögreglumaður, blaða- og fréttamaður, stundakennari við Háskóla Íslands, upplýsingafulltrúi og vefstjóri.
N-ið: Staða Neytendasamtakanna

N-ið: Staða Neyt­enda­sam­tak­anna

Í þess­um þætti fjalla ég um Neyt­enda­sam­tök­in – stöðu þeirra, for­tíð og fram­tíð. Til þess að ræða þetta hef ég feng­ið tvo góða gesti, þau Pálmey Gísla­dótt­ur og Ein­ar Berg­mund, en þau hafa bæði gef­ið kost á sér til stjórn­ar Neyt­enda­sam­tak­anna, en kosn­ing­in fer fram um næstu helgi.

Neyð­ar­lög um lax­eldi

Það skeik­aði að­eins þrem­ur dög­um að Al­þingi minnt­ist tíu ára af­mæl­is neyð­ar­lag­anna um banka­kerf­ið með setn­ingu neyð­ar­laga um stækk­un lax­eld­is. Um mik­il­vægi neyð­ar­lag­anna hina fyrri verð­ur ekki deilt, en neyð­ar­lög­in hin síð­ari byggja á svo vafa­söm­um grunni að þau hljóta að vekja al­var­leg­ar spurn­ing­ar um stjórn­kerf­ið og við­horf ráð­herra til valds. Sjálf­skip­að öngstræti Í fyrsta lagi full­yrti sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra í...
N-ið: Drífa Snædal

N-ið: Drífa Snæ­dal

Í þess­um þætti hitti ég Drífu Snæ­dal, fram­kvæmda­stjóra Starfs­greina­sam­bands Ís­lands, en hún sæk­ist nú eft­ir því að verða kjör­in for­seti Al­þýðsam­bands Ís­lands. Við rædd­um auð­vit­að um sam­eig­in­leg hags­muna­mál stétt­ar­fé­laga og neyt­enda­sam­taka, t.d. neyslu­skatta, mann­sæm­andi hús­næð­is­kerfi, stöðu verka­fólks í land­bún­að­ar­kerf­inu, sam­vinnu­fé­lög og hvort taka þurfi verð­trygg­ing­una úr sam­bandi til að verja heim­il­in ef geng­ið fer að falla og verð­bólga að hækka.
N-ið: Þorsteinn Sæmundsson

N-ið: Þor­steinn Sæ­munds­son

Í þess­um þætti fór ég nið­ur á Al­þingi og tal­aði við Þor­stein Sæ­munds­son, en hann hef­ur ver­ið einn þeirra þing­manna sem sett hef­ur neyt­enda­mál á odd­inn í sín­um mál­flutn­ingi. Við Þor­steinn er­um ágæt­is kunn­ingj­ar frá því við unn­um sam­an fyr­ir nokkr­um ár­um og þó að við sé­um oft ósam­mála um stjórn­mál þá sam­ein­umst við í að­dá­un á góð­um mat og...

Svig­rúm til end­ur­kaupa, ekki launa­hækk­ana

Nú er vax­andi þungi í um­ræð­unni um þung­ar byrð­ar at­vinnu­lífs­ins. Hver „sér­fræð­ing­ur­inn“ á fæt­ur öðr­um stíg­ur fram og ber vitni um að fyr­ir­tæk­in ráði illa við launa­hækk­an­ir í kom­andi kjara­samn­ing­um. Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins seg­ir lít­ið sem ekk­ert til at­vinnu­rek­enda að sækja og formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins seg­ir svig­rúm til launa­hækk­ana lít­ið sem ekk­ert. Það skýt­ur svo­lít­ið skökku við að á...

N-ið: Hlað­varp um neyt­enda­mál

Ég hef ákveð­ið að gefa kost á mér til for­manns Neyt­enda­sam­tak­anna á að­al­fundi 27. októ­ber næst­kom­andi og á næstu vik­um ætla ég að gera nokkra hlað­varps­þætti und­ir heit­inu N-ið, hlað­varp um neyt­enda­mál. Í þess­um þátt­um mun ég með­al ann­ars kíkja nið­ur á Al­þingi, tala við for­ystu­fólk stétt­ar­fé­laga, taka púls­inn á sam­bandi neyt­enda og bænda og reyni að kom­ast að því...
Óvéfengjanlegar heimildir Samtaka atvinnulífsins

Óvé­fengj­an­leg­ar heim­ild­ir Sam­taka at­vinnu­lífs­ins

„Það er margra ára­tuga hag­saga ís­lensks þjóð­fé­lags að óá­byrg­ar launa­hækk­an­ir hafa keyrt upp verð­bólgu og eyðilagt fram­kvæmd sjálf­stæðr­ar pen­inga­stefnu í land­inu“. Þetta full­yrti frétta­mað­ur Stöðv­ar 2 í frétt um kjara­við­ræð­ur á vinnu­mark­aði og berg­mál­aði þar áróð­ur Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna rit­aði ný­ver­ið í leið­ara frétta­bréfs SA að hag­saga eft­ir­stríðs­ár­anna geymdi „óræk­an vitn­is­burð um skip­brot hinn­ar hefð­bundnu ís­lensku ósam­ræmdu...

Lýð­ræð­is­um­bæt­ur af­þakk­að­ar

Það er eft­ir­tekt­ar­vert hversu litla at­hygli og um­ræðu lýð­ræð­is­mál hafa feng­ið að und­an­förnu, ekki síst í þeim kosn­ing­um sem við höf­um geng­ið til á síð­ustu ár­um, og í stjórn­arsátt­mála eru lýð­ræð­is­um­bæt­ur ekki nefnd­ar á nafn nema í millifyr­ir­sögn og kafla um lýð­ræðis­kennslu í skól­um. Ný­af­staðn­ar sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar eru síð­an al­var­leg áminn­ing um það hversu illa okk­ur hef­ur tek­ist upp við að...

Borg­ar­lína, hús­næð­is­mál og hið lýð­ræð­is­lega um­boð

Lík­lega er óhætt að full­yrða að Reykja­vík­ur­borg ræð­ur ekki við tvö stór verk­efni á einu kjör­tíma­bili, til þess hef­ur hún hvorki fjár­hags­lega- né stjórn­sýslu­lega burði. Þess vegna standa ný­kjörn­ir borg­ar­full­trú­ar frammi fyr­ir mjög mik­il­vægri ákvörð­un nú í upp­hafi kjör­tíma­bils – hvort áhersla verði lögð á upp­bygg­ingu borg­ar­línu eða átak í hús­næð­is­mál­um. Ef marka má frétt­ir þá virð­ist margt benda...

Kynt und­ir galdra­brennu á Vest­fjörð­um

Vest­firð­ing­ar eru al­ræmd­ir fyr­ir að brenna fólk lif­andi fyr­ir meinta galdra. Ef marka má skrif Krist­ins H. Gunn­ars­son­ar þá virð­ast þeir ekki al­veg hafa lagt þann sið af … … nei, þetta er eng­in leið að tala um fólk. Það er lík­lega best að byrja aft­ur. Allt frá því að Vest­firð­ing­ar drápu tugi sak­lausra spænskra skip­brots­manna hafa þeir ver­ið þekkt­ir...
Hálf tómt glas Loga Bergmanns

Hálf tómt glas Loga Berg­manns

Logi Berg­mann Eiðs­son fjöl­miðla­mað­ur skrif­ar ný­ver­ið „þetta-unga-fólk-nú-til-dags“ pist­il um hús­næð­is­mál sem hef­ur vak­ið nokkra at­hygli og verð­skuld­aða um­ræðu. Það er vissu­lega hægt að taka und­ir sumt af því sem hann nefn­ir í pistl­in­um, ekki síst þar sem hann hvet­ur ungt fólk til þess að spara meira. Við get­um lík­leg öll tek­ið þann boð­skap til okk­ar, sama á hvaða aldri við...
Svifryk, sandur og Mannréttindadómstóll Evrópu

Svifryk, sand­ur og Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu

Það er með ein­dæm­um hvað við get­um hjakk­að í sömu hjól­för­un­um þeg­ar kem­ur að póli­tískri um­ræðu. Nú er það hin ár­lega svifryks­meng­un sem angr­ar borg­ar­búa og stjórn­mála­menn bregð­ast við með hefð­bundn­um hætti, þeir ræða mál­ið, skapa átakalín­ur þar sem þær þurfa ekki að vera en fram­kvæma fátt og vísa í lang­tíma­lausn­ir. Borg­ar­stjórn kýs að nota ástand­ið til að leiða sjón­um...
„Auðvitað já!“

„Auð­vit­að já!“

Inn­an stjórn­kerf­is­ins og stjórn­mál­anna starfar fólk sem hef­ur á óvenju ósvíf­inn hátt tek­ist að tefja rann­sókn á einka­væð­ingu bank­anna í rúm fimm ár, einka­væð­ingu sem leiddi á end­an­um til hruns ís­lenska efna­hags­kerf­is­ins með öllu sem því fylgdi. Al­þingi sam­þykkti álykt­un um það í nóv­em­ber ár­ið 2012 að haf­in yrði rann­sókn á einka­væð­ing­unni en rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks sem komst til...

Meiri skatt­ar, meiri skatt­ar og enn meiri skatt­ar

Nokk­uð hef­ur bor­ið á um­ræðu um skatta­mál í þess­ari kosn­inga­bar­áttu, enda full þörf á. Ég held að marg­ir geti tek­ið und­ir með ungu kon­unni sem sagði í við­tali við Frétta­blað­ið um síð­ustu helgi að það sé tek­inn enda­laus skatt­ur af fólki og því sé erfitt að leggja fyr­ir. Hún sagði: „Unga fólk­ið er að reyna að kom­ast áfram í...

Valda­fylle­rí í dóms­mála­ráðu­neyt­inu

Dóms­mála­ráð­herra er óvenju vand­með­far­ið ráðu­neyti. Það starfar á mörk­um fram­kvæmda- og dómsvalds og út­deil­ir gæð­um til ein­stak­linga sem síð­an eiga að gæta þess, sem hlut­læg­ir dóm­ar­ar, að stjórn­völd starfi inn­an marka laga og rétt­ar. Freist­ing­arn­ar eru þess vegna mikl­ar fyr­ir þá stjórn­mála­menn sem velj­ast til að gegna starfi dóms­mála­ráð­herra. Það er freist­andi að út­deila svo virðu­leg­um og vel laun­uð­um störf­um...

Lán­þeg­ar þurfa skjól - strax!

„Að mínu viti þá er þetta svika­logn, það kem­ur að því að krón­an veikist aft­ur, verð­bólg­an fer af stað og þá mun koma ann­að hljóð í strokk­inn.“ Þessi við­vör­un­ar­orð, sem Krist­ín Pét­urs­dótt­ir, for­stjóri Mentor, lét falla í við­tali við Við­skipta­blað­ið ný­ver­ið, eru orð í tíma töl­uð, enda borð­leggj­andi að krón­an mun falla hressi­lega fyrr eða síð­ar, lík­lega fyrr en...