Guðmundur Hörður

Guðmundur Hörður

Guðmundur Hörður skrifar um eitt og annað sem honum er efst í huga þá stundina. Hann er menntaður í umhverfisfræði og sagnfræði og hefur meðal annars starfað sem lögreglumaður, blaða- og fréttamaður, stundakennari við Háskóla Íslands, upplýsingafulltrúi og vefstjóri.
N-ið: Þorsteinn Sæmundsson

Guðmundur Hörður

N-ið: Þorsteinn Sæmundsson

Í þessum þætti fór ég niður á Alþingi og talaði við Þorstein Sæmundsson, en hann hefur verið einn þeirra þingmanna sem sett hefur neytendamál á oddinn í sínum málflutningi. Við Þorsteinn erum ágætis kunningjar frá því við unnum saman fyrir nokkrum árum og þó að við séum oft ósammála um stjórnmál þá sameinumst við í aðdáun á góðum mat og...

Svigrúm til endurkaupa, ekki launahækkana

Guðmundur Hörður

Svigrúm til endurkaupa, ekki launahækkana

Nú er vaxandi þungi í umræðunni um þungar byrðar atvinnulífsins. Hver „sérfræðingurinn“ á fætur öðrum stígur fram og ber vitni um að fyrirtækin ráði illa við launahækkanir í komandi kjarasamningum. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir lítið sem ekkert til atvinnurekenda að sækja og formaður Sjálfstæðisflokksins segir svigrúm til launahækkana lítið sem ekkert. Það skýtur svolítið skökku við að á...

N-ið: Hlaðvarp um neytendamál

Guðmundur Hörður

N-ið: Hlaðvarp um neytendamál

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til formanns Neytendasamtakanna á aðalfundi 27. október næstkomandi og á næstu vikum ætla ég að gera nokkra hlaðvarpsþætti undir heitinu N-ið, hlaðvarp um neytendamál. Í þessum þáttum mun ég meðal annars kíkja niður á Alþingi, tala við forystufólk stéttarfélaga, taka púlsinn á sambandi neytenda og bænda og reyni að komast að því...

Óvéfengjanlegar heimildir Samtaka atvinnulífsins

Guðmundur Hörður

Óvéfengjanlegar heimildir Samtaka atvinnulífsins

„Það er margra áratuga hagsaga íslensks þjóðfélags að óábyrgar launahækkanir hafa keyrt upp verðbólgu og eyðilagt framkvæmd sjálfstæðrar peningastefnu í landinu“. Þetta fullyrti fréttamaður Stöðvar 2 í frétt um kjaraviðræður á vinnumarkaði og bergmálaði þar áróður Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri samtakanna ritaði nýverið í leiðara fréttabréfs SA að hagsaga eftirstríðsáranna geymdi „órækan vitnisburð um skipbrot hinnar hefðbundnu íslensku ósamræmdu...

Lýðræðisumbætur afþakkaðar

Guðmundur Hörður

Lýðræðisumbætur afþakkaðar

Það er eftirtektarvert hversu litla athygli og umræðu lýðræðismál hafa fengið að undanförnu, ekki síst í þeim kosningum sem við höfum gengið til á síðustu árum, og í stjórnarsáttmála eru lýðræðisumbætur ekki nefndar á nafn nema í millifyrirsögn og kafla um lýðræðiskennslu í skólum. Nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar eru síðan alvarleg áminning um það hversu illa okkur hefur tekist upp við að...

Borgarlína, húsnæðismál og hið lýðræðislega umboð

Guðmundur Hörður

Borgarlína, húsnæðismál og hið lýðræðislega umboð

Líklega er óhætt að fullyrða að Reykjavíkurborg ræður ekki við tvö stór verkefni á einu kjörtímabili, til þess hefur hún hvorki fjárhagslega- né stjórnsýslulega burði. Þess vegna standa nýkjörnir borgarfulltrúar frammi fyrir mjög mikilvægri ákvörðun nú í upphafi kjörtímabils – hvort áhersla verði lögð á uppbyggingu borgarlínu eða átak í húsnæðismálum. Ef marka má fréttir þá virðist margt benda...

Kynt undir galdrabrennu á Vestfjörðum

Guðmundur Hörður

Kynt undir galdrabrennu á Vestfjörðum

Vestfirðingar eru alræmdir fyrir að brenna fólk lifandi fyrir meinta galdra. Ef marka má skrif Kristins H. Gunnarssonar þá virðast þeir ekki alveg hafa lagt þann sið af … … nei, þetta er engin leið að tala um fólk. Það er líklega best að byrja aftur. Allt frá því að Vestfirðingar drápu tugi saklausra spænskra skipbrotsmanna hafa þeir verið þekktir...

Hálf tómt glas Loga Bergmanns

Guðmundur Hörður

Hálf tómt glas Loga Bergmanns

Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður skrifar nýverið „þetta-unga-fólk-nú-til-dags“ pistil um húsnæðismál sem hefur vakið nokkra athygli og verðskuldaða umræðu. Það er vissulega hægt að taka undir sumt af því sem hann nefnir í pistlinum, ekki síst þar sem hann hvetur ungt fólk til þess að spara meira. Við getum líkleg öll tekið þann boðskap til okkar, sama á hvaða aldri við...

Svifryk, sandur og Mannréttindadómstóll Evrópu

Guðmundur Hörður

Svifryk, sandur og Mannréttindadómstóll Evrópu

Það er með eindæmum hvað við getum hjakkað í sömu hjólförunum þegar kemur að pólitískri umræðu. Nú er það hin árlega svifryksmengun sem angrar borgarbúa og stjórnmálamenn bregðast við með hefðbundnum hætti, þeir ræða málið, skapa átakalínur þar sem þær þurfa ekki að vera en framkvæma fátt og vísa í langtímalausnir. Borgarstjórn kýs að nota ástandið til að leiða sjónum...

„Auðvitað já!“

Guðmundur Hörður

„Auðvitað já!“

Innan stjórnkerfisins og stjórnmálanna starfar fólk sem hefur á óvenju ósvífinn hátt tekist að tefja rannsókn á einkavæðingu bankanna í rúm fimm ár, einkavæðingu sem leiddi á endanum til hruns íslenska efnahagskerfisins með öllu sem því fylgdi. Alþingi samþykkti ályktun um það í nóvember árið 2012 að hafin yrði rannsókn á einkavæðingunni en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem komst til...

Meiri skattar, meiri skattar og enn meiri skattar

Guðmundur Hörður

Meiri skattar, meiri skattar og enn meiri skattar

Nokkuð hefur borið á umræðu um skattamál í þessari kosningabaráttu, enda full þörf á. Ég held að margir geti tekið undir með ungu konunni sem sagði í viðtali við Fréttablaðið um síðustu helgi að það sé tekinn endalaus skattur af fólki og því sé erfitt að leggja fyrir. Hún sagði: „Unga fólkið er að reyna að komast áfram í...

Valdafyllerí í dómsmálaráðuneytinu

Guðmundur Hörður

Valdafyllerí í dómsmálaráðuneytinu

Dómsmálaráðherra er óvenju vandmeðfarið ráðuneyti. Það starfar á mörkum framkvæmda- og dómsvalds og útdeilir gæðum til einstaklinga sem síðan eiga að gæta þess, sem hlutlægir dómarar, að stjórnvöld starfi innan marka laga og réttar. Freistingarnar eru þess vegna miklar fyrir þá stjórnmálamenn sem veljast til að gegna starfi dómsmálaráðherra. Það er freistandi að útdeila svo virðulegum og vel launuðum störfum...

Lánþegar þurfa skjól - strax!

Guðmundur Hörður

Lánþegar þurfa skjól - strax!

„Að mínu viti þá er þetta svikalogn, það kemur að því að krónan veikist aftur, verðbólgan fer af stað og þá mun koma annað hljóð í strokkinn.“ Þessi viðvörunarorð, sem Kristín Pétursdóttir, forstjóri Mentor, lét falla í viðtali við Viðskiptablaðið nýverið, eru orð í tíma töluð, enda borðleggjandi að krónan mun falla hressilega fyrr eða síðar, líklega fyrr en...

Hver græddi á United Silicon?

Guðmundur Hörður

Hver græddi á United Silicon?

Saga United Silicon er einhver sérkennilegasti farsi sem settur hefur verið á svið í íslensku viðskiptalífi, farsi sem hefur kostað almenning bæði lífsgæði og milljarða króna. Ef allt væri með felldu í stjórnkerfinu þá færi fram ítarleg rannsókn á málinu, t.d. á vettvangi Alþingis. Saga United Silicon hefst fyrir alvöru árið 2009  þegar Íslendingur í Danmörku, sem virðist þá hafa...

Bar-rabb: Atli Þór Fanndal

Guðmundur Hörður

Bar-rabb: Atli Þór Fanndal

Í níunda þætti Bar-rabbs hitti ég Atla Þór Fanndal blaðamann á Stúdentakjallaranum. Við röbbuðum m.a. um stéttaumræðu í stjórnmálunum, svik Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, mikilvægi þess fyrir vinstri flokka að búa til hreyfingu, vanhæfni sem smitsjúkdóm og stærsta umbótamálið - aðskilnað Sjálfstæðisflokks og ríkissjóðs. 

Lækkum skatta á áfengi

Guðmundur Hörður

Lækkum skatta á áfengi

Ég er nýkominn frá útlöndum og fór þá í gegnum þetta furðulega fyrirbæri sem fríhöfnin er. Eins og sannur Íslendingur, alinn upp í áfengiskúltúr okursamfélagsins, setti ég allt það áfengi í innkaupakerruna sem ég mátti kaupa á þeim afsláttarkjörum sem þar eru í boði.  Ég fengi samviskubit gerði ég það ekki, því hvaða neytandi með sæmilegu viti kaupir sér ekki...