Guðmundur Hörður

Guðmundur Hörður

Guðmundur Hörður skrifar um eitt og annað sem honum er efst í huga þá stundina. Hann er menntaður í umhverfisfræði og sagnfræði og hefur meðal annars starfað sem lögreglumaður, blaða- og fréttamaður, stundakennari við Háskóla Íslands, upplýsingafulltrúi og vefstjóri.

Full­veld­is­framsal víð­ar en í orkupakka

Því er hald­ið fram að í 3. orkupakk­an­um sé fal­ið framsal á full­veldi Ís­lands til Brus­sel. Það kann vel að vera, þó að sjálf­ur ótt­ist ég það frek­ar að orkupakk­inn færi ís­lensk­um „fjár­málasnill­ing­um“ frelsi til að braska á kostn­að neyt­enda, rétt eins og inn­leið­ing banka­reglu­verks ESB veitti þeim færi á að hvell­sprengja efna­hags­bólu fram­an í þjóð­ina. En þeir...

Kvót­inn, bank­arn­ir og raf­orkan

Spill­ing í stjórn­mál­um og fjár­mála­kerf­inu er stærsta áhyggju­efni Ís­lend­inga á sviði þjóð­mál­anna sam­kvæmt nið­ur­stöðu ár­legr­ar könn­un­ar MMR, en 44% að­spurðra segj­ast hafa slík­ar áhyggj­ur. Lík­lega hef­ur þetta við­horf og al­mennt van­traust í garð stjórn­valda ver­ið frjór jarð­veg­ur fyr­ir and­stöðu við orkupakka 3. Þjóð sem horfði upp á spillta við­skipta- og stjórn­mála­menn eyði­leggja heilt banka­kerfi geld­ur að sjálf­sögðu var­hug við...
Pólitísk eldflaug

Póli­tísk eld­flaug

Okk­ur sem þykja stjórn­mál­in yf­ir­leitt full værð­ar­leg hér á landi sökn­um Birgittu Jóns­dótt­ur af póli­tíska svið­inu – póli­tísku eld­flaug­inni eins og einn vin­ur henn­ar kall­aði hana ný­ver­ið. Ég sló því á þráð­inn til Birgittu og ræddi við hana um stöð­una inn­an Pírata – en fyrst rædd­um við m.a. um mál­skots­rétt­inn, handa­hófs­valda al­menn­ings­deild Al­þing­is, frið­helgi einka­lífs­ins, kín­verska eft­ir­lits­sam­fé­lag­ið, óvand­virkni við inn­leið­ingu...

Brennd­ir líf­eyr­is­sjóð­ir stökkva á eld­inn

Við sem greið­um stór­an hluta launa okk­ar í líf­eyr­is­sjóði ger­um ef­laust flest þá eðli­legu kröfu til stjórn­enda þeirra að þeir vandi sig við fjár­fest­ing­ar, séu frek­ar íhalds­sam­ir en æv­in­týra­gjarn­ir og að þeir séu nægi­lega jarð­bundn­ir til að sjá í gegn­um há­fleyg­ar söluræð­ur brask­ara. Því mið­ur hef­ur stjórn­end­um nokk­urra líf­eyr­is­sjóða orð­ið hált á því svell­inu að und­an­förnu. Má þar t.d. nefna...
Þjóðarsjóður um loftslagsaðgerðir

Þjóð­ar­sjóð­ur um lofts­lags­að­gerð­ir

Los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda hef­ur auk­ist hér á landi þvert á þau markmið sem stjórn­völd hafa sett sér með und­ir­rit­un al­þjóð­legra samn­inga frá 1992 og gerð lofts­lags­áætl­ana frá 2009. Nýj­asta út­spil stjórn­valda, Að­gerða­áætl­un í lofts­lags­mál­um 2018-2030, mun ekki snúa þess­ari þró­un við ef marka má um­sagn­ir um hana. Ólík sam­tök og stofn­an­ir eins og Sam­tök ferða­þjón­ust­unn­ar, Festa – mið­stöð um sam­fé­lags­lega ábyrgð...

Stjórn­völd stefna að auk­inni los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda

Heims­byggð­inni hef­ur al­gjör­lega mistek­ist að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda og það mun bitna illa á lífs­gæð­um þeirra sem nú eru á barns­aldri. Það hef­ur ekki vant­að upp á há­stemmd­ar yf­ir­lýs­ing­ar stjórn­mála­manna um mik­il­vægi þess að draga úr los­un, t.d. hef­ur for­sæt­is­ráð­herra sagt að lofts­lags­breyt­ing­ar séu stærsta verk­efni al­þjóða­sam­fé­lags­ins um þess­ar mund­ir og að við­brögð við þeim skipti öllu um hvernig...

Klaust­ur-upp­tök­urn­ar eru til­efni til saka­mál­a­rann­sókn­ar

K Það er al­veg aug­ljóst að Klaust­ur-upp­tök­urn­ar munu draga dilk á eft­ir sér fyr­ir þá þing­menn sem eru þar í að­al­hlut­verki, en einnig fyr­ir stjórn­kerf­ið allt. Á upp­tök­un­um heyr­ist þing­mað­ur Mið­flokks­ins og fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra lýsa því hvernig hann ákvað ár­ið 2014 að skipa fyrr­ver­andi formann Sjálf­stæð­is­flokks­ins sendi­herra í Washingt­on, gegn lof­orði um að hann ætti inni „svip­að­an“ greiða síð­ar. Um...

Neyð­ar­lög um lax­eldi

Það skeik­aði að­eins þrem­ur dög­um að Al­þingi minnt­ist tíu ára af­mæl­is neyð­ar­lag­anna um banka­kerf­ið með setn­ingu neyð­ar­laga um stækk­un lax­eld­is. Um mik­il­vægi neyð­ar­lag­anna hina fyrri verð­ur ekki deilt, en neyð­ar­lög­in hin síð­ari byggja á svo vafa­söm­um grunni að þau hljóta að vekja al­var­leg­ar spurn­ing­ar um stjórn­kerf­ið og við­horf ráð­herra til valds. Sjálf­skip­að öngstræti Í fyrsta lagi full­yrti sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra í...
N-ið: Drífa Snædal

N-ið: Drífa Snæ­dal

Í þess­um þætti hitti ég Drífu Snæ­dal, fram­kvæmda­stjóra Starfs­greina­sam­bands Ís­lands, en hún sæk­ist nú eft­ir því að verða kjör­in for­seti Al­þýðsam­bands Ís­lands. Við rædd­um auð­vit­að um sam­eig­in­leg hags­muna­mál stétt­ar­fé­laga og neyt­enda­sam­taka, t.d. neyslu­skatta, mann­sæm­andi hús­næð­is­kerfi, stöðu verka­fólks í land­bún­að­ar­kerf­inu, sam­vinnu­fé­lög og hvort taka þurfi verð­trygg­ing­una úr sam­bandi til að verja heim­il­in ef geng­ið fer að falla og verð­bólga að hækka.
N-ið: Þorsteinn Sæmundsson

N-ið: Þor­steinn Sæ­munds­son

Í þess­um þætti fór ég nið­ur á Al­þingi og tal­aði við Þor­stein Sæ­munds­son, en hann hef­ur ver­ið einn þeirra þing­manna sem sett hef­ur neyt­enda­mál á odd­inn í sín­um mál­flutn­ingi. Við Þor­steinn er­um ágæt­is kunn­ingj­ar frá því við unn­um sam­an fyr­ir nokkr­um ár­um og þó að við sé­um oft ósam­mála um stjórn­mál þá sam­ein­umst við í að­dá­un á góð­um mat og...

Svig­rúm til end­ur­kaupa, ekki launa­hækk­ana

Nú er vax­andi þungi í um­ræð­unni um þung­ar byrð­ar at­vinnu­lífs­ins. Hver „sér­fræð­ing­ur­inn“ á fæt­ur öðr­um stíg­ur fram og ber vitni um að fyr­ir­tæk­in ráði illa við launa­hækk­an­ir í kom­andi kjara­samn­ing­um. Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins seg­ir lít­ið sem ekk­ert til at­vinnu­rek­enda að sækja og formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins seg­ir svig­rúm til launa­hækk­ana lít­ið sem ekk­ert. Það skýt­ur svo­lít­ið skökku við að á...

N-ið: Hlað­varp um neyt­enda­mál

Ég hef ákveð­ið að gefa kost á mér til for­manns Neyt­enda­sam­tak­anna á að­al­fundi 27. októ­ber næst­kom­andi og á næstu vik­um ætla ég að gera nokkra hlað­varps­þætti und­ir heit­inu N-ið, hlað­varp um neyt­enda­mál. Í þess­um þátt­um mun ég með­al ann­ars kíkja nið­ur á Al­þingi, tala við for­ystu­fólk stétt­ar­fé­laga, taka púls­inn á sam­bandi neyt­enda og bænda og reyni að kom­ast að því...
Óvéfengjanlegar heimildir Samtaka atvinnulífsins

Óvé­fengj­an­leg­ar heim­ild­ir Sam­taka at­vinnu­lífs­ins

„Það er margra ára­tuga hag­saga ís­lensks þjóð­fé­lags að óá­byrg­ar launa­hækk­an­ir hafa keyrt upp verð­bólgu og eyðilagt fram­kvæmd sjálf­stæðr­ar pen­inga­stefnu í land­inu“. Þetta full­yrti frétta­mað­ur Stöðv­ar 2 í frétt um kjara­við­ræð­ur á vinnu­mark­aði og berg­mál­aði þar áróð­ur Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna rit­aði ný­ver­ið í leið­ara frétta­bréfs SA að hag­saga eft­ir­stríðs­ár­anna geymdi „óræk­an vitn­is­burð um skip­brot hinn­ar hefð­bundnu ís­lensku ósam­ræmdu...

Lýð­ræð­is­um­bæt­ur af­þakk­að­ar

Það er eft­ir­tekt­ar­vert hversu litla at­hygli og um­ræðu lýð­ræð­is­mál hafa feng­ið að und­an­förnu, ekki síst í þeim kosn­ing­um sem við höf­um geng­ið til á síð­ustu ár­um, og í stjórn­arsátt­mála eru lýð­ræð­is­um­bæt­ur ekki nefnd­ar á nafn nema í millifyr­ir­sögn og kafla um lýð­ræðis­kennslu í skól­um. Ný­af­staðn­ar sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar eru síð­an al­var­leg áminn­ing um það hversu illa okk­ur hef­ur tek­ist upp við að...

Mest lesið undanfarið ár