Aron Leví Beck

Aron Leví Beck

Aron Leví Beck er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, formaður Hall­veig­ar, fé­lags ungra jafnaðarmanna í Reykja­vík. Byggingafræðingur, borgar- og fuglanörd
Framtíðarsýn við Grensásveg

Aron Leví Beck

Framtíðarsýn við Grensásveg

·

Ég á mér draum um að Grensásvegur (til norðurs við Miklubraut) verði tekinn algjörlega í gegn. Þetta er þungamiðja borgarinnar og eru miklir möguleikar þarna til að gera líflega og flotta götu. Það er nærri ógerlegt að ganga frá Miklubraut til Suðurlandsbrautar í gegnum Grensás. Slæm landnýting, illa hirtar byggingar, úrsérgengin bílastæði, grámygla, svifryk og hávaði frá bílaumferð er það...

Ekki fleiri hægri slys í Reykjavík

Aron Leví Beck

Ekki fleiri hægri slys í Reykjavík

·

Það eru spennandi tímar í gangi í Reykjavík. Uppbygging af öllu tagi á sér stað um allar koppagrundir, borgarhlutar ganga í gegnum endurnýjun lífdaga og loksins eru alvöru almenningssamgöngur í sjónfæri. Það hefur verið hreint ótrúlegt að fylgjast með umbreytingum á Grandanum og í Hverfisgötu þar sem verslun og mannlíf blómstrar sem aldrei fyrr. Til stendur að reisa glæsilega byggð...

Það þarf ungt fólk í borgarstjórn!

Aron Leví Beck

Það þarf ungt fólk í borgarstjórn!

·

Ég gef kost á mér í 3 sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Bætum stöðu ungs fólksÉg tel mikilvægt að staða ungs fólks í borginni verði bætt. Samkvæmt skýrslu sem fjármálaráðherra lét gera að beiðni þingmanna Samfylkingarinnar kemur það í ljós að nú í fyrsta skipti hefur unga kynslóðin það mun verr en sama kynslóð fyrir tæpum...

Sjálfstæðismenn pissa í skóinn

Aron Leví Beck

Sjálfstæðismenn pissa í skóinn

·

Nýverið héldu sjálfstæðismenn í borginni svokallað Reykjavíkurþing með það að markmiði að móta sér stefnu í borgarmálum ekki síst þá fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Sennilega var slíkur stefnumótunarfundur mikilvægur mörgum og tímabær flokknum sem hefur átt í stökustu vandræðum með að skilgreina sig í borgarmálum. Á þinginu var meðal annars ályktað um að endurskoða nokkuð nýlegt Aðalskipulag borgarinnar með þeirri áralöngu,...

Fordómar gagnvart ákveðnum dýrategundum

Aron Leví Beck

Fordómar gagnvart ákveðnum dýrategundum

·

Við erum öll ólík og höfum mismikinn áhuga á hlutunum hvort sem það eru bílar, tónlist eða dýr. Einnig berum við mismikla virðingu fyrir dýrum, sumir elska þau og dá, aðrir hræðast mörg þeirra. Flestir finna til með dýrum og elska þau, að minnsta kosti sum dýr en augljóst er að mismunun dýra eftir tegundum er mjög algeng. Hunda- og...

Steinsteypa í gatnagerð

Aron Leví Beck

Steinsteypa í gatnagerð

·

Steinsteypa þekkist ekki eingöngu í formi húsbygginga heldur er hún allt í kringum okkur og má þar nefna vegi, brýr, hafnir, gangstéttir, stíflur, rör og svo lengi mætti telja. Efnið er ótrúlega hentugt þar sem um endingu og styrk er að ræða. Í heimildum frá fyrri öldum er lítið talað um hafnarmannvirki. Árið 1882 lét Reykjavíkurborg gera bryggju úr höggnum...

Vistvænt skipulag er málið!

Aron Leví Beck

Vistvænt skipulag er málið!

·

Skipulag snýst um fólk og breytingar á umhverfi þess til lengri tíma. Fólk hefur tilhneigingu til þess að mislíka eða hafna breytingum í þeirra nánasta umhverfi. Stöðugleiki er mikilvægur í daglegu amstri hjá fólki og það hefur áhrif á velferð fólks. Fólk heldur að það sé að missa eitthvað ef það á að fara að breyta því sem það á...

Alkalívirkni verður vandamál á Íslandi

Aron Leví Beck

Alkalívirkni verður vandamál á Íslandi

·

Þó svo að steinsteypa sé sterkt byggingarefni koma upp gallar í henni líkt og með önnur efni. Flestir vita það að timbur fúnar, málmar ryðga, máling flagnar og steypa springur. Oft getur verið talsvert erfitt að átta sig á því hvers vegna þessir hlutir eiga sér stað eða hver eru helstu örsök þeirra hverju sinni og er efnisfræði í byggingariðnaði...

Sement á Íslandi

Aron Leví Beck

Sement á Íslandi

·

Á síðari hluta 19. aldar var innflutningur á sementi í kringum nokkur hundruð tunnur á ári, og um og eftir aldamótin 1900 varð mikil aukning á innflutningi. Ef við lítum snögglega á samanburð innflutnings á þessum árum að þá voru árið 1876 fluttar inn 54 tunnur af sementi, árið 1894 voru þær 384 og loks árið 1903 voru tunnurnar orðnar...

Fyrsta steinsteypta húsið á Íslandi

Aron Leví Beck

Fyrsta steinsteypta húsið á Íslandi

·

Árið 1895 byrjuðu hjólin að snúast. Á bæ, efst í Norðurárdal lét bóndi að nafni Jóhann Eyjólfsson byggja fyrir sig fyrsta steinsteypta húsið í sögu Íslands. Maðurinn sem hann réð í verkið hét Sigurður Hansson en hann var steinsmiður. Í fyrstu huggðist bóndi þó byggja steinhús úr höggnum steini, líkt og hafði verið gert í Reykjavík um þó nokkurt skeið....

Teitur er tilbúinn

Aron Leví Beck

Teitur er tilbúinn

·

Neytendasamtökin kjósa sér nýjan formann um næstu helgi eða laugardaginn 22. október. Þá kemur í ljós hver fær það mikilvæga hlutverk að vera talsmaður neytenda í landinu. Það er ferlega mikilvægt verkefni því þó við séum öll neytendur – og þannig stærsti hagsmunahópur í landinu – þá erum neytendur oft dreifðir og óskipulagðir. Neytendasamtökin þurfa því að vera öflug og...

Arnarhóll slær í gegn!

Aron Leví Beck

Arnarhóll slær í gegn!

·

Varla hefur farið framhjá neinum Íslendingi sá ótrúlegi árangur sem karlalandsliðið í knattspyrnu náði á dögunum í Frakklandi en þar með náðu strákarnir að leika eftir glæsilegan árangur kvennalandsliðsins. Auk þess sem knattspyrnuafrekin náðu að vekja athygli innanlands vakti stemningin meðal íslenskra stuðningsmanna á Arnarhóli ekki síður athygli utan landsteinanna. Bandaríska tímaritið Time gerði stemningunni á Arnarhóli góð skil líkt...

Ingólfstorg sprungið

Aron Leví Beck

Ingólfstorg sprungið

·

Evrópumótið í knattspyrnu hefur sennilega ekki farið framhjá neinum hér á landi. Íslenska karlalandsliðið stendur sig meðan Íslendingar flykkjast til Frakklands til þess að mæta á völlinn. Síminn hefur í samstarfi við Reykjavíkurborg staðið að frábærum viðburðum á Ingólfstorgi þar sem leikjunum er varpað á risaskjá. Þeir sem ekki hafa tök á að fara til Frakklands geta allavega sótt í...

Hvar eru konurnar í byggingariðnaði?

Aron Leví Beck

Hvar eru konurnar í byggingariðnaði?

·

Umræðan um jafnt kynjahlutfall í starfsgreinum hefur farið vaxandi undanfarin ár og því ber að fagna. Íslendingar hafa náð góðum árangri í þessum efnum þó enn sé langt í land. Mér finnst mikilvægt að allir fái sömu tækifæri til þess að mennta sig og að fólk geti starfað við það sem það hefur áhuga á. Þannig fáum við sem mest...

Hugleiðingar um fuglalíf

Aron Leví Beck

Hugleiðingar um fuglalíf

·

Í náttúru Íslands er margt bæði áhugavert og fróðlegt að finna, jarðsaga landsins er merkileg í marga staði og flóran okkar er litrík og falleg. Upplýsingar um fjölda villtra dýrategunda hér á landi eru þó að skornum skammti. Hér má finna hreindýr, refi, minka, skordýr og fiska af ýmsum ættum og flokkum, síðast en ekki síst er hér fjöldi fugla...

Ég kalla á lífgun Laugavegar

Aron Leví Beck

Ég kalla á lífgun Laugavegar

·

Með hækkandi sól eykst fjöldi þeirra sem sækja Laugaveginn. Gaman getur verið á góðviðrisdögum að ganga niður aðalverslunargötu Reykvíkinga, njóta mannlífsins og þeirrar stemningar sem þar getur myndast. En eins og við flest vitum er mikið um framkvæmdir á þessu svæði um þessar mundir sem setur ákveðið strik í reikninginn. Eins og staðan er núna er aðgengi fyrir gangandi vegfarendur...