Græða fimmtán milljarða - segja upp 86 í láglaunastörfum
HB Grandi hefur hagnast um 15 milljarða króna á þremur árum, en segir upp öllu fiskverkunarfólki á Akranesi til að hagræða.
Fréttir
Þekktur andstæðingur innflytjenda skrifar nafnlaust á Eyjuna
Magnús Þór Hafsteinsson, þekktur andstæðingur flóttamanna sem skipaði oddvitasæti hjá Flokki fólksins, skrifar nafnlausar greinar á Eyjuna, meðal annars um að „vargöld“ ríki í Stokkhólmi.
Fréttir
Hefur kostað meira en milljarð að rukka vegfarendur við Hvalfjarðargöngin
Launakostnaður við að rukka vegfarendur í Hvalfjarðargöngin er orðinn meira en milljarður króna. Ríkisstjórnin stefnir á aukna gjaldtöku á þjóðvegum. GAMMA hvetur til einkaframkvæmda. Ríkisendurskoðun taldi einkaframkvæmd ekki vera hagstæðari kost.
Fréttir
Kvótapeningar og ríkisaðstoð að baki einu sterkasta fasteignafélagi landsins
Fasteignafélagið Heimavellir á yfir 900 íbúðir í leigu á öllu landinu. Tveir af stærstu eigendum félagsins hafa hagnast umtalsvert á fiskveiðikvóta og ríkisstyrkjum í landbúnaði. Þá var einn af stærri eigendum félagsins lykilvitni í „Stím-málinu“ svokallaða.
Fréttir
Grunur á að hælisleitendur starfi ólöglega á hóteli í Grundarfirði
Fulltrúar ASÍ, Verkalýðsfélags Snæfellinga og lögregla heimsóttu Hótel Framnes í Grundarfirði vegna gruns um að þar störfuðu ólöglegir starfsmenn. Tveir þeirra eru hælisleitendur frá Pakistan. Eigandi hótelsins segir málið misskilning og byggt á fordómum.
Fréttir
Hreiðar Már leystur úr haldi
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, er laus úr haldi. Hann var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir rúmu ári síðan, en er kominn á áfangaheimili.
Fréttir
Kveður móður sína, sem var myrt: „Hjartahlý, skörp og góð kona sem vildi öllum vel“
Kona sem var myrt af eiginmanni sínum á Akranesi skilur eftir sig dóttur, móður og barnabarn.
Fréttir
Óskað skýringa vegna ísbíltúrs Kaupþingsfanga úr fangelsinu
Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson, sem dæmdir voru í fjögurra til fimm ára fangelsi fyrir alvarleg efnahagsbrot, fóru í sjoppu á Ólafsvík að kaupa sér ís með dýfu. Fangelsismálastjóri hefur óskað skýringa vegna málsins.
FréttirHeimilisofbeldi
Börðu konur fyrir framan börnin - vægari dómur en fyrir að stela mótor
Menn sem börðu sambýliskonur sínar fyrir framan börnin fengu vægari eða jafnþunga dóma og menn sem stálu utanborðsmótor. Í öðru tilvikinu barði maður ólétta konu á heimili hennar.
Rannsókn
Grundartangi: Paradís þungaiðnaðarins
Í starfsleyfum Norðuráls kemur skýrt fram að fyrirtækið sér sjálft um vöktun og rannsóknir á umhverfisáhrifum sínum, og leggur til hvernig sú vinna fer fram. Afleiðing þess, að hagsmunaaðilar vakti sig sjálfir, virðist vera að stór hluti þeirra áhrifa sem álverið hefur á umhverfi sitt, koma aldrei fram í skýrslum þeirra. Norðurál sýnir svo einnig mikinn metnað í því að gera sem minnst úr þeim áhrifum, sem þó sjást. Ekki er að undra, þegar svo gríðarlegir hagsmunir felast í því að allt líti sem best út á pappírum. En rétt er þó, eins og þau benda sjálf á, að farið er eftir lögum í einu og öllu. En við hvern er þá að sakast? Liggur ábyrgðin hjá iðjuverunum sjálfum? Hjá Umhverfis- og Skipulagsstofnun? Er regluverkið ekki nógu stíft? Og hvers vegna fær náttúran aldrei að njóta vafans í stað iðnaðarins?
FréttirManndráp
Vitni í morðmálinu talar: „Ég reyndi í örvæntingu að koma lífi í Kalla“
Heiðar Stefánsson reyndi að bjarga lífi vinar síns eftir árásina á Akranesi. Meintur árásarmaður fékk ávísað morfíntengdu lyfi, að sögn vinar hans, og var á leiðinni á Vog.
Innlit
Á heimili safnarans
Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leikkona og rappari í Reykjavíkurdætrum tekur á móti blaðamanni á heimili móður sinnar, Ilmar Árnadóttur á Bræðraborgarstíg í gamla Vesturbænum. „Ég bý í svo lítilli íbúð með kærastanum mínum að þar eru bara mikilvægustu hlutirnir en hérna eru ennþá allir skemmtilegu hlutirnir“.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.