Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kvótapeningar og ríkisaðstoð að baki einu sterkasta fasteignafélagi landsins

Fast­eigna­fé­lag­ið Heima­vell­ir á yf­ir 900 íbúð­ir í leigu á öllu land­inu. Tveir af stærstu eig­end­um fé­lags­ins hafa hagn­ast um­tals­vert á fisk­veiðikvóta og rík­is­styrkj­um í land­bún­aði. Þá var einn af stærri eig­end­um fé­lags­ins lyk­il­vitni í „Stím-mál­inu“ svo­kall­aða.

Íbúðalánasjóður hefur að undanförnu selt mörg hundruð íbúðir á landinu öllu og eru kaupendur í flestum tilfellum fyrirtæki sem ætla að einbeita sér að leigumarkaði. Fyrirtækið sem hefur verið hvað atkvæðamest í umræddum fasteignakaupum er fasteignafélagið Heimavellir en það hefur keypt jafnt og þétt af Íbúðalánasjóði frá því það var stofnað í janúar árið 2014. Eigendur félagsins eru sagðir 52 talsins en tveir af stærstu eigendum félagsins eiga það sameiginlegt að hafa hagnast á sölu fiskveiðikvóta og notið ríkisaðstoðar í landbúnaði. Þá á félag í skattaskjóli um 6,9% hlut í Heimavöllum og einn eigandinn spilaði lykilhlutverk í „Stím-málinu“ svokallaða þar sem fyrrverandi forstjóri Glitnis, Lárus Welding, var dæmdur í fimm ára fangelsi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu