Borgarráð samþykkti í gær samning við Samtökin ´78 um þjónustu og fræðslu. Samningurinn gerir samtökunum kleift að halda áfram úti starfsemi en fjárhagsstaða þeirra hefur verið mjög knöpp.
Fréttir
3611.060
Gagnrýna tilraun til stofnunar transfóbískra samtaka á Íslandi
Formaður Trans Íslands, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fordæmir tilraunir til að koma á laggirnar Íslandsdeild breskra samtaka sem hún segir að grafi undan réttindum transfólks. Hún segir að hinsegin samfélagið hér á landi sé samheldið og muni hafna öllum slíkum tilraunum.
Fréttir
428
Stjórn Hinsegin daga sigaði lögreglu á hinsegin aktívista
Elínborg Harpa Önundardóttir var handtekin af lögreglu á leið á gleðigönguna í fyrra. Ári síðar biðst stjórn Samtakanna '78 afsökunar á því að hafa ekki brugðist rétt við með afdráttarlausum stuðningi við Elínborgu.
FréttirLögregla og valdstjórn
Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, vill að Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri svari spurningum um leit á gestum Secret Solstice án dómsúrskurðar og handtöku konu á Hinsegin dögum.
Fréttir
Transkona fékk gróf skilaboð eftir að hún notaði karlaklefann í sundi
Skaði Þórðardóttir tónlistarkona segir kvíðavaldandi fyrir transfólk að fara í sund. Hún lýsir einmanaleika og útskúfun. Nú treystir hún sér hvorki í karla- né kvennaklefann eins og er, en segist skilja ef gestir kvennaklefans hafa áhyggjur.
FréttirHinsegin fræðsla í Hafnarfirði
Samtökin '78 segja frumvarp um hatursorðræðu geta verið túlkað sem stuðningsyfirlýsingu við fordóma
Samtökin '78 mótmæla frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra sem rýmkar svigrúm til að rógbera og smána hópa á grundvelli kynþáttar og kynhneigðar. „Hatursorðræða er undanfari ofbeldis,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum.
ÚttektTrans fólk
Trans manni vísað úr Laugardalslaug fyrir að nota karlaklefa
Starfsfólk Laugardalslaugar fór fram á að trans maðurinn Prodhi Manisha notaði ekki karlaklefa laugarinnar, jafnvel þótt mannréttindastefna borgarinnar taki skýrt fram að það sé óheimilt að mismuna fólki eftir kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu eða kyneinkennum. Formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs vill leyfa kynvitund að ráða vali á búningsklefum í sundlaugum.
Fréttir
Skilti um einkavæðingu sett upp í óþökk Sjálfstæðisflokksins
Óprúttnir aðilar virðast hafa sett upp skilti á Laugaveginum á meðan Reykjavík Pride stóð yfir. Á skiltinu mælir Sjálfstæðisflokkurinn með einkavæðingu. „Ekki á vegum flokksins,“ segir formaður SUS.
Fréttir
Erfitt fyrir innflytjendur að koma út sem trans eða kynsegin
Andie Fontaine, blaðamaður og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna, segir önnur lönd standa Íslandi framar hvað varðar ferli trans og kynsegin fólks. Ferlið sé enn erfiðara fyrir fólk án íslensks ríkisborgararéttar. Hán kom nýverið út og óttast skriffinsku og nærgöngular spurningar í ferlinu.
MyndirTrans fólk
„Ég er ekki kona“
Prodhi Manisha er pankynhneigður transmaður sem jafnframt er húmanisti utan trúfélags. Þessi einkenni hans voru grundvöllur þess að honum var veitt staða flóttamanns á Íslandi. Hann var skráður karlmaður hjá Útlendingastofnun á meðan hann hafði stöðu hælisleitanda en það breyttist þegar honum var veitt hæli. Nú stendur ekki lengur karl á skilríkjunum hans, heldur kona. Það segir hann segir ólýsanlega sársaukafullt eftir alla hans baráttu. Hann leitar nú réttar síns.
Viðtal
Amma hjálpaði til með dragið
Magnús Bjarni Gröndal gefur staðalímyndum fingurinn sem dragdottning og þungarokkari.
Fréttir
Ísland fellur á Regnbogakortinu
Engin lög samþykkt á síðasta ári sem jöfnuðu stöðu hinsegin fólks eða tryggðu vernd þess. Mikilvægast að tryggja réttindi intersex- og transfólks. Stjórnarskráin ver ekki hinsegin fólk.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.