Hinsegin fólk
Flokkur
Trans manni vísað úr Laugardalslaug fyrir að nota karlaklefa

Trans manni vísað úr Laugardalslaug fyrir að nota karlaklefa

·

Starfsfólk Laugardalslaugar fór fram á að trans maðurinn Prodhi Manisha notaði ekki karlaklefa laugarinnar, jafnvel þótt mannréttindastefna borgarinnar taki skýrt fram að það sé óheimilt að mismuna fólki eftir kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu eða kyneinkennum. Formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs vill leyfa kynvitund að ráða vali á búningsklefum í sundlaugum.

Skilti um einkavæðingu sett upp í óþökk Sjálfstæðisflokksins

Skilti um einkavæðingu sett upp í óþökk Sjálfstæðisflokksins

·

Óprúttnir aðilar virðast hafa sett upp skilti á Laugaveginum á meðan Reykjavík Pride stóð yfir. Á skiltinu mælir Sjálfstæðisflokkurinn með einkavæðingu. „Ekki á vegum flokksins,“ segir formaður SUS.

Erfitt fyrir innflytjendur að koma út sem trans eða kynsegin

Erfitt fyrir innflytjendur að koma út sem trans eða kynsegin

·

Andie Fontaine, blaðamaður og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna, segir önnur lönd standa Íslandi framar hvað varðar ferli trans og kynsegin fólks. Ferlið sé enn erfiðara fyrir fólk án íslensks ríkisborgararéttar. Hán kom nýverið út og óttast skriffinsku og nærgöngular spurningar í ferlinu.

„Ég er ekki kona“

„Ég er ekki kona“

·

Prodhi Manisha er pankynhneigður transmaður sem jafnframt er húmanisti utan trúfélags. Þessi einkenni hans voru grundvöllur þess að honum var veitt staða flóttamanns á Íslandi. Hann var skráður karlmaður hjá Útlendingastofnun á meðan hann hafði stöðu hælisleitanda en það breyttist þegar honum var veitt hæli. Nú stendur ekki lengur karl á skilríkjunum hans, heldur kona. Það segir hann segir ólýsanlega sársaukafullt eftir alla hans baráttu. Hann leitar nú réttar síns.

Amma hjálpaði til með dragið

Amma hjálpaði til með dragið

·

Magnús Bjarni Gröndal gefur staðalímyndum fingurinn sem dragdottning og þungarokkari.

Ísland fellur á Regnbogakortinu

Ísland fellur á Regnbogakortinu

·

Engin lög samþykkt á síðasta ári sem jöfnuðu stöðu hinsegin fólks eða tryggðu vernd þess. Mikilvægast að tryggja réttindi intersex- og transfólks. Stjórnarskráin ver ekki hinsegin fólk.

Ástin beygði valdið

Ástin beygði valdið

·

Amir Shokrgoz­ar og Jó­hann Emil Stef­áns­son gengu í hjónaband á Ítalíu í nóvember síðastliðnum og í desember fékk Amir loksins að snúa aftur heim til Íslands, rúmum tíu mánuðum eftir að honum var vísað úr landi með lögreglufylgd. Þeir líta björtum augum á framtíðina og eru þakklátir öllum þeim sem hafa veitt þeim hjálparhönd.

Skrásetja hatur gegn hinsegin fólki á Íslandi

Skrásetja hatur gegn hinsegin fólki á Íslandi

·

Ugla og Svanhvít hafa safnað saman hatursfullum ummælum gegn hinsegin fólki af kommentakerfum og samfélagsmiðlum síðustu tvö ár, en þau segja að þau séu algengari en flesta grunar. Af eigin raun segja þau að fólkið sem lætur þessi hatursfullu orð falla sé mestmegnis einsleitur hópur af eldri karlmönnum sem eru virkir í kommentakerfum og lýsa yfir andúð sinni gegn mörgum mismunandi minnihlutahópum.

Togarajaxlinn sem var kona

Togarajaxlinn sem var kona

·

Anna Kristjánsdóttir var lengi kona í karlmannslíkama. Drengurinn Kristján klæddi sig í kvenmannsföt og leyndi því að hann var stúlka. Gekk í hjónaband og eignaðist þrjú börn. Laumaðist í föt eiginkonunnar. En konan varð á endanum yfirsterkari og fór í kynleiðréttingu. Anna er sátt í dag eftir að hafa sigrast á erfiðleikum við að fá að lifa sem transkona.