Fullyrðingar um kaupmáttaraukningu vafasamar
Hagfræðideild Landsbankans og Samtök atvinnulífsins draga vafasamar ályktanir um aukningu kaupmáttar út frá hagtölum. Ekki er tekið tillit til tekjufalls þúsunda manns sem misst hafa atvinnu og hafa því orðið fyrir kaupmáttarskerðingu.
Greining
55172
Fjárlagafrumvarpið muni auka ójöfnuð og fátækt
Ríkissjóður verður rekinn með 900 milljarða króna halla næstu fimm árin. Hallinn verður fjármagnaður með lántöku. Hagfræðingar hafa áhyggjur af því hversu lágum atvinnuleysisbótum er haldið.
Úttekt
641
Atlögur stjórnmálamanna að trúverðugleika háskólafólks
Stjórnmálamenn reyna stundum að draga úr trúverðugleika háskólamanna með því að gera þeim upp pólitískar skoðanir eða annarleg sjónarmið. Mál Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors sýnir líklega hvernig kaupin gerast oft á eyrinni án þess að það komist nokkurn tímann upp.
Fréttir
Segir verðtryggingarfrumvarp „hafa fyrst og fremst neikvæð áhrif á meðlimi annarra stéttarfélaga“
Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir að þeim sem kröfðust afnáms verðtryggingarinnar sé bjargað frá neikvæðum áhrifum verðtryggingarfrumvarpsins með víðtækum undanþágum.
Fréttir
Hvað gerist ef WOW fer í þrot?
Ef flugfélaginu tekst ekki að fjármagna sig með skuldabréfaútboði gætu kröfuhafar tekið það yfir eða ríkið komið til bjargar. Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor segir að gjaldþrot félagsins myndi ekki valda kerfishruni en þó hafa í för með sér aukna verðbólgu, atvinnuleysi og hærri húsnæðislán.
FréttirFiskveiðar
Um 16 prósent auðlindarentunnar runnu til almennings
Frá 2010 til 2015 greiddu eigendur útgerðarfyrirtækja sér samtals um 54,3 milljarða í arð. Um leið runnu að meðaltali 15,8 prósent auðlindarentunnar í sjávarútvegi til ríkisins í formi veiðigjalda.
Fréttir
Segir óráð að fjarlægja húsnæðisliðinn úr vísitölu
„Vísitalan yrði gagnslaus sem verðmælingartæki bæði fyrir lánveitendur og fyrir þá sem semja um kaup og kjör,“ segir Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, um hugmyndir Flokks fólksins og Framsóknarflokksins um að aftengja leigu og verð húsnæðis frá vísitölumælingum Hagstofunnar.
FréttirVaxandi misskipting
Lausnin felst í samstöðu grasrótarinnar, aukinni menntun og algjörri hugarfarsbreytingu
Hvernig bregst fólk við þegar atvinnuöryggi minnkar og misskipting eykst? Æ fleiri leita í fang sterkra leiðtoga sem boða auðveldar lausnir á meðan þeir egna ólíkum þjóðfélagshópum saman. Stundin ræddi við fræðimenn um misskiptinguna í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Þeir benda meðal annars á að aukin menntun stuðli að meiri jöfnuði.
Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor, sem hefur verið settur ritstjóri yfir staðreyndavakt Vísindavefsins vegna Alþingiskosninganna, segist árangurslaust hafa reynt að leiðrétta „alvarlega rangfærslu“ Gunnars Braga Sveinssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Gunnar Bragi er ósáttur við val Vísindavefsins á ritstjóra staðreyndavaktarinnar.
Fréttir
Ráðherra ósáttur við val á ritstjóra staðreyndavaktar Vísindavefsins
Gunnar Bragi Sveinsson telur óheppilegt að Þórólfur Matthíasson staðreyndatékki Framsóknarmenn. Framsóknarfólk og Þórólfur séu sjaldan „sammála um staðreyndir“.
FréttirFiskveiðar
Hagfræðingar hella sér yfir Jón og Gunnar: „Rökþrota“ og „taka upp hráar röksemdir hagsmunaðila“
Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegsráðherra og Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, sögðu í viðtölum á RÚV í gær að ekki kæmi til greina að bjóða upp fiskveiðikvóta líkt og Færeyingar hafa gert. Hagfræðingarnir Jón Steinsson og Þórólfur Matthíasson hafa ýmislegt við rökstuðning þeirra að athuga.
Fréttir
Reglur um skattagrið geti ýtt undir skattaundanskot
Hagfræðingar segja að skattagrið geti gert skattundanskot og geymslu fjár í skattaskjólum eftirsóknarverðari en ella. Óljóst er hvort reglur um skattagrið verði settar áður en kjörtímabilinu lýkur.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.