Stríð
Flokkur
Vitnin sem fjölmiðlar hunsuðu og skömm OPCW

Berta Finnbogadóttir

Vitnin sem fjölmiðlar hunsuðu og skömm OPCW

Berta Finnbogadóttir

Berta Finnbogadóttir segir í aðsendri grein að sannleikurinn um árásina í Douma í Sýrlandi hafi verið þaggaður niður af Vesturlöndum.

Uppljóstrari fordæmir ritskoðun efnavopnaskýrslu

Uppljóstrari fordæmir ritskoðun efnavopnaskýrslu

Wikileaks og Stundin birta í dag tölvupóst frá uppljóstrara innan Efnavopnastofnunarinnar í Haag, OPCW. Þar rekur hann hvernig yfirmenn hans hagræddu staðreyndum í skýrslu um meinta efnavopnaárás í Sýrlandi í fyrra. Niðurstöðurnar komi ekki heim og saman við þau gögn sem hann og aðrir sérfræðingar söfnuðu á vettvangi.

Efnavopnastofnun sökuð um að falsa Sýrlandsskýrslu

Efnavopnastofnun sökuð um að falsa Sýrlandsskýrslu

Sérfræðingar á vegum Efnavopnastofnunarinnar OPCW gera alvarlegar athugasemdir við framsetningu gagna sem þeir tóku þátt í að safna í Sýrlandi. Vafi liggur á um hvort efnavopnum hafi í raun verið beitt í borginni Douma í fyrra. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar gerðu loftárásir á Sýrlandsstjórn í refsiskyni áður en nokkrar sannanir lágu fyrir.

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

Bandaríkjastjórn sveik sína nánustu bandamenn gegn ISIS á dögunum með því að gefa Tyrkjum skotleyfi á varnarsveitir Kúrda í Sýrlandi. Erdoğan Tyrklandsforseti er hins vegar kominn í stórkostleg vandræði og innrás hans er í uppnámi eftir að Kúrdar ventu kvæði sínu í kross og gerðu bandalag við Rússa og sýrlenska stjórnarherinn. Um leið og Bandaríkjaher er að hverfa á brott frá landinu virðist allt stefna í lokauppgjör í borgarastríðinu sem hefur geisað í átta ár.

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

Bandalagsríki Íslendinga í Nató hótar að láta 3,6 milljónir hælisleitenda „flæða“ yfir Evrópu ef árás Tyrkja á Sýrland verður skilgreind sem innrás. Stjórnarher Sýrlands, studdur af Írönum og Rússum, stefnir í átt að tyrkneskum hersveitum. Gagnrýni á innrásina hefur verið gerð refsiverð og tyrkneska landsliðið í knattspyrnu tekur afstöðu með innrásinni.

Stríðsástand við Persaflóa

Stríðsástand við Persaflóa

Ný stríðsátök við Persaflóa virðast nánast óhjákvæmileg eftir skæðar árásir á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu. Árásirnar drógu verulega úr framleiðslugetu og hækkuðu strax heimsmarkaðsverð olíu. Írönum er kennt um og Trump Bandaríkjaforseti segist aðeins bíða eftir grænu ljósi frá Sádum til að blanda sér í átökin.

„Námurnar tökum við allavega“

Illugi Jökulsson

„Námurnar tökum við allavega“

Illugi Jökulsson

Var farið voðalega illa með Þjóðverja eftir fyrri heimsstyrjöldina? Hvernig hefðu þeir sjálfir skipulagt heiminn ef þeir hefðu unnið?

Lánabækur, lekar og leynikisur

Lánabækur, lekar og leynikisur

Julian Assange og Wikileaks eru aftur í heimsfréttunum en á dögunum var stofnandi lekasíðunnar handtekinn í sendiráði Ekvador í Lundúnum eftir sjö ára langt umsátur lögreglu. Gefin hefur verið út ákæra á hendur honum í Bandaríkjunum fyrir að birta leyniskjöl og framtíð hans er óráðin. Assange og Wikileaks hafa haft sterkar tengingar við Ísland frá því áður en flestir heyrðu þeirra getið á heimsvísu.

Drápsvélmenni fortíðar og framtíðar

Drápsvélmenni fortíðar og framtíðar

Bandaríska varnarmálaráðuneytið hóf nýlega útboð á samningum til að þróa og framleiða drápsvélmenni framtíðarinnar. Hugmyndin, um að nota ómönnuð vopn í hernaði, er reyndar ekki ný af nálinni en aldrei fyrr hafa möguleikarnir verið jafn margir eða eins ógnvekjandi.

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“

Jasmina Crnac flutti til Íslands í kjölfar styrjaldanna á Balkanskaga á tíunda áratugnum. Hún segir Íslendinga eiga erfitt með að skilja aðstæður þeirra sem flýja hörmungar og gagnrýnir umræðu um meintan sóðaskap hælisleitenda.

Enginn Íslendingur þiggur sjúkragreiðslur fyrir þátttöku í hernaði nasista

Enginn Íslendingur þiggur sjúkragreiðslur fyrir þátttöku í hernaði nasista

Yfir 2.000 manns á heimsvísu þiggja greiðslur frá þýska ríkinu vegna heilsutjóns í hernaði nasista í seinni heimsstyrjöld. Margir þeirra voru hliðhollir Nasistaflokknum.

Vinir Hauks efast um opinberu frásögnina

Vinir Hauks efast um opinberu frásögnina

Varnarsveitir Kúrda hafa gefið það út að Haukur Hilmarsson hafi farist í árás Tyrklandshers þann 24. febrúar 2018. Snorri Páll Jónsson hefur síðastliðið ár reynt að komast til botns í því hvað varð um besta vin hans. Hann á erfitt með að taka hina opinberu sögu trúanlega enda stangast frásagnir félaga Hauks af vettvangi á við hana að verulegu leyti.