Ásmundur Einar mun hvetja til að rannsókn á Laugalandsmáli verði hraðað
Tryggt verður að fjárskortur standi því ekki fyrir þrifum að hægt verði að rannsaka hvort stúlkur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu hafi sætt illri meðferð og ofbeldi, segir félagsmálaráðherra.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Rannsókn á starfsemi meðferðarheimilisins Laugalands ekki í forgangi og langt í niðurstöðu
Rannsókn á því hvort stúlkur hafi verið beittar illri meðferð og ofbeldi á meðferðarheimilinu er enn á undirbúningsstigi hjá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar. Vinna á rannsóknina meðfram daglegum verkefnum „og því ljóst að niðurstaðna er ekki að vænta á næstunni,“ segir í svari við fyrirspurn Stundarinnar.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Rannsókn á meðferðarheimilinu Laugalandi ekki enn hafin
Mánuður er liðinn síðan Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar var falið að rannsaka hvort stúlkur á Laugalandi hefðu verið beittar harðræði eða ofbeldi. Settur forstjóri hefur ekki svarað spurningum Stundarinnar og forstjóri Barnaverndarstofu vill ekki veita viðtal.
Fréttir
Fengu opinber verkefni fyrir tugi milljóna án útboðs
Ráðgjafarfyrirtæki Guðfinnu Bjarnadóttur hefur fengið greiðslur frá Landspítalanum umfram þau mörk sem miðað er við að framkvæma eigi útboð. Landspítalinn segir fjárhagslega hagkvæmt að viðhalda samningnum við fyrirtækið.
Fréttir
Atvinnuvegaráðuneytið brýtur á bændum
Ekki hefur enn verið gengið frá samningum um bætur við bændur í Skagafirði sem skyldaðir voru til að skera niður fé sitt vegna riðu. Með því er brotið gegn reglugerð þar um. Atli Már Traustason, bóndi á Syðri-Hofdölum, segir nógu erfitt að lenda í niðurskurði þó ekki þurfi að slást við ráðuneytið um samninga vegna bóta.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Forstjóri Barnaverndarstofu beitti sér hart til varnar Ingjaldi
Bragi Guðbrandsson, þáverandi forstjóri Barnaverndarstofu, lagðist þungt á ritstjóra og blaðamann DV vegna umfjöllunar um meint ofbeldi af hálfu Ingjalds Arnþórssonar, þáverandi forstöðumanns meðferðarheimilisins á Laugalandi. Þá beitti Bragi sér fyrir því að félagsmálaráðuneytið kannaði ekki ásakanir á hendur Ingjaldi og mælti með að ráðherra tjáði sig ekki um málið.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Bragi beitti sér gegn því að ráðuneytið kannaði ábendingar um ofbeldi
Fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson, hvatti félagsmálaráðherra til að gera sem minnst úr ásökunum á hendur forstöðumanni meðferðarheimilisins Laugalands, Ingjaldi Arnþórsyni, við fjölmiðla. Þá lagðist hann einnig gegn því að félagsmálaráðuneytið aflaði gagna um málið.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Ítrekaðar upplýsingar bárust um illa meðferð á Laugalandi en Barnaverndarstofa brást ekki við
Gögn frá umboðsmanni barna sýna að þangað bárust ítrekaðar tilkynningar á árunum 2000 til 2010 um slæmar aðstæður barna á vistheimilunum Varpholti og Laugalandi, sem rekið var af sömu aðilum. Var Barnaverndarstofu gert viðvart vegna þess. Fleiri kvartanir bárust beint til Barnaverndarstofu, en þáverandi forstjóri, Bragi Guðbrandsson, kannaðist ekkert við málið þegar leitað var svara við því af hverju ekki var brugðist við og starfsemin aldrei rannsökuð.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Rannsókn á Laugalandi líklega ákveðin á miðvikudag
Fulltrúar kvenna sem lýst hafa ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi funduðu með Ásmundi Einari Daðasyni félags- og barnamálaráðherra fyrir helgi. Annar fundur hefur verið boðaður á miðvikudaginn.
Úttekt
Selur bankann sem fjölskyldan átti
Bjarni Benediktsson upplýsti ekki um aðkomu sína að fjárfestingum Engeyinga á meðan hann sat á þingi í aðdraganda hruns. Fjölskylda hans átti ráðandi hlut í Íslandsbanka sem lánaði félögum þeirra tugi milljarða króna og einnig Bjarna persónulega. Nú mælir hann fyrir sölu ríkisins á hlut í bankanum. Forsagan skaðar traust, að mati samtaka gegn spillingu.
Fréttir
Þingmenn lengi að læra á starfið
Rannsókn sýnir að þingmenn fá litla þjálfun í þingstörfum og skilja sumir ekki starfshætti árum eftir að þeir taka fyrst sæti.
Fréttir
Fiskistofa semur án útboðs við fyrirtæki tengt fjármálastjóra ríkisstofnunarinnar
Ríkisstofnunin Fiskistofa útvistaði tölvuvinnslu hjá stofnuninni til einkafyrirtækis á Akureyri sem heitir Þekking Tristan í nýafstöðnum skipulagssbreytingum. Fjármála- og mannauðsstjóri Fiskistofu, Hildur Ösp Gylfadóttir, er varaformaður stjórnar KEA sem er annar hluthafi tölvufyrirtækisins. Hún segist hafa sagt sig frá aðkomu að málinu vegna hagsmunatengslanna.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.