Einbýlishúsið sem Björn Ingi keypti með auglýsingainneign ekki lengur í hans eigu
Fyrrverandi útgefandi DV og Pressunnar keypti hús með kúlulánum frá GAMMA og inneign á auglýsingum. Félag í eigu fyrrverandi starfsmanns GAMMA eignaðist húsið eftir að þrengja tók að Birni Inga fjárhagslega.
ÚttektFjölmiðlamál
Framkvæmdastjóri Pressunnar seldi íbúð sína til mágs síns í aðdraganda gjaldþrots fjölmiðlafyrirtækisins
Pressumálið heldur áfram að vinda upp á sig í fjölmiðlum með skeytasendingum á milli Björns Inga Hrafnssonar og Róberts Wessmann og viðskiptafélaga hans. Pressumálið er eitt af mörgum á skrautlegum ferli Björns Inga Hrafnssonar þar sem hann blandar saman vinnu sinni og persónulegum viðskiptum sínum og fjármálum.
FréttirFjölmiðlamál
Arnar á Landrover-jeppa í boði fjölmiðlafyrirtækis sem safnaði 500 milljóna króna skattaskuldum
Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri Vefpressunnar ehf., keyrði um á nýjum Landrover-jeppa sem Pressan ehf. greiddi fyrir. Bæði Arnar og Björn Ingi Hrafnsson keyrðu um á slíkum jeppum þegar niðurskurður átti sér stað á fjölmiðlum Pressunnar og vörsluskatta- og iðgjaldaskuldir söfnuðust upp við ríkið og lífeyrissjóði.
FréttirFjölmiðlamál
Pressan greiddi 350 þúsund á mánuði fyrir jeppa undir Björn Inga
Þó Pressan ehf. hafi verið ógjaldfær frá árinu 2014 að mati nýrrar stjórnar fyrirtækisins hefur fyrirtækið greitt rúmlega 4 milljónir króna á ári í leigu fyrir Landrover Discovery jeppa Björns Inga Hrafnssonar. Björn Ingi segist hafa yfirtekið samninginn um bílinn. Deilur um eignarhald á fjölmiðlum Pressunnar hafa staðið yfir og Björn Ingi verið kærður fyrir fjárdrátt.
Sigurður G. Guðjónsson talar um eignarhald sitt á Frjálsri fjölmiðlun sem biðleik. Allir skattaskuldir fjölmiðlanna sem fyrirtækið keypti af Pressunni hafa verið greiddar. Lögmaðurinn vinnur að því að fá fleiri fjárfesta að félaginu. Leynd ríkir um fjármögnun Frjálsrar fjölmiðlunar.
FréttirEignarhald DV
Jón Steinar kom að kaupunum á DV og Pressunni
Jón Steinar Gunnlaugsson hefur unnið að viðskiptunum með fjölmiðla Presssunnar ásamt Sigurði G. Guðjónssyni. Enn liggur ekki ljóst fyrir hverijr það eru sem kaupa fjölmiðla Pressunnar. Björn Ingi Hrafnsson var í persónulegum ábyrgðum fyrir yfirdrætti fjölmiðlanna í bankakerfinu.
FréttirFjölmiðlamál
Pressunni stefnt út af 40 milljóna króna skuld
Fjölmiðlar seldir út úr Pressunni, fjölmiðlafyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, vegna erfiðrar skuldastöðu fyrirtækisins. Að minnsta kosti þrjú mál hafa verið höfðuð gegn Pressunni út af ógreiddum skuldum.
ÚttektFjölmiðlamál
Fall íslenskra fjölmiðla og hjálpin frá hagsmunaaðilum
Erfitt rekstrarumhverfi fjölmiðla gerir það að verkum að til þess að halda úti fjölmennri ritstjórn þurfa fjölmiðlar að reiða sig á fjársterka aðila til að niðurgreiða taprekstur félagsins. Íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt vilja til að styrkja sjálfstæða blaðamennsku, þrátt fyrir að forsætisráðherra hafi sagt fjölmiðla lítið annað en skel vegna manneklu og fjárskorts. Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur enn ekki skilað inn tillögum til ráðherra.
FréttirFjölmiðlamál
Sótt að Pressunni vegna 90 milljóna skuldar: Björn Ingi flytur inn í 320 fermetra einbýlishús
Björn Ingi Hrafnsson leigir einbýlishús sem er í eigu félags á Möltu sem er einn hluthafa eignarhaldsfélagsins Borgunar. Málaferli gegn Pressunni ehf. vegna rúmlega 90 milljóna láns, sem veitt var til að kaupa DV ehf. 2014, hafa verið þingfest. Eigandi skuldar Pressunnar ehf. vill ekki ræða málið en staðfestir að það sé vegna vangoldinnar skuldar.
Fréttir
Rifta samningi við Björn Inga Hrafnsson
Vegna fyrirsjáanlega vanefnda á greiðslu kaupverðs og slæmrar fjárhagsstöðu Pressunnar ehf. hefur kaupum á tímaritaútgáfunni Birtíngi verið rift. Björn Ingi Hrafnsson segir starfsfólk sitt vera á of háum launum, en sjálfur fær hann 1,9 milljónir króna í laun.
Fréttir
Farið fram á nauðungaruppboð hjá Birni Inga Hrafnssyni
Farið var fram á nauðungaruppboð hjá Birni Inga Hrafnssyni, aðaleiganda Vefpressunnar, DV og fleiri fjölmiðla. Hann fékk kúlulán frá Kviku banka með veiku veði. Hann hefur keypt sjónvarpsstöð og tímaritaútgáfu á sama tíma og hann hefur verið í vanskilum. Hann segir málið ekki tengjast fjölmiðlarekstri hans, það hafi verið leyst og að óeðlilegt sé að fjalla um það.
FréttirAlþingiskosningar 2016
Sigmundur Davíð: „Mun aldrei gefast upp fyrir skíthælunum sem hafa þráð að drepa mig“
Greint er frá því að formaður Framsóknarflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafi sagt á fundi með flokksmönnum í Skagafirði, að eina leiðin til þess að „drepa sig“ væri ef Framsóknarmenn sjálfir myndu sjá um „aftökuna“.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.