Þessi grein er meira en 3 ára gömul.

Fall íslenskra fjölmiðla og hjálpin frá hagsmunaaðilum

Erfitt rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla ger­ir það að verk­um að til þess að halda úti fjöl­mennri rit­stjórn þurfa fjöl­miðl­ar að reiða sig á fjár­sterka að­ila til að nið­ur­greiða ta­prekst­ur fé­lags­ins. Ís­lensk stjórn­völd hafa ekki sýnt vilja til að styrkja sjálf­stæða blaða­mennsku, þrátt fyr­ir að for­sæt­is­ráð­herra hafi sagt fjöl­miðla lít­ið ann­að en skel vegna mann­eklu og fjár­skorts. Nefnd um rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla hef­ur enn ekki skil­að inn til­lög­um til ráð­herra.

Erfitt rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla ger­ir það að verk­um að til þess að halda úti fjöl­mennri rit­stjórn þurfa fjöl­miðl­ar að reiða sig á fjár­sterka að­ila til að nið­ur­greiða ta­prekst­ur fé­lags­ins. Ís­lensk stjórn­völd hafa ekki sýnt vilja til að styrkja sjálf­stæða blaða­mennsku, þrátt fyr­ir að for­sæt­is­ráð­herra hafi sagt fjöl­miðla lít­ið ann­að en skel vegna mann­eklu og fjár­skorts. Nefnd um rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla hef­ur enn ekki skil­að inn til­lög­um til ráð­herra.

Helstu fjölmiðlar landsins eru ýmist í gríðarlegum rekstrarvanda, eða þegar farnir í þrot, og þurfa jafnvel niðurgreiðslur hagsmunaaðila til þess að lifa af.

Fjársterkir aðilar sjá hag sinn í því að niðurgreiða taprekstur Morgunblaðsins ár eftir ár, en fjárfestar sem ætluðu að reyna að snúa við stöðunni hjá Pressuveldinu snarhættu við þegar þeir fengu nánari upplýsingar um stöðu félagsins. Skuldir Pressunnar og tengdra miðla við Tollstjóra vegna vangoldinna opinberra gjalda nema um 300 milljónum króna og hefur Tollstjóri sent inn gjaldþrotabeiðni á hendur DV ehf. Fari svo að ekki verði staðið við greiðslur á staðgreiðsluskatti af starfsfólki eða virðisaukaskatti geta stjórnarmenn og framkvæmdastjóri félagsins skapað sér refsiábyrgð.

Íslenskir blaðamenn búa áfram við óstöðugleika og lítið starfsöryggi, en auk uppsagna hjá miðlum Pressunnar, vegna fjárhagserfiðleika fyrirtækisins, fór Fréttatíminn í gjaldþrot á þessu ári. Þá er ákveðin óvissa uppi um framtíð Fréttablaðsins eftir að Fjarskipti keypti alla miðla 365, fyrir utan Fréttablaðið og tískutímaritið Glamour.

Skortur á stuðningi til handa fjölmiðlum, tæknibreytingar, staða Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og aukin samkeppni við alþjóðleg stórfyrirtæki um auglýsingatekjur gera rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla óhagstætt, enda eru flestir íslenskir fjölmiðlar reknir með tapi. Á sama tíma og Bjarni Benediktsson sagði íslenska fjölmiðla vera orðna svo veika að þeir gætu allt eins stofnað Facebook-síðu og leyft öllum að skrifa á vegginn, hækkaði hann hins vegar virðisaukaskatt á sölu dagblaða sem nú er með því hæsta sem gerist í Evrópu. Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem ekki veitir fjölmiðlum ríkisstyrki í þeim tilgangi að tryggja lýðræðislega umræðu. 

Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla átti að ljúka störfum í febrúar síðastliðnum, en hefur enn ekki skilað tillögum til ráðherra. Enginn starfsmaður fjölmiðils, né Blaðamannafélag Íslands, fékk sæti í nefndinni en þess má geta að sambærileg nefnd í Noregi var fyrst og fremst skipuð fulltrúum fjölmiðla. 

Bjarni gagnrýnir fjölmiðla

Í ágúst í fyrra gagnrýndi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fjölmiðla harðlega og lýsti þeim sem „skel“. Tilefnið var ritstjórnarpistill í Fréttablaðinu þar sem úrræði ríkisstjórnarinnar, „fyrsta fasteign“, var gagnrýnt. Bjarni sagði það meðal annars undrunarefni hve margir fjölmiðlar hér á landi starfi án þess að nokkur ritstjórnarstefna sé sjáanleg. Þess ber að geta að ritstjórnarstefnu allra skráðra fjölmiðla hér á landi má finna á vef fjölmiðlanefndar.

„Hún gerist æ sterkari tilfinningin að vegna manneklu og fjárskorts séu viðkomandi miðlar orðnir lítið annað en skel, umgjörð um starfsemi þar sem hver fer fram á eigin forsendum. Engin stefna, markmið eða skilaboð og þar með nánast enginn tilgangur, annar en sá að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Þeir skiptast síðan á að grípa gjallarhornið sem fjölmiðillinn er orðinn fyrir þá og dæla út skoðunum yfir samfélagið. Ein í dag – önnur á morgun. Borið út frítt. Hvers vegna ekki bara að opna Facebooksíðu og leyfa öllum að skrifa á vegginn?“ skrifaði Bjarni meðal annars á Facebook-síðu sína.

 

Umdeild ummæli um fjölmiðlaBjarni Benediktsson forsætisráðherra, þá fjármálaráðherra, var harðlega gagnrýndur þegar hann sagðist hafa það á tilfinningunni að vegna manneklu og fjárskort væru fjölmiðlar orðnir lítið annað en skel.

Harðlega gagnrýndur á þingi

Ummæli Bjarna vöktu gríðarleg viðbrögð og voru meðal annars tekin upp á Alþingi daginn eftir. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði orð hans bera vott um að hann geri ekki mikinn greinarmun á samfélagsmiðlum og faglegum fjölmiðlum. „Þetta eru ansi þung orð hjá formanni stærsta stjórnmálaflokks landsins, ekki síst í ljósi þeirrar stöðu sem fjölmiðlar á Íslandi og annars staðar í hinum vestræna heimi eiga í á tímum tæknibreytinga, á tímum samfélagsmiðla, þar sem tekjustofnar hefðbundinna fjölmiðla hafa veikst þannig að þeir ráða illa við að halda úti hlutverki sínu sem er að þjóna almenningi og gera almenningi kleift að gera mun á staðfestum upplýsingum og öðru því efni sem flýtur um samfélagsmiðla, til dæmis frá okkur stjórnmálamönnum sem öll höldum úti okkar Facebook-síðum,“ sagði Katrín. Þá benti hún á að Ísland væri eina Norðurlandaþjóðin sem væri ekki á topp tíu-lista yfir fjölmiðlafrelsi í heiminum og hefði hrapað um meira en tíu sæti á tveimur árum, ekki síst vegna umræðu stjórnmálamanna um fjölmiðla.

Bjarni sagðist telja ástæðu til að spyrja sig að því hvort eitthvað mætti gera í laga- eða skattaumhverfi til að treysta betur umgjörð fjölmiðla í landinu og þann mikilvæga tilgang sem þeir hefðu. Að öðru leyti gaf hann lítið fyrir umræðuna, um hafi verið að ræða „létta Facebook-færslu“ og þetta hafi bara verið einföld hugrenning um stöðu fjölmiðlanna í landinu og skort á öflugum, sterkum fjölmiðlum með skýr skilaboð þar sem einhver þráður væri frá degi til dags. „Menn geta alveg verið í fjölmiðlarekstri á Íslandi mín vegna og skipt um skoðun á hverjum degi og dælt út hvaða dellu sem er, gjörið svo vel. Þá verður það mín upplifun á viðkomandi fjölmiðli að hann sé ekki markverður, ekkert mark sé á því takandi sem þaðan streymir,“ sagði hann meðal annars.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Rukka inn á drullusvað
FréttirEldgos við Fagradalsfjall

Rukka inn á drullu­svað

Bíla­stæði sem land­eig­end­ur við eld­gos­ið rukka inn á er drullu­svað og ófært að stór­um hluta.
Valda andlitsgrímur skaða?
Anna Tara Andrésdóttir
Aðsent

Anna Tara Andrésdóttir

Valda and­lits­grím­ur skaða?

Anna Tara Andrés­dótt­ir, doktorsnemi í heila-, hug­ar­starf­semi og hegð­un, velt­ir fyr­ir sér notk­un and­lits­gríma í heims­far­aldri, skað­semi þeirra eða skað­leysi í að­sendri grein.
Ef Benedikt stofnar nýjan flokk væri hann að „slátra Viðreisn“
Greining

Ef Bene­dikt stofn­ar nýj­an flokk væri hann að „slátra Við­reisn“

„Þetta snýst um menn en ekki mál­efni,“ seg­ir Stef­an­ía Ósk­ars­dótt­ir, dós­ent í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Ís­lands, um stöð­una sem upp er kom­in í Við­reisn. Stofn­and­inn og fyrsti formað­ur flokks­ins íhug­ar að stofna ann­an flokk eft­ir að hon­um var hafn­að.
„Verulega óheppilegt og óæskilegt“ að styrkir til lögreglumanna hafi endað í einkafyrirtæki
Fréttir

„Veru­lega óheppi­legt og óæski­legt“ að styrk­ir til lög­reglu­manna hafi end­að í einka­fyr­ir­tæki

Í yf­ir­lýs­ingu frá Ís­lenska lög­reglu­for­laginu biðst fyr­ir­tæk­ið af­sök­un­ar á því að nokk­ur fyr­ir­tæki, sveit­ar­fé­lög og sam­tök hafi ver­ið skráð í aug­lýs­ingu á veg­um FÍFL. Lög­reglu­stjóri sem styrkt hef­ur fjár­söfn­un í gegn­um for­lagið gagn­rýn­ir að stærst­ur hluti styrks­ins hafi end­að í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins.
424. spurningaþraut: Ju Wenjun, Louise Glück og fleiri
Þrautir10 af öllu tagi

424. spurn­inga­þraut: Ju Wenj­un, Louise Glück og fleiri

Hér neðst er hlekk­ur á síð­ustu þraut, tak­ið eft­ir því. * Fyrri auka­spurn­ing: Hver er karl­inn á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað kall­ast hinir breyti­legu vind­ar á Indlandi og Suð­aust­ur-As­íu sem færa stund­um með sér mik­ið regn? 2.  Í hvaða heims­álfu er land­ið Bel­ize? 3.  Hvað er hnall­þóra? 4.  Í eina tíð deildu menn á Ís­landi um...
Stærstur hluti styrkja til FÍFL fer í laun og rekstur lögregluforlags
Fréttir

Stærst­ur hluti styrkja til FÍFL fer í laun og rekst­ur lög­reglu­for­lags

Að baki um­deildr­ar fíkni­efna­aug­lýs­ing­ar sem birt­ist í Morg­un­blað­inu í síð­ustu viku stend­ur Ís­lenska lög­reglu­for­lagið en fyr­ir­tæk­ið tek­ur að sér að safna og inn­heimta styrki fyr­ir hönd Fé­lags ís­lenskra fíkni­efna­lög­reglu­manna. Af þeim styrkj­um sem for­lagið safn­aði fór að­eins minni­hluti af þeim í þann mál­stað sem safn­að var fyr­ir.
Rúmlega þúsund læknar skora á stjórnvöld að axla ábyrgð á stöðunni í heilbrigðiskerfinu
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Rúm­lega þús­und lækn­ar skora á stjórn­völd að axla ábyrgð á stöð­unni í heil­brigðis­kerf­inu

Svandís Svavars­dótt­ir var „upp­tek­in í öðru“ þeg­ar nokkr­ir lækn­ar mættu með und­ir­skrift­ir þús­und og eins lækn­is sem skor­aði á stjórn­völd að taka ábyrgð á stöð­unni í heil­brigðis­kerf­inu. Einn lækn­anna seg­ir að „mæl­ir­inn sé full­ur“ hjá öll­um vegna úr­ræða­leys­is.
Lögmaður Ballarin orðinn eigandi helmingshlutar nýja WOW
Fréttir

Lög­mað­ur Ball­ar­in orð­inn eig­andi helm­ings­hlut­ar nýja WOW

Páll Ág­úst Ólafs­son, lög­mað­ur og tals­mað­ur Michele Ball­ar­in, sem keypti eign­ir þrota­bús WOW air ár­ið 2019 er orð­inn eig­andi helm­ings hluta­fjár í fé­lag­inu sem stend­ur að baki hinu nýja WOW. Fé­lag­ið er sagt hafa sótt um flugrekstr­ar­leyfi hjá Sam­göngu­stofu.
Hver ertu?
Blogg

Léttara líf

Hver ertu?

Þeg­ar stórt er spurt er fátt um svör. Þeg­ar ég hef spurt fólk þess­ar­ar spurn­ing­ar þá fæ ég iðu­lega svar­ið við spurn­ing­unni „Við hvað vinn­irðu?“ Það finnst mér mjög áhuga­vert en jafn­framt ansi dap­urt. Flest­ir skil­greina hver þeir eru út frá því við hvað þeir starfa. Þetta sýn­ir hversu stórt hlut­verk vinn­an spil­ar í lífi okk­ar, og allt of stórt...
Hvað finnst vegagerðinni um Kötlu?
Blogg

Listflakkarinn

Hvað finnst vega­gerð­inni um Kötlu?

Ný­ver­ið birt­ist aug­lýs­ing í boði FÍFL (fé­lag ís­lenskra fíkni­efna­lög­reglu­manna) í morg­un­blað­inu. Það mætti í sjálfu sér velta fyr­ir sér hvers vegna jafn lítt les­ið blað, með jafn­háu aug­lýs­inga­verði verð­ur ít­rek­að fyr­ir val­inu hjá rík­is­stofn­un­um þeg­ar þær aug­lýsa eða kaupa sér áskrift­ir, en við skul­um geyma þær pæl­ing­ar í bili. Aug­lýs­ing­in lít­ur í fyrstu út fyr­ir að vera for­varn­ar-aug­lýs­ing ætl­uð ung­menn­um...
423. spurningaþraut: Báðar aukaspurningar eru sprottnar frá Kötlu
Þrautir10 af öllu tagi

423. spurn­inga­þraut: Báð­ar auka­spurn­ing­ar eru sprottn­ar frá Kötlu

Hlekk­ur á síð­ustu (og næstu) þraut er hér neðst. * Auka­spurn­ing­ar eru báð­ar sprottn­ar úr sjón­varps­serí­unni Kötlu. Hér að of­an sjást drang­ar nokkr­ir sem ganga í sjó fram við Vík í Mýr­dal, þar sem Katla ger­ist. Hvað heita þeir? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Und­ir hvaða jökli er eld­stöð­in Katla? 2.  Hvaða ár lauk síð­ari heims­styrj­öld­inni? 3.  Barn­ung stúlka með fræga slöngu­lokka...
Eimskipsmenn enn til rannsóknar eftir sátt og milljarðasekt
Fréttir

Eim­skips­menn enn til rann­sókn­ar eft­ir sátt og millj­arða­sekt

Rann­sókn yf­ir­valda á lög­brot­um Eim­skips er enn í gangi jafn­vel þó að fyr­ir­tæk­ið hafi gert sátt við Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið. Mál starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins hef­ur ver­ið á borði hér­aðssak­sókn­ara og fyr­ir­renn­ara síð­an ár­ið 2014. Sam­skip svar­ar engu um sína hlið máls­ins.