Nálgunarbönn
Fréttamál
Kerfinu mistekst að vernda konur

Kerfinu mistekst að vernda konur

Átta konur segja reynslusögur sínar af nálgunarbanni. Þær eru ólíkar og úr ýmsum áttum en eiga það allar sameiginlegt að hafa kynnst mönnum sem tóku yfir líf þeirra með hótunum, ofsóknum og ofbeldi. Sögur þeirra sýna að úrræðinu, sem ætlað er að veita þeim vernd og hvíld frá stöðugu áreiti, er verulega ábótavant.

Nálgunarbönn: Bitlaust úrræði sem þarf að skerpa á

Nálgunarbönn: Bitlaust úrræði sem þarf að skerpa á

Beiðni um nálgunarbann er hafnað eða hún afturkölluð í nær helmingi þeirra tilvika þegar það úrræði kemur til álita hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Úrræðið er sjaldan nýtt og þykir ekki skilvirkt. Á tæpum fjórum árum hefur einstaklingur 111 sinnum verið úrskurðaður í nálgunarbann á höfuðborgarsvæðinu. Á tímabilinu voru rúmlega fimm þúsund heimilisofbeldismál í rannsókn hjá lögreglunni.

Vill sjá lagaákvæði um eltihrella

Vill sjá lagaákvæði um eltihrella

Það sem vantar í íslenska löggjöf, og myndi koma þeim til góða sem verða fyrir stöðugu áreiti og hótunum um ofbeldi, er sérstakt lagaákvæði um eltihrella. Þetta er mat Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

Oftar mætti grípa til síbrotagæslu

Oftar mætti grípa til síbrotagæslu

Krafan um hraða málsmeðferð er skýr í lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Á þetta bendir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Hún segir að lögregla gæti oftar gripið til síbrotagæslu en þó aðeins í alvarlegustu tilvikunum, þar sem ljóst er að óskilorðsbundinn fangelsisdómur liggur við brotunum.