Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vill sjá lagaákvæði um eltihrella

Það sem vant­ar í ís­lenska lög­gjöf, og myndi koma þeim til góða sem verða fyr­ir stöð­ugu áreiti og hót­un­um um of­beldi, er sér­stakt laga­ákvæði um elti­hrella. Þetta er mat Öldu Hrann­ar Jó­hanns­dótt­ur, yf­ir­lög­fræð­ings hjá Lög­reglu­stjór­an­um á Suð­ur­nesj­um.

Vill sjá lagaákvæði um eltihrella
Er í lagi að hringja aftur og aftur? Alda Hrönn Jóhannsdóttir segir að þegar umræðan um nálgunarbönn sé tekin þurfi samfélagið í heild að spyrja sig spurninga á borð við þá, hvort það eigi að vera í lagi að hringja 20 eða 40 sinnum á dag í manneskju sem ekki vill vera í samskiptum við viðkomandi. Hvort eitthvað sé athugavert við að setja takmarkanir við slíka hegðun. Mynd: Davíð Þór Guðlaugsson

Istanbúl-samningurinn, sem Ísland hefur aðild að og er bindandi alþjóðasamningur um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi, gerir ráð fyrir sérstöku lagaákvæði í almennum hegningarlögum um eltihrella. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, sem leiddi innleiðingu nýs verklags í heimilisofbeldismálum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem tekið var upp árið 2015, telur að slíkt ákvæði yrði mjög til bóta, þó að hér á landi hafi hins vegar verið dregið í efa að það sé nauðsynlegt. „Það kom nýtt ákvæði inn í almenn hegningarlög í apríl 2016 um heimilisofbeldi. En það ákvæði á bara við um tengda aðila og alvarleg eða síendurtekin tilvik,“ segir hún. Því sé full þörf á sérstöku lagaákvæði um eltihrella.

Núgildandi lög um nálgunarbann segir hún hins vegar góðra gjalda verð þó bæta megi túlkun þeirra. Þau lög hafa verið í gildi frá því í júní 2011 en …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Nálgunarbönn

Nálgunarbönn: Bitlaust úrræði sem þarf að skerpa á
ÚttektNálgunarbönn

Nálg­un­ar­bönn: Bit­laust úr­ræði sem þarf að skerpa á

Beiðni um nálg­un­ar­bann er hafn­að eða hún aft­ur­köll­uð í nær helm­ingi þeirra til­vika þeg­ar það úr­ræði kem­ur til álita hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Úr­ræð­ið er sjald­an nýtt og þyk­ir ekki skil­virkt. Á tæp­um fjór­um ár­um hef­ur ein­stak­ling­ur 111 sinn­um ver­ið úr­skurð­að­ur í nálg­un­ar­bann á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Á tíma­bil­inu voru rúm­lega fimm þús­und heim­il­isof­beld­is­mál í rann­sókn hjá lög­regl­unni.
Oftar mætti grípa til síbrotagæslu
ÚttektNálgunarbönn

Oft­ar mætti grípa til sí­brota­gæslu

Kraf­an um hraða máls­með­ferð er skýr í lög­um um nálg­un­ar­bann og brott­vís­un af heim­ili. Á þetta bend­ir Kol­brún Bene­dikts­dótt­ir vara­hér­aðssak­sókn­ari. Hún seg­ir að lög­regla gæti oft­ar grip­ið til sí­brota­gæslu en þó að­eins í al­var­leg­ustu til­vik­un­um, þar sem ljóst er að óskil­orðs­bund­inn fang­els­is­dóm­ur ligg­ur við brot­un­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu