Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bitlaust úrræði sem þarf að skerpa á

Beiðni um nálg­un­ar­bann er hafn­að eða hún aft­ur­köll­uð í nær helm­ingi þeirra til­vika þeg­ar það úr­ræði kem­ur til álita hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Úr­ræð­ið er sjald­an nýtt og þyk­ir ekki skil­virkt. Á tæp­um fjór­um ár­um hef­ur ein­stak­ling­ur 111 sinn­um ver­ið úr­skurð­að­ur í nálg­un­ar­bann á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Á tíma­bil­inu voru rúm­lega fimm þús­und heim­il­isof­beld­is­mál í rann­sókn hjá lög­regl­unni.

Bitlaust úrræði sem þarf að skerpa á

NNálgunarbann er tiltölulega nýtt úrræði í íslenskum lögum. Samkvæmt skilgreiningu núgildandi laga er með nálgunarbanni átt við þau tilvik þegar manni er bannað að koma á tiltekinn stað eða svæði, veita eftirför, heimsækja eða setja sig með öðru móti í samband við annan mann. Reynsla margra brotaþola er að erfitt sé að fá nálgunarbann. Þá virðast úrræði lögreglu fá, þegar einstaklingur virðir ekki nálgunarbann.

Litið til höfuðborgarsvæðisins hefur frá því 1. janúar árið 2015 fram til dagsins í dag komið til álita að einstaklingur sæti nálgunarbanni í 192 málum. Mikilvægt er að taka fram að í þeim tilvikum hafa bæði brotaþoli og lögregla talið þörf á nálgunarbanni, þar sem það skilar sér ekki alltaf í skráningu lögreglu, þegar aðeins brotaþoli óskar sjálfur eftir nálgunarbanni. Þetta sýna gögn sem upplýsinga- og áætlanadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tók saman fyrir Stundina. Blaðamaður Stundarinnar hefur óskað eftir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Nálgunarbönn

Oftar mætti grípa til síbrotagæslu
ÚttektNálgunarbönn

Oft­ar mætti grípa til sí­brota­gæslu

Kraf­an um hraða máls­með­ferð er skýr í lög­um um nálg­un­ar­bann og brott­vís­un af heim­ili. Á þetta bend­ir Kol­brún Bene­dikts­dótt­ir vara­hér­aðssak­sókn­ari. Hún seg­ir að lög­regla gæti oft­ar grip­ið til sí­brota­gæslu en þó að­eins í al­var­leg­ustu til­vik­un­um, þar sem ljóst er að óskil­orðs­bund­inn fang­els­is­dóm­ur ligg­ur við brot­un­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu