Rúmlega 500 milljarða kvóti mun renna til erfingja aldinna eigenda 14 stórútgerða
Meirihluti hlutabréfa í 14 af 20 stærstu útgerðum Íslands er í eigu einstaklinga 60 ára eða eldri. Framsal hlutabréfa eigenda Samherja til barna sinna er því bara eitt dæmi af mörgum sambærilegum tilfellum sem munu eiga sér stað með kynslóðaskiptum í eignarhaldi á íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Fosætisráðherra segir málið sýna mikilvægi þess að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá svo afnotaréttur á kvóta geti ekki erfst kynslóð fram af kynslóð.
FréttirKvótinn
2151.127
Katrín um Samherjaarfinn: Afnotaréttur á kvóta á ekki að erfast
Katrin Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ótækt að afnotaréttur á fiskiveiðikvótum erfist. Hún segir að hún muni leggja fram frumvarp um auðlindaákvæði í stjórnarskrá til að koma í veg fyrir þetta.
AðsentKvótinn
Jón H. Sigurðsson
Um fjöregg þjóðarinnar
Jón H. Sigurðsson skrifar um hvernig kvótakerfið og vald fléttast saman í síðari tíma sögu Íslands.
FréttirKvótinn
Kvótakerfið: Félag Þorsteins Más græddi sex milljarða í fyrra og á 35 milljarða eignir
Þorsteinn Már Baldvinsson á eignir upp á 35 milljarða króna í eignarhaldsfélagi sínu. Arður hefur ekki verið greiddur úr félaginu á liðnum árum en félagið kaupir hlutabréf í sjálfu sér af Þorsteini Má og fyrrverandi eiginkonu hans, Helgu S. Guðmundsdóttur. Staða félagsins sýnir hversu efnaðir sumir útgerðarmenn hafa orðið í núverandi fyrirkomulagi á kvótakerfinu.
FréttirKvótinn
Kerfið sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki breyta: Ávinningur stærstu útgerðanna nærri tíu sinnum hærri en veiðigjöldin
Stærstu útgerðir landsins hafa á liðnum árum greitt út mikinn arð og bætt eiginfjárstöðu sína til muna. Veiðigjöldin sem útgerðin greiðir í dag eru einungis um 1/4 hluti þeirra veiðigjalda sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vildi innleiða. Nefnd um framtíðarfyrirkomulag á gjaldtöku í sjávarútvegi hætti nýlega störfum vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins um breytingar á gjaldheimtunni.
Úttekt
Ný talskona útgerðarmanna: „Þjóðin getur ekki átt neitt“
Helstu hagsmunasamtök Íslands hafa gengið í gegnum hamskipti á síðustu árum og skipt um nafn. Stundin fylgir eftir peningunum og tengsl þeirra við vald og fjölmiðla. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að skattar séu ofbeldi og telur að þjóðin geti ekki átt neitt. Hún berst gegn því að útgerðarmenn þurfi að borga meira í sameiginlega sjóði vegna notkunar auðlindarinnar.
Úttekt
Litli maðurinn og hafið: Færeyska byltingin
Færeyska landsstjórnin stefnir að því að bjóða upp fiskveiðiheimildir, þvert gegn vilja útgerðarmanna sem hafa bókfært veiðileyfi sín sem eign. Georg L. Petersen, ritstjóri á færeyska blaðinu Dimmalætting, skrifar um uppboð á fiskveiðiheimildum í Færeyjum.
Fréttir
Gunnar Bragi flutti strandveiðikvóta í eigið kjördæmi
„Þú veldur ekki starfinu og hefur sýnt okkur hvaða mann þú hefur að geyma,“ segir í yfirlýsingu smábátafélagsins Hrollaugs á Hornafirði. Þar var kvóti strandveiðisjómanna skertur um leið og Gunnar Bragi Sveinsson jók kvótann umtalsvert í kjördæminu sínu.
FréttirKvótinn
Félag Þorsteins Más fékk 300 milljónum meira í arð en Samherji greiddi í veiðigjöld
Eignarhaldsfélagið Steinn ehf. er stærsti hluthafi útgerðarfélagsins Samherja og á reiðufé upp á þrjá milljarða króna. Þorsteinn Már Baldvinsson og eiginkona hans hafa selt hlutabréf í félaginu til þess sjálfs fyrir 1.850 milljónir króna á liðnum tveimur árum. Þorsteinn Már hefur sagt að ekki sé rétt að persónugera Samherja í nokkrum einstaklingum þar sem 400 manns vinni hjá útgerðinni.
FréttirKvótinn
Þorsteinn Már: „Við erum hérna steinn úti í ballarhafi og við höfum staðið okkur mjög vel“
Þorsteinn Már Baldvinsson útgerðarmaður er ekki hlynntur upptöku uppboðskerfis á aflaheimildum. Hann segir að markaðssetningarrökin séu ein helsta ástæðan fyrir þeirri skoðun sinni: Að erfiðara yrði að markaðssetja íslenskan fisk erlendis ef óvíst væri ár frá ári hver hefði leyfi til að veiða hann. Þorsteinn Má er stærsti hluthafi Samherja sem er einn stærsti kvótahafi Íslands og langstærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins.
FréttirKvótinn
„Þetta mál snýst um að viðhalda forréttindum innvígðra og innmúraðra auðmanna“
Jón Steinsson hagfræðingur telur það að skýrt hagsmunamál þjóðarinnar að aflaheimildir verði boðnar upp í stað þess að þeim sé útdeilt á grundvelli veiðireynslu. Gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn fyrir tvískinnung í málinu þar sem flokkurinn sé yfirleitt fylgjandi markaðslausnum.
Fréttir
Bylting í vændum? Meirihluti á Alþingi fylgjandi uppboði á aflaheimildum
Fjórir stjórnmálaflokkar af sex á Alþingi eru fylgjandi uppboði á aflaheimildum í stað þess að úthluta þeim út frá veiðireynslu. Flokkarnir eru missannfærðir í þessari afstöðu sinni og eru Píratar og Björt Framtíð með skýrustu stefnuna í málinu af stjórnarandstöðuflokkunum en Vinstri græn eru skeptískust. Þessi niðurstaða gengur í berhögg við niðurstöðu sáttanefndarinnar á síðasta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru alfarið á móti uppboðsleiðinni.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.