Rúmlega 500 milljarða kvóti mun renna til erfingja aldinna eigenda 14 stórútgerða
ÚttektKvótinn

Rúm­lega 500 millj­arða kvóti mun renna til erf­ingja ald­inna eig­enda 14 stór­út­gerða

Meiri­hluti hluta­bréfa í 14 af 20 stærstu út­gerð­um Ís­lands er í eigu ein­stak­linga 60 ára eða eldri. Framsal hluta­bréfa eig­enda Sam­herja til barna sinna er því bara eitt dæmi af mörg­um sam­bæri­leg­um til­fell­um sem munu eiga sér stað með kyn­slóða­skipt­um í eign­ar­haldi á ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um. Fosæt­is­ráð­herra seg­ir mál­ið sýna mik­il­vægi þess að setja auð­linda­ákvæði í stjórn­ar­skrá svo af­nota­rétt­ur á kvóta geti ekki erfst kyn­slóð fram af kyn­slóð.
Katrín um Samherjaarfinn: Afnotaréttur á kvóta á ekki að erfast
FréttirKvótinn

Katrín um Sam­herja­arf­inn: Af­nota­rétt­ur á kvóta á ekki að erf­ast

Katr­in Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir ótækt að af­nota­rétt­ur á fiski­veiðikvót­um erf­ist. Hún seg­ir að hún muni leggja fram frum­varp um auð­linda­ákvæði í stjórn­ar­skrá til að koma í veg fyr­ir þetta.
Um fjöregg þjóðarinnar
Jón H. Sigurðsson
AðsentKvótinn

Jón H. Sigurðsson

Um fjör­egg þjóð­ar­inn­ar

Jón H. Sig­urðs­son skrif­ar um hvernig kvóta­kerf­ið og vald flétt­ast sam­an í síð­ari tíma sögu Ís­lands.
Kvótakerfið: Félag Þorsteins Más græddi sex milljarða í fyrra og á 35 milljarða eignir
FréttirKvótinn

Kvóta­kerf­ið: Fé­lag Þor­steins Más græddi sex millj­arða í fyrra og á 35 millj­arða eign­ir

Þor­steinn Már Bald­vins­son á eign­ir upp á 35 millj­arða króna í eign­ar­halds­fé­lagi sínu. Arð­ur hef­ur ekki ver­ið greidd­ur úr fé­lag­inu á liðn­um ár­um en fé­lag­ið kaup­ir hluta­bréf í sjálfu sér af Þor­steini Má og fyrr­ver­andi eig­in­konu hans, Helgu S. Guð­munds­dótt­ur. Staða fé­lags­ins sýn­ir hversu efn­að­ir sum­ir út­gerð­ar­menn hafa orð­ið í nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi á kvóta­kerf­inu.
Kerfið sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki breyta: Ávinningur stærstu útgerðanna nærri tíu sinnum hærri en veiðigjöldin
FréttirKvótinn

Kerf­ið sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vill ekki breyta: Ávinn­ing­ur stærstu út­gerð­anna nærri tíu sinn­um hærri en veiði­gjöld­in

Stærstu út­gerð­ir lands­ins hafa á liðn­um ár­um greitt út mik­inn arð og bætt eig­in­fjár­stöðu sína til muna. Veiði­gjöld­in sem út­gerð­in greið­ir í dag eru ein­ung­is um 1/4 hluti þeirra veiði­gjalda sem rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri grænna vildi inn­leiða. Nefnd um fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lag á gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi hætti ný­lega störf­um vegna and­stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins um breyt­ing­ar á gjald­heimt­unni.
Ný talskona útgerðarmanna: „Þjóðin getur ekki átt neitt“
Úttekt

Ný talskona út­gerð­ar­manna: „Þjóð­in get­ur ekki átt neitt“

Helstu hags­muna­sam­tök Ís­lands hafa geng­ið í gegn­um ham­skipti á síð­ustu ár­um og skipt um nafn. Stund­in fylg­ir eft­ir pen­ing­un­um og tengsl þeirra við vald og fjöl­miðla. Heið­rún Lind Marteins­dótt­ir, nýr fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, seg­ir að skatt­ar séu of­beldi og tel­ur að þjóð­in geti ekki átt neitt. Hún berst gegn því að út­gerð­ar­menn þurfi að borga meira í sam­eig­in­lega sjóði vegna notk­un­ar auð­lind­ar­inn­ar.
Litli maðurinn og hafið: Færeyska byltingin
Úttekt

Litli mað­ur­inn og haf­ið: Fær­eyska bylt­ing­in

Fær­eyska lands­stjórn­in stefn­ir að því að bjóða upp fisk­veiði­heim­ild­ir, þvert gegn vilja út­gerð­ar­manna sem hafa bók­fært veiði­leyfi sín sem eign. Georg L. Peter­sen, rit­stjóri á fær­eyska blað­inu Dimm­a­lætt­ing, skrif­ar um upp­boð á fisk­veiði­heim­ild­um í Fær­eyj­um.
Gunnar Bragi flutti strandveiðikvóta í eigið kjördæmi
Fréttir

Gunn­ar Bragi flutti strand­veiðikvóta í eig­ið kjör­dæmi

„Þú veld­ur ekki starf­inu og hef­ur sýnt okk­ur hvaða mann þú hef­ur að geyma,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu smá­báta­fé­lags­ins Hrol­laugs á Horna­firði. Þar var kvóti strand­veiði­sjó­manna skert­ur um leið og Gunn­ar Bragi Sveins­son jók kvót­ann um­tals­vert í kjör­dæm­inu sínu.
Félag Þorsteins Más fékk 300 milljónum meira í arð en Samherji greiddi í veiðigjöld
FréttirKvótinn

Fé­lag Þor­steins Más fékk 300 millj­ón­um meira í arð en Sam­herji greiddi í veiði­gjöld

Eign­ar­halds­fé­lag­ið Steinn ehf. er stærsti hlut­hafi út­gerð­ar­fé­lags­ins Sam­herja og á reiðu­fé upp á þrjá millj­arða króna. Þor­steinn Már Bald­vins­son og eig­in­kona hans hafa selt hluta­bréf í fé­lag­inu til þess sjálfs fyr­ir 1.850 millj­ón­ir króna á liðn­um tveim­ur ár­um. Þor­steinn Már hef­ur sagt að ekki sé rétt að per­sónu­gera Sam­herja í nokkr­um ein­stak­ling­um þar sem 400 manns vinni hjá út­gerð­inni.
Þorsteinn Már: „Við erum hérna steinn úti í ballarhafi og við höfum staðið okkur mjög vel“
FréttirKvótinn

Þor­steinn Már: „Við er­um hérna steinn úti í ball­ar­hafi og við höf­um stað­ið okk­ur mjög vel“

Þor­steinn Már Bald­vins­son út­gerð­ar­mað­ur er ekki hlynnt­ur upp­töku upp­boð­s­kerf­is á afla­heim­ild­um. Hann seg­ir að mark­aðs­setn­ing­arrök­in séu ein helsta ástæð­an fyr­ir þeirri skoð­un sinni: Að erf­ið­ara yrði að mark­aðs­setja ís­lensk­an fisk er­lend­is ef óvíst væri ár frá ári hver hefði leyfi til að veiða hann. Þor­steinn Má er stærsti hlut­hafi Sam­herja sem er einn stærsti kvóta­hafi Ís­lands og lang­stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins.
„Þetta mál snýst um að viðhalda forréttindum innvígðra og innmúraðra auðmanna“
FréttirKvótinn

„Þetta mál snýst um að við­halda for­rétt­ind­um inn­vígðra og inn­múr­aðra auð­manna“

Jón Steins­son hag­fræð­ing­ur tel­ur það að skýrt hags­muna­mál þjóð­ar­inn­ar að afla­heim­ild­ir verði boðn­ar upp í stað þess að þeim sé út­deilt á grund­velli veiðireynslu. Gagn­rýn­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn fyr­ir tví­skinn­ung í mál­inu þar sem flokk­ur­inn sé yf­ir­leitt fylgj­andi mark­aðs­lausn­um.
Bylting í vændum? Meirihluti á Alþingi fylgjandi uppboði á aflaheimildum
Fréttir

Bylt­ing í vænd­um? Meiri­hluti á Al­þingi fylgj­andi upp­boði á afla­heim­ild­um

Fjór­ir stjórn­mála­flokk­ar af sex á Al­þingi eru fylgj­andi upp­boði á afla­heim­ild­um í stað þess að út­hluta þeim út frá veiðireynslu. Flokk­arn­ir eru missann­færð­ir í þess­ari af­stöðu sinni og eru Pírat­ar og Björt Fram­tíð með skýr­ustu stefn­una í mál­inu af stjórn­ar­and­stöðu­flokk­un­um en Vinstri græn eru skeptísk­ust. Þessi nið­ur­staða geng­ur í ber­högg við nið­ur­stöðu sátta­nefnd­ar­inn­ar á síð­asta kjör­tíma­bili. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn eru al­far­ið á móti upp­boðs­leið­inni.