Gögn um meðferðarheimilið Laugaland fást ekki afhent
Barnaverndarstofa synjaði afhendingu á gögnum þar sem ofbeldi á hendur stúlkum sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi var lýst fyrir Braga Guðbrandssyni, þáverandi forstjóra stofnunarinnar. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók sér sjö og hálfan mánuð til að staðfesta synjunina.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
Bragi beitti sér gegn því að ráðuneytið kannaði ábendingar um ofbeldi
Fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson, hvatti félagsmálaráðherra til að gera sem minnst úr ásökunum á hendur forstöðumanni meðferðarheimilisins Laugalands, Ingjaldi Arnþórsyni, við fjölmiðla. Þá lagðist hann einnig gegn því að félagsmálaráðuneytið aflaði gagna um málið.
Fréttir
Steingrímur hellti sér yfir Ingu Sæland og mærði Jóhönnu Sigurðardóttur
Vék úr stóli forseta Alþingis til að veita andsvar. Sagðist ekki myndi sitja þegjandi undir rangfærslum og óhróðri Ingu Sæland um Jóhönnu Sigurðardóttur og vinstristjórnina.
FréttirÞungunarrof
Vill „vísa Ásmundi, Brynjari og Ingu út úr eggjastokkum íslenskra kvenna“
Heitar umræður eiga sér stað um þungunarrof og frumvarp heilbrigðisráðherra þessa dagana. Fyrrverandi sóknarprestur segir álitaefnið snúast um hvort konur séu frjálsar eða „ánauðugir hýslar fyrir fóstur“. Fyrrverandi forsætisráðherra hvetur til þess að málinu verði frestað til næsta þings.
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur
Ríkisstjórn Katrínar óvinsælli en stjórn Jóhönnu
Þegar ár er liðið frá myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks, hefur stuðningur við hana fallið um tæp 30 prósentustig. Vinstri stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafði meiri stuðning en stjórn Katrínar Jakobsdóttur eftir jafnlangan tíma frá myndun.
ViðtalUppgjörið við uppgjörið
Ráðgáta af hverju Ísland var óviðbúið hruni
Svein Harald Øygard, norski hagfræðingurinn sem kallaður var til í Seðlabanka Íslands til að leysa af Davíð Oddsson árið 2009, segir að allir alþjóðlegir aðilar hafi séð í hvað stefndi fyrir hrun. „Ástarbréf“ Seðlabankans hafi valdið mestu tapi og bankarnir hafi verið ósjálfbærir frá 2007. Hann lýsir deilum við starfsmenn AGS og hvernig „gjaldþrotaleið“ Framsóknarflokksins hafi tafið fyrir afnámi hafta. Hann gefur út bók um hrunið með viðtölum við fjölda erlendra og innlendra aðila.
Fréttir
Jóhanna spyr hvort Drífa verði næsti forseti ASÍ
Þrýst á Drífu Snædal um að gefa kost á sér. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, spyr hvort í henni sé ekki kominn næsti forseti Alþýðusambandsins. Drífa vill hvorki segja af eða á um framboð.
Viðtal
„Mér finnst fólkið ekki fá það sem það á skilið“
„Við erum enn að upplifa leyndarhyggju og óheiðarleika í pólitík, spillingu,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir. Hú hefur setið þögul hjá og fylgst með, en tjáir sig nú um það sem hefur gerst síðan hún hætti í stjórnmálum.
Úttekt
Skattkerfi ríka fólksins: Eina prósentið og hóparnir sem missa af góðærinu
Skattbyrði almennings heldur áfram að þyngjast og haldið er aftur af lífskjarasókn lágtekjufólks. Dæmigerð millitekjufjölskylda greiðir hærra hlutfall tekna sinna í skatt heldur en ríkasta eina prósentið á Íslandi.
FréttirACD-ríkisstjórnin
Ummæli Bjarna um mál Jóhönnu standast ekki skoðun
Forsætisráðherra fullyrti nýlega að Jóhanna Sigurðardóttir hefði hvorki viðurkennt bindandi gildi úrskurðar kærunefndar um jafnréttismál né leitað sátta við kæranda eftir að kærunefnd jafnréttismála taldi hana hafa brotið jafnréttislög. Hvorugt stenst skoðun. Jóhanna segir forsætisráðherra beita „röngum og villandi upplýsingum í máttlausri vörn fyrir eigin gjörðir“.
FréttirJafnréttismál
Segir Viðskiptablaðið fara með dylgjur og lygar
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, segir ásakanir Viðskiptablaðsins á hendur sér og Oddnýju Harðardóttur vera dylgjur og lygar. „Mér er til efs að Viðskiptablaðið hefði boðið körlum upp á svona endemis rugl.“
FréttirRíkisfjármál
Árni Páll segir Kára kominn ofan í holu
„Ef maður er kominn í holu er best að hætta að moka,“ skrifar Árni Páll. „Við tókum ekki fé úr ríkissjóði til að fjármagna stofnefnahagsreikning banka - þvert á móti var ákveðið að láta erlenda kröfuhafa um að leggja fram það fé í tveimur af þremur bönkum.“
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.