Afganskur flóttamaður, Abdolhamid Rahmani, hefur verið í hungurverkfalli eftir að hann fékk þau skilaboð að honum yrði vísað úr landi og sendur til Grikklands. „Þetta er eina leiðin sem ég hef til að mótmæla stöðu minni,“ segir Abdolhamid með hjálp túlks í samtali við Stundina.
Viðtal
Tíu barna faðir í mannúðarstarfi á Indlandi
Tilviljun réði því að Vilhjálmur Jónsson flutti til Indlands árið 1976 eftir flakk um Evrópu. Fljótlega eftir komuna þangað kynntist hann ástinni í lífi sínu og kvæntist henni fjórum mánuðum síðar. Þau hjónin eiga nú tíu börn og þrjú barnabörn, en þau komu allslaus til Íslands eftir að hafa helgað lífi sínu mannúðarmálum á Indlandi.
FréttirFlóttamenn
Ferðamannaparadís sem varð að fangelsi fyrir flóttamenn
Benjamín Julian fylgdist með því hvernig samfélagið á grísku strandparadísinni Kíos breyttist þegar ákveðið var að fangelsa flóttamenn sem þangað komu. Ferðamennirnir hurfu, efnahagurinn hrundi og heimamenn snerust gegn flóttamönnum sem sátu fastir í ömurlegum aðstæðum.
Fréttir
Flóttamenn og popúlistar
Benjamín Julian skrifar um vaxandi fjölda flóttamanna í Evrópu og þjóðernispopúlisma sem víða hefur skotið rótum.
FréttirFlóttamenn
Læknar án landamæra afþakka styrki frá ESB í mótmælaskyni
Gagnrýna framgöngu sambandsins gagnvart flóttafólki: „Við getum ekki þegið styrki frá Evrópusambandinu eða aðildarríkjum þess á sama tíma og við hlúum að fórnarlömbum þeirrar stefnu sem er rekin. Svo einfalt er það.“
FréttirFlóttamenn
Ísland sýni fordæmi í flóttamannamálum
Neyðarástand ríkir í Grikklandi eftir að yfirvöld rýmdu stærstu flóttamannabúðir landsins. Þórunn Ólafsdóttir, formaður hjálparsamtakanna Akkeris, biðlar til íslenskra stjórnvalda að bregðast við ástandinu en samtökin standa nú fyrir undirskriftasöfnun undir formerkjunum #Sækjumþau.
Pistill
Snæbjörn Brynjarsson
Undir sítrónutré
„Við mótumst af aðstæðunum í kringum okkur. Ef Grikkland er spillt þá er það ekki af því Grikkir hata land sitt, það gera þeir ekki frekar en Íslendingar,“ skrifar Snæbjörn Brynjarsson.
ReynslaFlóttamenn
Benjamín Julian
Fyrstu dagar fjöldabrottvísana
Benjamín Julian skrifar frá vettvangi, þar sem brottflutningur flóttamanna frá Evrópu til Tyrklands hefst vegna samkomulags Evrópusambandsins. Lögreglan handtekur þá sem tala við flóttamenn í gegnum girðinguna.
Fréttir
Reið út í þetta ruglaða Sýrlandsstríð: Minnast barna sem drukknuðu á flótta
Sigríður Víðis lá „hálflasin uppi í rúmi, reið út í heiminn, reið út í þetta ruglaða Sýrlandsstríð,“ þegar hún ákvað að sýna með táknrænum hætti allan þann fjölda barna sem hafa látist á síðustu mánuðum. Í dag, þegar fimm ár eru liðin frá því að stríðið hófst, mun UNICEF raða böngsum meðfram Sæbrautinni í minningu þessara barna.
Fréttir
Balkanlöndin loka á flóttamenn
Grikkland er orðið að endastöð fyrir flóttamenn á leið til Evrópu. 15 þúsund manns eru nú í flóttamannabúðum ætluðum 1.500 manns.
Fréttir
Flóttamannavandi Evrópu leystur
Flóttamannastefna sem byggir að mestu leyti á gaddavírum og neyðarlögum nýtur sívaxandi fylgis í Evrópu.
Fréttir
Flóttinn stöðvaður
Benjamín Julian hefur undanfarið hjálpað flóttamönnum sem koma til Grikklands á flótta frá vondum aðstæðum. Hann skrifar um hvernig ríkið bregst flóttamönnum og snýst gegn sjálfboðaliðum. Þeir sem veita flóttamönnum hjálparhönd eru áreittir af yfirvöldum og jafnvel ákærðir fyrir alvarlega glæpi.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.