Málið fer fyrir dóm og fjölskyldan verður ekki send úr landi á næstunni
Kærunefnd útlendingamála hefur samþykkt umsókn um frestun réttaráhrifa í máli Razia Abassi og Ali Ahmadi, átján og nítján ára nýbakaðra foreldra frá Afganistan sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi. Í frestuninni felst að þeim er heimilt að dvelja hér á landi þar til að mál þeirra fer fyrir dóm. Verjandi hjónanna segir að mál verði höfðað á næstu dögum.
FréttirFlóttamenn
Í fangabúðum flóttamanna á Grikklandi
Benjamin Julian ferðaðist á grísku eyjuna Kíos árið 2016 þegar hann frétti af því að landamærastefna Evrópu hefði breyst til hins verra. Þar tók hann viðtöl við flóttafólk í búðunum sem hann kallar fangabúðir.
Fréttir
„Kannski sofa þau vært, vegna þess að þeim er alveg sama?“
Til stendur að vísa þriggja manna afganskri fjölskyldu úr landi í næstu viku. Hin 14 ára gamla Zainab segist eiga bjarta framtíð á Íslandi og vill verða læknir eða kennari. Hins vegar býst hún við að verða fyrir ofbeldi verði hún flutt burt.
Fréttir
Ætla að vísa Zainab og fjölskyldu hennar úr landi í næstu viku
Íslensk stjórnvöld neita að veita umsókn einstæðrar móður með tvö börn um hæli hér á landi efnislega meðferð. Fyrir liggur mat á því að brottvísun muni valda dótturinni, Zainab Safari, sálrænum skaða.
Viðtal
Við þráum frið og öryggi
Shahnaz Safari og börnin hennar tvö, Zainab og Amil, verða að óbreyttu send aftur til Grikklands, þar sem þeirra bíður líf á götunni. Verði nýtt frumvarp dómsmálaráðherra að lögum verður von fólks eins og þeirra, um líf og framtíð á Íslandi, enn daufari en áður.
ViðtalEvrópumál
Varoufakis: Íslendingar heppnir að standa utan Evrópusambandsins
Yanis Varoufakis kynntist skuggahliðum Evrópusamstarfsins sem fjármálaráðherra Grikklands en nú berst hann fyrir róttækum breytingum á umgjörð ESB. Stundin spurði Varoufakis um framtíð umbótastjórnmála í Evrópu, uppgang nútímafasisma og efnahagsvandann á evrusvæðinu. Hann telur að Evrópa hefði farið betur út úr alþjóðlegu fjármálakreppunni ef fordæmi Íslands hefði verið fylgt í auknum mæli og byrðum velt yfir á kröfuhafa fremur en skattgreiðendur.
ÚttektFlóttamenn
Baráttumaður fyrir landamæralausum heimi
Aktívistinn Haukur Hilmarsson er sagður hafa fallið í innrás tyrkneska hersins í norðurhluta Sýrlands, 31 árs að aldri. Haukur á að baki merkilegan feril sem baráttumaður fyrir flóttamönnum, sem sumir þakka honum líf sitt. Vinir hans og fjölskylda minnast hans sem hugsjónamanns sem fórnaði öllu fyrir þá sem minna mega sín.
Flækjusagan
Illugi Jökulsson
Ótrúleg (í alvöru!) mynd á örlitlum gimsteini: Hvernig í fjáranum fóru Forn-Grikkir að þessu?
Illugi Jökulsson segir frá 3.500 ára gömlu listaverki sem er aðeins 3,5 sentímetrar á breidd en gert af ótrúlegri nákvæmni.
Flækjusagan
Illugi Jökulsson
Má rekja ástæðu morðanna í Las Vegas 2.300 ár aftur í tímann?
Illugi Jökulsson skrifar um fjölamorðingjann í Las Vegas og brennuvarg í Efesus
ÚttektFlóttamenn
Flóttinn aftur til Sýrlands
Fjöldi fólks sem flúði viðvarandi stríðsástand í Sýrlandi gefst upp á voninni um betra líf í Evrópu og leggur líf sitt aftur í hættu til að komast heim. Þórunn Ólafsdóttir ræddi við fólk sem sneri aftur í aðstæður sem eru svo óhugnanlegar að talið er að um 13 milljónir þurfa á neyðaraðstoð í landinu. „Hér héldum við að við yrðum örugg og fengjum hjálp. Aðstæðurnar sem við búum við eru það versta sem við höfum séð og við höfum ekki lengur von um að þær lagist. Frekar tökum við áhættuna,“ sagði barnafjölskylda.
Reynsla
Snæbjörn Brynjarsson
Páskar í Loutraki
Páskarnir eru stóra hátíðin á Grikklandi, skör ofar en jólin. Páskar eru sá tími sem fjölskyldan kemur saman, fer á miðnæturmessu og borðar hefðbundinn páskamat. Mjög margar fjölskyldur halda sig frá kjötáti mánuðinn á undan og borða aðallega fisk. Einn vinsælasti rétturinn á þeim tíma er saltfiskur, bakalaó, sem fluttur er inn alla leiðina frá Íslandi.
Fréttir
Hælisleitandi í hungurverkfalli hefur verið sendur úr landi
Afganskur flóttamaður, Abdolhamid Rahmani, var í gær sendur úr landi til Grikklands. Þegar hann frétti af brottvísuninni, þann 27. febrúar, fór hann í hungurverkfall til að mótmæla stöðu sinni. Heimildir Stundarinnar herma að hann sé enn í hungurverkfalli. Hann er nú á kominn til Grikklands þar sem hann segist óttast um líf sitt.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.