Lögreglan kölluð til þar sem Dofri deildi við eiginkonu sína
Þáverandi eiginkona óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna Dofra Hermannssonar, formanns Félags um foreldrajafnrétti, í mars. Tíu ára dóttir hans var viðstödd atvikið, en Dofri heldur henni nú frá barnsmóður sinni, annarri fyrrverandi eiginkonu, með þeim rökum að fjórir einstaklingar beiti hana ofbeldi, þar á meðal dóttir hans og stjúpdóttir.
ÚttektCovid-19
120822
Keyptu eigin hlutabréf á 6 milljarða frá því neyðarstigi var lýst yfir
Félög í Kauphöllinni hafa frestað arðgreiðslum vegna COVID-19 faraldursins, en keypt eigin hlutabréf. Endurkaup, eins og arðgreiðslur, eru leið til að skila hagnaði til eigenda. Sumar endurkaupaáætlanir hófust eftir að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir 6. mars.
VettvangurCovid-19
341.486
Bjartsýn þrátt fyrir gjörbreyttan rekstur á Laugavegi
Eigendur fjögurra verslana við Laugaveg sem eiga ekki allt sitt undir verslun við ferðamenn hafa gjörbreytt starfsháttum sínum til að lifa af COVID-krísuna. Þeir þakka því smæð sinni og sveigjanleika að geta haldið áfram rekstri og segjast allir bjartsýnir með að lifa af, þó að enn ríki mikil óvissa.
Fólkið í borginni
120
Kannski veiran núllstilli okkur?
Feðgarnir Ólafur Ingi Kristinsson og Kristinn Ólafsson líta á björtu hliðarnar
ViðtalCovid-19
7764
„Svaka partý þegar þetta er búið“
Hjónin Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir voru komin á fullt í Eurovision undirbúningi þegar COVID-19 faraldurinn reið yfir. Keppninni var aflýst og þau hreiðra nú um sig í Berlín með eins árs dóttur sinni, sem lagið „Think About Things“ var samið til. Daði reynir að koma sér í gírinn að semja meiri tónlist og segir lífið flóknara nú en þegar enginn var að hlusta.
Fréttir
73708
Kergja og kraumandi reiði: „Hvar er samningurinn?“
Laun fjölmargra hjúkrunarfræðinga á Landspítala lækkuðu um tugi þúsunda um mánaðamótin þegar vaktaálagsgreiðslur þeirra féllu niður. Ár er síðan kjarasamningur þeirra rann út og ekkert gengur í viðræðum. Hjúkrunarfræðingar segja þetta skrýtin skilaboð þegar almenningur klappar fyrir þeim á götum úti fyrir að standa vaktina í COVID-19 faraldrinum. Hjúkrunarfræðingar deila nú myndum af launaseðlum sínum á samfélagsmiðlum undir merkinu #hvarersamningurinn.
Guðmundur Franklín Jónsson segir að í ljós komi á næstu vikum hvort hann skori sitjandi forseta Guðna Th. Jóhannesson á hólm. „Veiran ræður för og ég hlýði Víði.“
Viðtal
792
Á meðan menn smíða fiðlur munu bækur koma út
Ásdís Óladóttir var átta ár að skrifa sína fyrstu ljóðabók, en hún hafði þá glímt við erfið veikindi, verið ranglega greind, fengið vitlaus lyf og verið óvinnufær í tvö ár. Veikindin, sem sumir kalla geðklofa en aðrir kalla ofurnæmi, hafa sett mark sitt á líf hennar. Hún ræðir við Kristínu Ómarsdóttur um skáldskapinn og lífið.
Fréttir
35110
Rafmagn tekið af íbúðahúsi Sturlu
Fjórfalt hærri veð hvíla á fasteignum á Suðureyri en kaupverðið sem Sturla Sighvatsson greiddi Íbúðalánasjóði fyrir rúmum þremur árum.
Fréttir
172583
Birkir Jón segist ekki íhuga afsögn eftir svarta skýrslu um Sorpu
Birkir Jón Jónsson, stjórnarformaður Sorpu, hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir svarta skýrslu um stjórn fyrirtækisins. Birkir sat áður áfram sem formaður fjárlaganefndar Alþingis þrátt fyrir að hafa vitað af svartri skýrslu um starfsemi Byrgisins sem fékk hundruð milljóna í hans tíð.
Menning
766
Kvikmynd Jóhanns Jóhannssonar heitins slær í gegn á Berlinale
Stórleikkonan Tilda Swinton talar inn á nýja mynd Jóhanns Jóhannssonar sem kölluð hefur verið ein frumlegasta kvikmynd á sviði vísindaskáldskapar.
Fólkið í borginni
112
Eignaðist perluvinkonu, þökk sé Marilyn Manson
Fata- og textílhönnuðurinn Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir lýsir því hvernig henni áskotnaðist ævilöng vinátta, þökk sé skammlífu goth-tímabili.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.