Við reynum að líta á björtu hliðarnar, horfa á það góða sem á eftir að koma út úr þessu öllu saman. Ég trúi því að það verði aðeins rólegra yfir lífinu þegar þetta er afstaðið, veiran hægi á okkur. Við eigum eftir að læra að við þurfum ekki alltaf að vera að gera sautján hluti í einu, að vera með 35 áhugamál og alltaf á fullu, frá sjö til níu á kvöldin.
Á meðan allt er eðlilegt tekur maður ekki einu sinni eftir því að allt er á yfirsnúningi. Kannski að veiran núllstilli okkur? Ég er nokkuð viss um að hún eigi eftir að gera það. Eftir veiruna kunni fleiri að meta allt þetta einfalda sem okkur þótti áður sjálfsagt. Að gera ekki neitt, að vera úti í náttúrunni, að vera með fjölskyldu sinni og nánum vinum, fólkinu sínu.
Þriggja ára sonur minn kann að meta þetta. Hann fer í ...
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
1.990 krónum á mánuði.
Athugasemdir