Angela Merkel
Aðili
Morð á þýskum stjórnmálamanni skapar andrúmsloft ógnar og ótta

Morð á þýskum stjórnmálamanni skapar andrúmsloft ógnar og ótta

Ótti ríkir í þýsku samfélagi eftir morðið á stjórnmálamanninum Walter Lübcke. Samtök nýnasista hafa birt dauðalista á vefnum þar sem fleiri stjórnmálamönnum er hótað lífláti. Öryggislögregla Þýskalands þykir hafa sofið á verðinum gagnvart þeirri ógn sem stafar af hægri öfgamönnum.

Popúlistar eiga síður upp á pallborðið í þýskum stjórnmálum

Popúlistar eiga síður upp á pallborðið í þýskum stjórnmálum

Þýskir kjósendur virðast ætla að halla sér að rótgrónum kerfisflokkum í komandi kosningum. Þeir hafa meiri áhyggjur af loftslagsbreytingum en hryðjuverkum.

Þýska öfgahægrið missir flugið

Þýska öfgahægrið missir flugið

Stuðningur við þýska hægri öfgaflokkinn Alternative für Deutschland, AfD, virðist fara dvínandi samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum í Þýskalandi. Meðlimir flokksins hafa meðal annars talað fyrir því að flóttamenn séu skotnir á landamærunum, gegn fóstureyðingum og kynfræðslu barna, og sagt að íslam samræmist ekki stjórnarskránni. Eftir að hafa fagnað sigri síðastliðið haust mælist flokkurinn nú aðeins með 8,5 prósent fylgi.

Angela Merkel, leiðtogi hins frjálsa heims

Angela Merkel, leiðtogi hins frjálsa heims

Ýmsir vilja meina að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sé leiðtogi hins frjálsa heims nú þegar Donald Trump hefur tekið við völdum í Bandaríkjunum. Prestsdóttirin Merkel ólst upp í Austur-Þýskalandi. Hún er menntaður eðlisfræðingur og talar reiprennandi rússnesku. Við fall Berlínarmúrsins ákvað hún að láta til sín taka á vettvangi stjórnmálanna. Kanslarinn sækist nú eftir endurkjöri fjórða kjörtímabilið í röð en komandi ár gæti orðið afdrifaríkt í Evrópu nú þegar popúlískir hægri flokkar eru að sækja í sig veðrið í álfunni.

Deutsche Bank í vanda - Þýska ríkið mun ekki koma til bjargar

Deutsche Bank í vanda - Þýska ríkið mun ekki koma til bjargar

Þýska ríkið sendir þau skilaboð frá sér að það muni ekki bjarga Deutsche Bank komi til þess að bankinn fari í gjaldþrot. Framkvæmdarstjóri bankans sendi í gær tölvupóst á 100.000 starfsmenn þar sem hann sagði bankann ekki hafa staðið eins vel í 20 ár, þrátt fyrir að hlutabréf í bankanum hafi sama dag náð sínum lægsta botni í 30 ár.

Hrammur öfgahægrisins setur mark sitt á Berlín

Hrammur öfgahægrisins setur mark sitt á Berlín

Þýski öfgahægriflokkurinn Alternative für Deutschland fagnar áfangasigri í Berlín. Formaður flokksins sagði réttlætanlegt að skjóta flóttafólk á landamærunum. Flokkurinn sækir fylgi sitt til þýskrar millistéttar jafnt sem óánægðs verkafólks. Stórt skref í áttina að þýska sambandsþinginu, segir talsmaður flokksins.

Þjóðverjar segja hryðjuverk ekki stefnu Merkel í málefnum flóttamanna að kenna

Þjóðverjar segja hryðjuverk ekki stefnu Merkel í málefnum flóttamanna að kenna

Samkvæmt nýlegri könnun segist stærstur hluti Þjóðverja ekki líta svo á að nýleg hryðjuverk í landinu séu stefnu Angelu Merkel kanslara um móttöku flóttamanna að kenna.

Mikill meirihluti Evrópubúa sammála Merkel í flóttamannamálum

Mikill meirihluti Evrópubúa sammála Merkel í flóttamannamálum

Tæplega áttatíu prósent Evrópubúa vilja koma á kvótakerfi varðandi móttöku flóttafólks rétt eins og Angela Merkel. Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins segir að þýskalandskanslari muni endast lengur í embætti en gagnrýnendur hennar.

Við mættum brjáluðu hafinu, en erum nú komin í skjól

Við mættum brjáluðu hafinu, en erum nú komin í skjól

Þúsundir sýrlenskra flóttamanna koma til höfuðborgar Þýskalands í viku hverri. Kanslari Þýskalands hefur gefið það út að engin takmörk séu fyrir því hversu mörgum flóttamönnum landið getur tekið á móti. Þessir nýju íbúar Berlínar koma sumir hverjir saman í menningarmiðstöðinni Salam í úthverfi borgarinnar. Þar er spilað, sungið og skeggrætt um stjórnmál. Þrátt fyrir erfiðleika og óvissu eftir langt og strangt ferðalag er þakklæti ofarlega í huga þessa fólks.

Glaðst yfir hremmingum Evrópu

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Glaðst yfir hremmingum Evrópu

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Niðurskurður án umbóta í landi þar sem áhrifaaðilar njóta skattleysis