Setningar verða að myndum sem segja meira en þúsund orð en listakonan Jana Birta Björnsdóttir, listamaður og lífeindafræðingur, er meðlimur í Tabú feminískri hreyfingu sem beinir spjótum sínum af margþættri mismunum gagnvart fötluðu fólki. „Að vera í jaðarhópi hvetur mig til að tjá mig um það misrétti sem ég sé.“
MenningHús & Hillbilly
1
„Er maður heppinn þótt maður hafi komist úr fátæktinni?“
„Ég skildi ekki af hverju fólk var að kalla mig grjón úti í frímínútum,“ segir Melanie Ubaldo myndlistarkona, sem vinnur með minningarnar í verkum sínum. Þegar Melanie var átta ára flutti móðir hennar ein til Íslands og var hér án barnanna í fimm ár áður en þau gátu fylgt á eftir. Melanie skrifar meistararitgerð um það hvernig hún holdgerir það hvernig samfélagið hefur hafnað henni. Orð geti aldrei sært hana, en þeim fylgi ábyrgð.
MenningHús & Hillbilly
Myndlist fyrir bragðlaukana
Þann 15. október síðastliðinn opnaði Sindri Leifsson myndlistarsýninguna Næmi, næmi, næm í Ásmundarsal, þar sem almenningi býðst að fara í skynjunarferðalag um íslensk hráefni í þremur kvöldverðarboðum.
MenningHús & Hillbilly
„Fólk tjáir ástarhug öðruvísi á dönsku en á frönsku“
Kristín Ómarsdóttir skrifar pistil um tungumálið, merkingu orðanna og sýninguna Fífulogar, sem er að hennar mati afar fallegt orð. Á sýningunni tekst Jóna Hlíf Halldórsdóttir á við það hvernig við komum hugmyndinni um birtuna frá eldi sem logar í fífukveik til skila á öðrum tungumálum.
MenningHús & Hillbilly
Auglýsingahlé
Olís bensínstöðinni í bílakjallara Hamraborgar Kópavogs var lokað um áramótin en við fáum þó enn að njóta fagurgula rýmisins í nýjum búningi. Sýningarrýmið Y hefur opnað dyr sínar fyrir gestum og gangandi þar sem samtímamyndlist fær að njóta sín.
MenningHús & Hillbilly
Fólk vill alltaf setja þig í kassa
Ásta Fanney Sigurðardóttir fékk nýlega tilnefningu til verðlaunanna Prix Littéraire Bernard Heidsieck fyrir list sína og skrif frá hinu virta listasafni Pompidou í París, frumsýnir tilraunakennda mynd á Sequences og heldur svo til Lúxemborgar að flytja söngverk. „Það eru endalausir möguleikar.“
Menning
Uppskrift að stórkostlegu mómenti
„Þetta er svo mögnuð hátíð, stofnuð af listamönnum, rekin af listamönnum,” segir Helga Björg Kjerúlf framkvæmdarstýra Sequences X. „Það er svo mikil gróska í myndlist á íslandi og alltaf samvinna,” segir hún ennfremur um hátíðina sem fram fer 15. október - 24. október.
MenningGallerí Hillbilly
Bílar keyra stundum í gegnum nýja galleríið
Myndlistartvíeykið Olga Bergmann og Anna Hallin hafa velt fyrir sér virkni myndlistar í almannarými og ólíkum leiðum til að koma henni á framfæri. Nú voru þær að opna gallerí í undirgöngum á Hverfisgötu, þar sem bílar aka stundum í gegn til að komast á bakvið húsið. Vegfarendur staldra gjarnan við og listamönnum þykir rýmið spennandi.
MenningGallerí Hillbilly
Ég vissi ekki hvað ég átti að gera við fjögurra metra skepnu
Eftir 30 ár er Jón Baldur Hlíðberg kominn á þann stað sem hann er á núna. Þrátt fyrir að hafa dýpt tánum í myndlistarskóla sem ungur maður þá var enginn sem kenndi honum að teikna heldur hefur hann þurft að tína þetta upp úr götu sinni eftir því sem hann gengur um, það getur verið basl og maður verður að vera þolinmóður, segir Jón Baldur. Hann kennir nú öðrum tæknina sem hann hefur þróað.
MenningHús & Hillbilly
Fæ manneskjuna á heilann
Myndhöggvarinn Ragnhildur Stefánsdóttir gerði fyrstu styttuna af nafngreindri konu í Reykjavík, Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni á Alþingi. Hún segir mikilvægt að koma sjálfri sér á óvart í listinni.
MenningHús & Hillbilly
Rakel lifir á listinni
Rakel Tómasdóttir hefur vanið sig á að skapa fyrir opnum tjöldum og bjóða aðdáendum sínum með í ferlið, hvort sem það er í gegnum innlit á vinnustofuna eða samfélagsmiðla.
ViðtalHús & Hillbilly
Hann gengur alltaf með mér, dauðinn
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir myndlistarkona sagði upp störfum sextug eftir að hafa fengið krabbamein tvisvar sinnum og ákvað að láta drauminn rætast og vinna að myndlist, sama hvað.
ViðtalHús & Hillbilly
Lifir, hrærist og lærir í listinni
Ólöf Nordal var valin borgarlistamaður Reykjavíkur og sýnir nú í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
MenningHús & Hillbilly
Aumingja litla ljóðið
Eva Schram sýnir í Ramskram.
MenningHús & Hillbilly
Með blóm á heilanum: Græna skrímslið hans Eggerts
Stór og kraftmikil mynd af mosabreiðu er til sýnis á Kjarvalsstöðum. Liturinn er stórfenglegur og hefur svipuð áhrif og að sjá regnvotan dýjamosa sem breiðir sig yfir hraunið í náttúrunni. Skærlímónulitaður líkt og fótósjoppaður sé. Myndin sogar þig inn í sig og þú týnir þér í öllum smáatriðunum. Hundruðum blóma sem vaxa í dýjamosa. „Ég kalla það Græna skrímslið.“
Menning
Aldrei endir
Jörðin snýst og á hverju ári er haldin sýning nemenda í meistaranámi í myndlist úr Listaháskóla Íslands, í daglegu tali kölluð MA-sýningin.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.