Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tvöfaldur dessert og hálf öld á Kjarvalsstöðum

List­alisti 24. mars - 4. apríl í boði Hús&Hill­billy

Tvöfaldur dessert og hálf öld á Kjarvalsstöðum

Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld

24.03 – 07.08.23
Kjarvalsstaðir

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum, laugardag 25. mars kl. 15.00 í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá vígslu Kjarvalsstaða. Sýningin veitir innsýn í íslenska myndlist á 20. öld í gegnum þann hluta menningararfsins sem varðveittur er í Listasafni Reykjavíkur.  Á sýningunni er að finna um tvö hundruð listaverk úr safneigninni og skiptist hún á milli Austur- og Vestursala á árinu 1973, þegar Kjarvalsstaðir voru vígðir. Um leið markar árið ákveðin straumhvörf í listasögunni hér á landi því þá eru að verða skil á milli línulegrar framvindu módernismans og margsögu framúrstefnutímabilsins. 

Opið daglega 10.00–17.00


Cast of Mind

B. Ingrid Olson
20.01.23 - 20.12.23
i8 Grandi | Marshallhúsið

Cast of Mind er ný sýning eftir bandarísku listakonuna B. Ingrid Olson í  i8 Granda í Marshallhúsinu. i8 Grandi stendur að mun lengri sýningum en vaninn er hjá söfnum og galleríum. Heilsárssýningarnar eru helgaðar hugmyndum um tíma og rúm og uppstillingin mun þróast sem á líður á sýninguna. Hið langa skeið sem heilt ár býður upp á leyfir listamönnum að íhuga hvernig tíminn mótar verk þeirra og hvernig flæðið hvetur áhorfendur til að heimsækja aftur síbreytilegar innsetningar.

Opnunartímar miðvikudaga - sunnudaga: 12:00–18:00.


Birgir Andrésson & Lawrence Weiner

30.03.23 - 13.05.23
i8 gallerí
Tryggvagata 16, 101 Reykjavík

Opnunartímar þriðjudaga–laugardaga: 12:00–17:00.


Declutter, myndlistarsýning

24.03 – 11.04.23
Epal Gallerí, Laugavegi 7

Myndlistarkonurnar Auður Lóa Guðnadóttir, Edda Mac, Helga Páley Friðþjófsdóttir og Sigrún Hlín Sigurðardóttir leiða saman hesta sína í fyrsta  sinn og sýna teikningar, málverk, skúlptúra og textílverk þar sem þær fjalla um hitt og þetta. Þær hafa valsað um með augun opin, pennana á lofti og eitt og annað verið tínt til og raðað saman eftir kúnstarinnar reglum. Fyrirbærum, hugmyndum og athöfnum safnað saman, lyft upp, dregið í svaðið, geymt og hent. Þegar þið komið getið þið fengið að sjá ýmislegt kunnuglegt og komist að því hvernig það hangir saman. 

Opnun 24. mars kl. 16.00 – 18.00, sýningin stendur yfir til 11. apríl. Opið alla daga frá 10-18


Töfraheimilið, samsýning

18.03 – 22.04.23
Kling & Bang, Marshall húsinu

Töfraheimilið er samsýning íslenskra og alþjóðlegra listakvenna, þeirra Helenu Margrétar Jónsdóttur, Lidija Ristic, Ragnheiðar Káradóttur og Virginu L. Montgomery. Á sýningunni er búið til annað rými innan sýningarrýmisins, Töfraheimilið. Á því heimili er ekki allt sem sýnist. Andrúmsloft sem leitast er eftir að skapa einkennist af dulúð, draumkennd og töfraraunsæi. Verkin eru súrrealísk, ýmist of stór eða of smá og absúrd. Listamennirnir vinna með yfirnáttúrulega töfra hversdagsins. Gjörið svo vel og gangið í bæinn! 

Kling & Bang er opið mið-sun kl. 12-18. Aðgangur er ókeypis.


FRED, einkasýning

25.03 – 01.04.23 
Opnun 24.03 kl. 16.00 – 19.00 
Kubburinn, Listaháskóli Íslands, Laugarnesvegur 91, 2.hæð

Deepa R. Iyengar heldur einkasýningu, sem hluti af útskrift af MA braut í myndlist, í Kubbnum í LHÍ Laugarnesi. Hún skoðar hvernig mætti breyta sambandi manneskju og tilraunadýrs, sérstakrar tegundar rottu sem þróuð var einungis í þágu mannkyns. Þetta er upphafspunktur könnunar hennar á því hvernig hægt er að mæta aðkallandi þörf fyrir umbreytingu á sambandi manneskju við aðra hluta vistkerfisins, til að tryggja afkomu til framtíðar. Deepa skapar eða kannar rými til að uppgötva hvað vantar, hvað er ósýnilegt eða óraungert. Hún kannar þemu valds, stýringar og frelsunar, undir hinu vakandi auga eða innan líkamans sem bregst við.

Opið: 25.mars - 1. apríl kl. 11.00 – 17.00, og 2. – 8. apríl eftir samkomulagi. deepa21@lhi.is


AÐ HLJÓÐI // Hömlulaus veggur

24.03 –26.03 2023
Lifandi flutningur við lokun, 
sunnudaginn 26.03
Nýlistasafnið, Marshallhúsið

Um er að ræða athöfn, þátttökuverk og heimildasafn þar sem teikningar um hljóð, sjónrænar hljóðskrár eftir tónskáld eru hengdar og skoðaðar í samhengi hver við aðra. Upphengið er þátttökuviðburður þann 23. og við lok verkefnisins verður lifandi flutningur nokkurra verka, þann 26.mars. Verkefninu er stýrt af Ruth Wiesenfeld tónskáldi og Gunnhildi Hauksdóttur myndlistarkonu. Að hljóði safnar myndbirtingu skapandi vinnu um hljóð og aftengir hugmyndum um höfundarverk og afurð. Vitnisburður um listræna hugsun myndar hér útlínur fagurfræðilegra athafna, bæði meðvitaðra og ómeðvitaðra. Veggurinn stendur í Limbó í Nýlistasafninu til 26. mars. 

Opið mið til sun 12.00 – 18.00.


sam(t)vinna, samsýning

01.04 – 21.04.23
Korpúlfsstaðir 
Opnun 1. apríl 14.00 – 16.00

Textílfélagið heldur samsýningu þar sem samtal og samvinna meðlima er sett í forgrunn. Ferli var sett af stað þar sem þátttakendum var boðið að mynda pör og vinna að því að finna sameiginlegan flöt í listsköpun sinni. Afraksturinn er margvíslegur; aðferðir, efnistök og sjónarhorn hljóta hér ýmist endurnýjun eða endurskoðun, ný verk líta dagsins ljós og eldri verk birtast í nýju samhengi.

Opnunartímar og frekari upplýsingar á tex.is.


Ljósrofi

01.04 – 22.05.23
Ásmundarsalur, Freyjugata 41
Opnun 1. apríl kl. 15.00 – 17.00

Emma Heiðarsdóttir (f. 1990) vinnur út frá breytilegum mörkum skúlptúrs og arkitektúrs, listar og lífs. Verkin byggja gjarnan á inngripi í þau rými eða umgjörð sem hún sýnir í hverju sinni og snúa upp á viðtekna sýn okkar á umhverfið. Á sýningunni Ljósrofi kemur fram viðleitni til að skoða rými út frá takmarkandi og hlutlægum eiginleikum þess, sem mynda umgjörð fyrir líkamlega og huglæga upplifun. Áhorfendur virkja sum verkanna með líkömum sínum og takmörk í rými leiða ef til vill hugann að öðrum takmörkum.

Sýningin er opin alla virka daga frá kl 08:30-17.00 og kl 10.00-17.00 um helgar.


Sneak peak, opin vinnustofa í Gryfju

15.03 – 02.04.23
Ásmundarsalur, Freyjugötu 41

Sneak peak er opin vinnustofa í Gryfju þar sem listakonan Melanie Ubaldo (f.1992, Filippseyjum) vinnur að einkasýningu sinni sem opnar í Ásmundarsal 13. maí. Melanie útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2022. Hún hlaut styrk úr styrktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur árið 2021. Melanie er ein af stofnendum listhópsins Lucky 3, en hópurinn samanstendur af listamönnum af filippeyskum uppruna á Íslandi. Lucky 3 hlaut hvatningarverðlaun myndlistarráðs árið 2022. 

Húsið er opið alla virka daga frá kl 08:30-17.00 og kl 10.00-17.00 um helgar.


Fyrirbærafræði, myndlistarsýning

30.03 – 30.04.23
Fyrirbæri (Phenomenon), Ægisgötu 7

Brynjar Helgason opnar myndlistarsýningu í Fyrirbæri. Ágrip úr sýningarskrá: „… Í eigin heimi sem aftur á móti gerir ráð fyrir osmósu við einhvern fullkomlega ókunnugan sem með hugveruleika sínum myndi ljá upplifuninni væ(n)gi í tengslum við sögu og samfélag, sértæk sum þau kunna að vera… Þetta felur á endanum í sér visst notagildi vegferðarinnar sem mælikvarði á fagurfræðilegt gildi afstætt öllum mögulegum hlutum og hluteigandi gjörðum vorum.“ 

Sýningin er opin til 30. apríl. Opið laugardaga og sunnudaga frá 18.00 – 20.00 og/eða 12.00 – 14.00 (eftir samkomulagi).


Sjalaseiður – sýning

06.04 – 06.05.23
Safnahúsið Ísafirði (Gamla sjúkrahúsið)

Bergrós Kjartansdóttir; Umbreyting úr texta í textíl - Átján sjöl úr álfheimum og sögurnar um þau. Út kom bókin Sjalaseiður sl. haust. Í bókinni eru listrænar myndir af átján sjölum úti í náttúrunni, uppskriftir af þeim, sögur og ljóð. Bókin er óður til norrænu goðafræðinnar og íslenskrar náttúru. Sjölin eru úr íslenskri ull og hvert sjal ber með sér forna sögu sem segir frá hvaðan hugmyndin að hönnun sjalsins kemur. Hvert sjal segir sína sögu, textíll og texti verða að Sjalaseið.

Opnunartímar: mán – fös 12.00 – 18.00, lau 13.00 – 16.00.


Kerfi

11.03 – 22.04.23
BERG Contemporary, Smiðjustígur 10 / Klapparstígur 16, 101 Rvk.

Kerfi er titill sýningar Heklu Daggar Jónsdóttur sem nú stendur yfir í BERG Contemporary. Sýningin samanstendur af innsetningu þar sem Hekla fæst við litakerfin CMYK sem er frádrægt litakerfi, og RGB sem er viðlægt litakerfi. Hún klæðir galleríið að innan með gouache verkum á bómullarpappír sem hún vann með marmoring-tækni, auk þess sem finna má texta-og videoverk á sýningunni. Í sýningartexta Kristínar Ómarsdóttur segir ennfremur: „Hekla Dögg klæðir sýningarsali lokkum úr litum sem dansa eftir farvegi handan heimilisfangs.“

Verið velkomin. Sýningin er opin þriðjudaga til föstudaga frá 11-17 og laugardaga frá 13-17.


Yfirborð/Surface og Tvöfaldur dessert

25.03.-20.04.2023
Gallery Port, Laugavegur 32

Laugardaginn 25. mars opnar listafólkið Halldór Sturluson og Berglind Erna Tryggvadóttir tvær aðskildar sýningar í Gallery Port. Halldór sýnir litastúdíur sínar úr mislitum pappír sem raðast upp á ólíkan hátt í þéttpressaða bunka, minna á jarðlög eða marglaga æviskeið. Berglind Erna sækir í hversdagsleikann í teikningum sínum af því sem alltaf innan sjónsviðsins og seilingar. Myndirnar gætu staðið í Orðabók hversdagsins því allir munu kannast við eitthvað úr sínum.

Opið þriðjudag til laugardags milli 12-17.


Svikull silfurljómi

01.04 – 23.04.23
Samkomuhúsið í Súðavík

Una Björg Magnúsdóttir er fjórði listamaðurinn sem velst til þátttöku í sýningaröð Listasafns ASÍ þar sem skipulagðar eru einkasýningar valinna listamanna á tveimur stöðum á landinu. Una Björg beitir ýmsum brögðum í verkum sínum til að velta upp spurningum um fegurð, gildi, tilvist okkar, hegðun og hátterni. Hún notar til þess áferð og gildishlaðin efni á slunginn en sparlegan hátt. 

Sýningin er opin daglega kl. 14.00 – 17.00 og eftir samkomulagi.


Ásætur

01.04 – 10.04.23 
Opnun í Grasagarðinum 1. apríl kl 17.
Grasagarðurinn

Sýningin Ásætur er samstarf meistaranema í myndlist​ við Listaháskóla Íslands og meistaranema í sýningargerð við Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands. Ellefu myndlistarmenn sýna verk sín og ljóst er að þar kennir ýmissa grasa. Margslungið samspil manna, dýra og plöntulífríkis verður þar í aðalhlutverki. Ólíkar tegundir plantna, dýra og manna mætast í Grasagarðinum. Listaverkin birtast að vori en eru fjarlægð áður en þau ná að festa sig í sessi. Þau haga sér eins ásætur sem ætla ekki að trufla hringrás þeirra lífvera sem finnast þar í kring. Líkt og mosi á steini, skóf á berki eða sýklaskán á botni gullfiskatjarnar.


Beðið eftir dansi

01.04-22.04.23
Setustofan- Ásmundarsal, Freyjugötu 41

Hljóðverkið Beðið eftir dansi eftir Yelenu Arakelow bíður áhorfendum upp á að njóta nándarinnar sem fylgir því að bíða. Hvað upplifir þú í biðstöðu? Getum við upplifað sameiginlega löngun til breytinga, ef við bíðum saman? Að leyfa tímanum að líða með endurtekningum og tómarúmi eykur eftirvæntinguna á að eitthvað gerist. Kannski er þetta eitthvað sem við vitum ekki enn(...)

Tónlistin er unnin af danshöfundinum Yelenu Arakelow og er byggð á sjónrænu skori og vettvangsupptökum sem teknar voru á iPhoneinn hennar á biðstundum í Reykjavík, Vestmannaeyjum (Íslandi), Riga og Vangaži (Lettlandi). Húsið er opin alla virka daga frá kl 08:30-17.00 og kl 10.00-17.00 um helgar. 


Endurkast

1.4.23. - 25.4.23.
Setustofan- Ásmundarsal, Freyjugötu 41

Sýningin Endurkast eftir Helgu Sif Guðmundsdóttur opnar í Setustofunni 1. apríl. Ljós, hvort sem það er náttúrulegt eða manngert spilar lykilhlutverk í því að móta og framkalla hughrif. Flest eiga verkin á sýningunni það sameiginlegt að vera ljósnæm. 

Efnin sem verkin eru unnin í eru fjöldaframleidd í verksmiðjum og er helst að finna í byggingavöruverslunum. Við það að handleika þau út frá eðli þeirra og nátturulegri fegurð eru þau tekin úr samhenginu sem þeim var ætlað að vera í og verður uppruni þeirra og tilgangur óljós. Í sýningunni vinnur Helga Sif með hugmyndina um stéttaskiptingu í efnisvali út frá fyrirframgefnum hugmyndum og gildum um fagurfræði. Sýningin er opin alla virka daga frá kl 08:30-17.00 og kl 10.00-17.00 um helgar.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Listalistinn

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
10
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár