Jóhann Páll Jóhannsson

Blaðamaður

Jóhann Páll er búsettur í Bretlandi og hefur starfað við blaðamennsku frá 2012, oftast í hlutastarfi samhliða námi. Byrjaði á DV. Með BA-gráðu í heimspeki frá HÍ (2015) og MSc í sagnfræði frá Edinborgarháskóla (2017). Fékk tvær tilnefningar til blaðamannaverðlauna ársins 2017, hlaut verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2013 og blaðamannaverðlaun Íslands 2014 fyrir umfjöllun um lekamálið.
Dæmdir nýnasistar frá Norðurlöndum hjálpa þeim íslensku

Dæmdir nýnasistar frá Norðurlöndum hjálpa þeim íslensku

·

Forystumenn Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar eru með ofbeldisdóma á bakinu og lofsyngja Adolf Hitler. Stundin fjallar um heimsókn þeirra til Íslands í samstarfi við sænska fjölmiðilinn Expo.

ASÍ á móti undanþágum fyrir ungt fólk og tekjulágt

ASÍ á móti undanþágum fyrir ungt fólk og tekjulágt

·

Stjórnvöld vilja veita víðtækar undanþágur frá hertum reglum um verðtryggð lán sem verkalýðshreyfingin kallaði eftir. Stytting hámarkslánstíma verðtryggðra lána gæti þyngt greiðslubyrðina um tæp 29 prósent, en ASÍ telur undanþágurnar óþarfar.

Nýnasistaleiðtogi kallaði Snæbjörn kynþáttasvikara

Nýnasistaleiðtogi kallaði Snæbjörn kynþáttasvikara

·

Snæbjörn Guðmundsson lenti í útistöðum við nýnasista á Lækjartorgi eftir að hafa rifið dreifimiða frá þeim. Nýnasistarnir sýndu Snæbirni ógnandi framkomu og heimtuðu að hann sýndi þeim virðingu. „Ég er ekki tilbúinn að sýna nýnasistum neina virðingu“

Íslenskur nýnasisti á Lækjartorgi: Hrifinn af Nasistaflokknum og efast um helförina

Íslenskur nýnasisti á Lækjartorgi: Hrifinn af Nasistaflokknum og efast um helförina

·

Arnar Styr Björnsson, meðlimur nýnasistahreyfingarinnar Norðurvígis, segir hreyfinguna hafa styrkst töluvert undanfarna mánuði. „Ég er mjög hrifinn af því sem þýski þjóðernisfélagshyggjuflokkurinn stóð fyrir.“

Nýnasistar koma saman á Lækjartorgi

Nýnasistar koma saman á Lækjartorgi

·

Nýnasistasamtökin Norðurvígi stóðu undir fánum og dreifðu áróðri í miðborg Reykjavíkur. Formaður Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar, dæmdur ofbeldismaður, staddur hér á landi og meðal þeirra sem mættu á Lækjartorg.

Segja Pence hommahatara og að viðhlæjendur hans eigi að skammast sín

Segja Pence hommahatara og að viðhlæjendur hans eigi að skammast sín

·

„Ég er einfaldlega að sinna skyldu minni sem róttæk queer-manneskja,“ segir Jón Múli, annar mannanna sem handteknir voru fyrir að kveikja í bandaríska fánanum við Höfða. „Þeir íslensku ráðamenn sem afbera að vera í sama herbergi og þessi maður eiga að skammast sín.“

Miðflokksmenn greiddu atkvæði gegn því að óheimilt yrði að leggja sæstreng án aðkomu Alþingis

Miðflokksmenn greiddu atkvæði gegn því að óheimilt yrði að leggja sæstreng án aðkomu Alþingis

·

Þingmenn Miðflokksins og Ásmundur Friðriksson tóku afstöðu gegn tveimur þingmálum þar sem því var slegið föstu að úrslitavaldið varðandi tengingu íslenska raforkukerfisins við raforkukerfi annarra landa liggi hjá Alþingi.

Segist hafa fengið „gríðarlegan stuðning“ eftir sýknudóminn

Segist hafa fengið „gríðarlegan stuðning“ eftir sýknudóminn

·

Maður á sextugsaldri sem játaði að hafa strokið þroskaskertri konu með kynferðislegum hætti og látið hana snerta lim sinn utan klæða var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands árið 2017. Hann er ánægður með meðferðina sem hann fékk í íslensku réttarkerfi. „Ég var í sambandi við móður stúlkunnar meðan á þessu stóð og þau buðu mér heim í kaffi,“ segir hann.

Játaði að hafa þuklað á þroskaskertri konu en var sýknaður

Játaði að hafa þuklað á þroskaskertri konu en var sýknaður

·

Maður á sextugsaldri olli þroskaskertri konu óþægindum þegar hann, að eigin sögn, þreifaði ítrekað á henni og örvaðist við það kynferðislega. Geðlæknir sagði manninn hafa „gengið lengra í nánum samskiptum en hún hafi verið tilbúin til, en hann hafi þó virt hennar mörk“ og dómarar töldu ekki sannað að ásetningur hefði verið fyrir hendi.

0,1 prósentið: 300 manns fengu 46 milljarða í fyrra

0,1 prósentið: 300 manns fengu 46 milljarða í fyrra

·

Íslendingurinn sem græddi mest árið 2018 fékk jafn mikið og manneskja á meðallaunum myndi vinna sér inn á 254 árum.

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·

Kristján Vilhelmsson, annar af aðaleigendum Samherja, greiddi 102 milljónir króna í fjármagnstekjuskatt árið 2018 en hafði vantalið skatta um árabil. Þeir Ingvaldur og Gunnar Ásgeirssynir, eigendur Skinneyjar Þinganess, græddu hvor um sig hátt í 200 milljónir.

Ekki mótuð stefna vegna loftslagsflóttamanna

Ekki mótuð stefna vegna loftslagsflóttamanna

·

Íslensk stjórnvöld hafa ekki mótað stefnu eða ráðist í greiningarvinnu vegna loftslagsflóttamanna, enda er hugtakið enn í mótun á alþjóðavettvangi. „Ísland skipar sér iðulega í ört stækkandi hóp ríkja sem telja að neikvæð umhverfisáhrif hafi aukið og muni auka enn frekar á flóttamannavandann,“ segir aðstoðarmaður umhverfisráðherra.

Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“

Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“

·

„Lögregla er ekki og hefur aldrei verið í liði með hinseginfólki,“ segir Guðmunda Smári Veigarsdóttir, aðgerðasinni sem hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Samtökin '78 og Hinsegin daga. „Ég veit að Elínborg hlakkaði til að sjá gönguna, en svo gerist þetta.“

Samtök gegn orkupakkanum dreifðu rangfærslum um héraðsdómara

Samtök gegn orkupakkanum dreifðu rangfærslum um héraðsdómara

·

„Ég staðfesti að Skúli Magnússon fékk heimild nefndar um dómarastörf til að vinna álit fyrir utanríkisráðuneytið,“ segir Hjördís Hákonardóttir, formaður nefndar um dómarastörf.

Telur formann Samtakanna vilja „þagga niður í“ varaforseta Bandaríkjanna

Telur formann Samtakanna vilja „þagga niður í“ varaforseta Bandaríkjanna

·

Elliði Vignisson er ósammála nálgun Samtakanna '78 og segist vitna í Voltaire.

Óboðlegt að hunsa vilja flokksmanna

Óboðlegt að hunsa vilja flokksmanna

·

Jón Kári Jónsson, formaður Fé­lags sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holta­hverfi, er hissa á yfirlýsingum Bjarna Benediktssonar um að niðurstaða í almennri atkvæðagreiðslu meðal sjálfstæðismanna myndi engu breyta um stefnu þingflokksins í orkupakkamálinu.