Atli Már Gylfason

Yfirheyrslum lokið: Hvarfið rannsakað sem sakamál

Yfirheyrslum lokið: Hvarfið rannsakað sem sakamál

·

Yfirheyrslum yfir þremur skipverjum af grænlenska togaranum Polar Nanoq er lokið. Lögregla þarf að taka ákvörðun fyrir hádegi hvort hún óski eftir gæsluvarðhaldi yfir tveimur þeirra sem voru handteknir rétt eftir hádegi í gær.

Myndskeið sýnir Birnu með símann sinn á Skólavörðustíg

Myndskeið sýnir Birnu með símann sinn á Skólavörðustíg

·

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur rannsakað upptöku úr öryggismyndavél við Skólavörðustíg, en enginn þeirra sem sést á gangi á sama tíma og Birna Brjánsdóttir hafa gefið sig fram við lögreglu. Útgerð grænlenska togarans Polar Nanoq segir engar sannanir liggja fyrir sem tengir áhafnarmeðlimi við hvarf Birnu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segir lögregluna hafa yfirheyrt fjölda fólks með stöðu vitnis. Enginn hafi þó verið yfirheyrður með stöðu grunaðs.

Ný ljósmynd sýnir Birnu fyrir hvarfið - lögreglan vill ræða við fólk af myndbandi

Ný ljósmynd sýnir Birnu fyrir hvarfið - lögreglan vill ræða við fólk af myndbandi

·

Skipstjóri Polar Nanoq, Julian Nolsø, segist stefna til Íslands. Talið er að um 22 séu í áhöfn togarans sem hefur oft komið til Íslands. Grímur Grímsson rannsóknarlögreglumaður segir lögreglu vilja ná tali af fólki sem sést á myndbandi. Síðasta ljósmyndin sem sýnir Birnu fyrir hvarfið sýnir hana kaupa mat á veitingastað við Ingólfstorg um klukkan fimm um nóttina.

Danskt varðskip eltir grænlenskan togara í tengslum við leitina að Birnu

Danskt varðskip eltir grænlenskan togara í tengslum við leitina að Birnu

·

Íslensk yfirvöld hafa óskað eftir aðstoð frá danska sjóhernum í tengslum við leitina að Birnu Brjánsdóttur. Talið er að skipverjar um borð í togaranum Polar Nanoq hafi leigt rauða Kia Rio-bifreið sem lögreglan hefur leitað að. Skipið fór frá höfn á laugardaginn.

Leitin að Birnu: Skór fundust og myndband sýnir hlaupandi menn á Laugavegi

Leitin að Birnu: Skór fundust og myndband sýnir hlaupandi menn á Laugavegi

·

Svartir skór af tegundinni Dr. Martens fundust nærri Hafnarfjarðarhöfn. Birna Brjánsdóttir var klædd í sams konar skó þegar hún hvarf. Stundin hefur undir höndum myndskeið sem sýnir grunsamlegar mannaferðir fyrir utan Laugaveg 23 á sama tíma og rauða bifreiðin sem lögreglan leitar að keyrir framhjá.

Lögreglan leitar í rauðri bifreið í Breiðholti

Lögreglan leitar í rauðri bifreið í Breiðholti

·

Þrjár lögreglubifreiðir stöðvuðu rauða bifreið í Bökkunum í Breiðholti og leituðu í henni hátt og lágt. Ekki er vitað hvort aðgerð lögreglunnar tengist leitinni að Birnu Brjánsdóttur. Í bifreiðinni voru tveir menn en ekki liggur fyrir hvort þeir hafi verið handteknir eða þeim sleppt. Bifreiðin er enn á sama stað, óhreyfð eftir leitina.

Mikil sorg á Suðurnesjum eftir svipleg andlát ungmenna

Mikil sorg á Suðurnesjum eftir svipleg andlát ungmenna

·

Íbúar á Suðurnesjum eru í sárum eftir tvö svipleg dauðsföll ungs fólks með aðeins nokkra daga millibili. Átján ára stúlka lést í bílslysi á leið í skólann og ungur maður, sem stefndi á breytt líf og nám, lést úr ofneyslu fíkniefna.

United Silicon í gjörgæslu eftirlitsstofnana

United Silicon í gjörgæslu eftirlitsstofnana

·

Kísilmálmverksmiðja United Silicon hefur ítrekað verið staðin að því að fara á svig við útgefið starfsleyfi fyrirtækisins í Helguvík. Ólögleg losun efna í andrúmsloftið, ömurlegar vinnuaðstæður starfsmanna og gríðarleg mengun í umhverfi verksmiðjunnar eru á meðal þess sem eftirlitsstofnanir fylgjast nú með og ætla að skoða nánar.

Forstjóri Vinnueftirlitsins segir United Silicon með grundvallaratriði í ólagi

Forstjóri Vinnueftirlitsins segir United Silicon með grundvallaratriði í ólagi

·

„Við erum alls ekki ánægð með það ástand sem er þarna,“ segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlit ríkisins, um kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17 athugasemdir í þremur eftirlitsheimsóknum og forstjórinn segir von á fleirum.

United Silicon héldu óleyfilegri losun leyndri en segja hana skaðlausa

United Silicon héldu óleyfilegri losun leyndri en segja hana skaðlausa

·

United Silicon hefur ítrekað farið á svig við starfsleyfi verksmiðjunnar og gefið misvísandi upplýsingar til Umhverfisstofnunar. Í nýjustu skýringum sínum segja þeir að myndskeið Stundarinnar hafi sýnt losun á hættulausu ryki.

Myndskeið sýnir United Silicon losa eiturefni út í andrúmsloftið í skjóli nætur

Myndskeið sýnir United Silicon losa eiturefni út í andrúmsloftið í skjóli nætur

·

Hættulegar vinnuaðstæður, losun eiturefna í skjóli nætur, gríðarleg mengun og mengunarvarnir sem virka ekki eru á meðal þess sem sést á myndskeiðum sem tekin voru innan í verksmiðju United Silicon á dögunum og Stundin hefur undir höndum. „Áfellisdómur yfir eftirlitsstofnunum,“ segir starfsmaður sem blöskrar ástandið.

Hjálparsamtök minnast Ástrósar: „Of margir eru að deyja“

Hjálparsamtök minnast Ástrósar: „Of margir eru að deyja“

·

Hjálparsamtökin United Reykjavík ætla á mánudaginn að minnast þeirra sem látist hafa vegna áfengis og vímuefnaneyslu á árinu 2016. Þau vilja opna augu ráðamanna fyrir hinu gríðarstóra vandamáli sem felst í misnotkun vímuefna og á sama tíma ætla þau að safna fyrir fjölskyldu Ástrósar, ungrar konu sem vaknaði ekki á aðfangadag.

Kominn með umboð frá forseta Íslands: Bjarni forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar?

Kominn með umboð frá forseta Íslands: Bjarni forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar?

·

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, kallaði formann Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktsson, á sinn fund í dag þar sem Bjarna var formlega veitt stjórnarmyndunarumboð. Ef viðræðurnar ganga eftir verður Bjarni forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar.

Ungur maður lést á AA-fundi

Ungur maður lést á AA-fundi

·

Lögreglan rannsakar svipleg dauðsföll ungmenna á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur og mánuði. Þeirra á meðal er andlát ungs manns á AA-fundi í gær. Þau og fleiri eru syrgð á samfélagsmiðlum.

Hjálpa fátækum börnum á Íslandi

Hjálpa fátækum börnum á Íslandi

·

„Ég hef séð það með eigin augum hvernig misskiptingin er,“ segir Styrmir Barkarson, grunnskólakennari í Svíþjóð. Hann og eiginkona hans hafa undanfarin ár safnað fyrir þau börn sem minna mega sín um jólin á Íslandi.

Stórtækir í afskriftum halda áfram að kaupa upp land

Stórtækir í afskriftum halda áfram að kaupa upp land

·

Byggingafélag Gylfa og Gunnars á í viðræðum við Landsbankann um kaup á rúmum 35 hekturum í Reykjanesbæ sem tryggir þeim byggingarrétt á allt að 485 íbúðum. Keyptu Setbergslandið fyrir einn milljarð í janúar.