Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Reynt að kortleggja ferðir hinna handteknu

Tveir skip­verj­ar af græn­lenska tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq, Thom­as Møller Ol­sen og Ni­kolaj Ol­sen, sitja í gæslu­varð­haldi grun­að­ir um að tengj­ast morð­inu á Birnu Brjáns­dótt­ur. Enn er reynt að kort­leggja ferð­ir þeirra. Aðr­ir skip­verj­ar segj­ast vera í áfalli og votta sam­úð sína. Út­gerð­in hef­ur veitt Lands­björgu fjár­styrk sem þakk­lætis­vott.

Reynt að kortleggja ferðir hinna handteknu
Þeir grunuðu Nikolaj Olsen (vinstri) og Thomas Møller Olsen (hægri) sitja í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. Thomas Møller hefur verið dæmdur fyrir fíkniefnasölu Mynd: Samsett / Facebook

Grænlensku skipverjarnir Thomas Møller Olsen og Nikolaj Olsen sitja í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni grunaðir um að hafa átt aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Lögreglan reynir enn að kortleggja ferðir þeirra aðfaranótt og morgun laugardagsins 14. janúar síðastliðins í miðborg Reykjavíkur, Hafnarfirði og á Reykjanesi. 

Aðrir áhafnarmeðlimir en þessir tveir eru ekki grunaðir um aðild að málinu. Áhöfnin hefur sent frá sér yfirlýsingu með samúðarkveðjum. „Margar hugsanir hafa farið um hugann, og það er mikilvægt fyrir okkur að segja, að um er að ræða einn til tvo einstaklinga, sem grunaðir eru um að hafa framið verknaðinn, og við og þjóð okkar getum ekki tekið ábyrgð á svo voveiflegum atburðum. Þeim verður erfitt að gleyma,“ segir í yfirlýsingu frá áhöfninni, sem vonast til að málið skýrist sem fyrst fyrir alla aðila. „Við vonum að hægt verði að upplýsa um atburðarrásina sem fyrst, svo hægt verði að sækja sakamenn til saka.“

Vantar enn inn í myndina

Mennirnir eru báðir á þrítugsaldri og þrátt fyrir sama eftirnafn þá tengjast þeir ekki fjölskylduböndum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur greint frá því að blóð úr Birnu hafi fundist í bílaleigubíl sem bæði Thomas Møller og Nikolaj leigðu af Bílaleigu Akureyrar. Annar þeirra skráður leigutaki en hinn sem viðbótarökumaður.

Á blaðamannafundi sem var haldinn í gær, eftir að sérhæfðir leitarmenn í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar fundu Birnu látna við Selvogsvita, sagði yfirmaður rannsóknarinnar, Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að hann teldi yfirgnæfandi líkur á því að mennirnir sem væru í haldi lögreglu hefðu ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Enn er þó mörgum spurningum ósvarað um atburðarásina, til dæmis um aðild hvor fyrir sig.

Thomas Møller, sá sem yngri er af mönnunum tveimur, er grunaður um að hafa komið fyrir tuttugu kílóum af hassi um borð í togarann grænlenska þegar hann var í slipp í Danmörku. Skipið sigldi síðan hingað til Íslands og lagðist að Hafnarfjarðarhöfn til þess að undirbúa sig fyrir grálúðuveiðar við Grænland og til þess að sækja hluta áhafnarinnar sem kom með flugi frá Grænlandi.

Hefur þú séð þessa menn eða bifreiðina?

Talið er núna að mennirnir tveir hafi farið á rauðri Kia Rio-bílaleigubifreið niður Laugarveg að Ingólfsstræti og beygt niður Hverfisgötu. Lögreglan telur að Birna hafi farið upp í bílinn á þessum slóðum, líklegast eftir Laugaveg 31. Þá benda farsímagögn til þess að bíllinn hafi svo keyrt Sæbrautina til Hafnarfjarðar. Birna bjó í Breiðholti. 

Rauð Kia Rio-bifreið sést næst á öryggismyndavél við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar klukkan 05:53 en tveimur mínútum síðar slökknaði á hvítum iPhone-síma Birnu. Klukkan 06:10 sést svo bifreiðin keyra inn á hafnarsvæðið við Hafnarfjarðarhöfn þar sem Polar Nanoq lá við bryggju. Þeir eru sagðir báðir stíga út úr bifreiðinni þar til annar fer um borð og hinn ekur í burtu.

Skór Birnu fundust um það bil 300 metra frá þeim stað þar sem Polar Nanoq lá við höfn. Engar öryggismyndavélar sýna það svæði en lögreglan telur að annar mannanna hafi ekið þangað og verið þar í rúmar 25 mínútur.

Þá hefur lögregla biðlað til ökumanna sem eru með upptökuvélar í bifreiðum sínum að skoða hvort rauði Kia Rio-bílaleigubíllinn sjáist í mynd milli klukkan 07:00 og 11:30 laugardagsmorguninn 14. janúar.

Birna fannst við Selvogsvita en nú reynir lögreglan að kortleggja ferðir bifreiðarinnar frá því hún stöðvast við Hafnarfjarðarhöfn rétt eftir klukkan sex, laugardagsmorguninn 14. janúar. Samkvæmt fréttaflutningi sást annar maðurinn ganga um borð í togarann en hinn ók á brott. Þá hefur lögreglan greint frá því að ummerki á bílaleigubílnum gefa til kynna að honum hafi verið ekið um grýttan veg.

Þeir sem hafa upplýsingar um málið eru hvattir til að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000.

Ólíkir einstaklingar

Stundin hefur á undanförnum dögum rætt við bæði vini og kunningja mannanna tveggja sem sitja í haldi. Þá hefur einnig verið rætt við áhafnarmeðlimi á grænlenska togaranum Polar Nanoq sem enn situr í Hafnarfjarðarhöfn. Búist er við því að ákvörðun um að færa skipið í hendur útgerðarinnar, Polar Seafood, verði tekin á morgun en áhafnarmeðlimir sem staddir eru á Grænlandi segjast vera á leið á sjó um mánaðarmótin.

Lýsingar á mönnunum tveimur eru mjög frábrugðnar. Sá yngri, Thomas Møller, hefur verið dæmdur fyrir að selja fíkniefni á Grænlandi. Hann æfir blandaðar bardagaíþróttir. Hann á kærustu á Grænlandi en er barnslaus. Hann hefur neitað sök í málinu en samkvæmt heimildum þykir sannað að hann, Thomas Møller, hafi verið undir stýri aðfaranótt laugardagsins 14. janúar, sömu nótt og Birna hverfur sporlaust.

Undir áhrifum en neitar sök

Hinn maðurinn, Nikolaj, er eldri. Hann á ekki sakaferil að baki og er lýst sem mjög hlédrægum og áhrifagjörnum einstaklingi sem sé nánast félagsfælinn. Hann eigi í góðu sambandi við fjölskyldu sína en ef litið er á Facebook-síðu Nikolaj þá sést að hann breytir um forsíðumynd laugardaginn 14. janúar klukkan 16:17, þegar Polar Nanoq var enn við höfn í Hafnarfirði. Myndin sýnir Nikolaj ásamt systur sinni og nýfæddu barni hennar. Fjölskylda Nikolaj telur hann saklausan og að hann hafi ekkert að gera með málið. Nikolaj á kærustu og hefur, eins og Thomas Møller, neitað sök. Nikolaj hefur greint frá því að hann hafi verið undir áhrifum áfengis umrætt kvöld.

Stundinni hafa á undanförnum dögum borist miklar upplýsingar um rannsóknina á Birnu Brjánsdóttur. Í öllum tilvikum hafa þær verið bornar undir lögregluna. Sumt af því sem Stundin hefur fengið staðfest og snýr að rannsókn málsins eru mjög viðkvæmar upplýsingar sem lögreglan telur að geti skaðað rannsóknarhagsmuni séu þær birtar á þessari stundu. Þær upplýsingar verða því ekki birtar.

Leigðu bílaleigubíl í Danmörku

Lögreglan fann tuttugu kíló af hassi við leit í togaranum en samkvæmt upplýsingum sem Stundin hefur undir höndum var togarinn við slipp í Danmörku áður en hann lagði leið sína hingað til lands og lagðist að bryggju í Hafnarfirði. Thomas Møller er grunaður um að tengjast smyglinu en lögreglan hefur samt sem áður sagt að hvarf Birnu tengist að öllum líkindum ekki hassinu um borð. Málin séu því tengd óbeint og um tilviljun sé að ræða.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar leigðu áhafnarmeðlimir bílaleigubíl í Danmörku þegar togarinn var í slipp og eiga þeir að hafa keyrt til Kaupmannahafnar. Ekki er vitað hver var skráður leigutaki bílaleigubílsins. 

Hassneysla hefur aukist í Grænlandi á undanförnum áratug og er talið að árlega sé reynt að smygla inn um 200 kílóum af hassi inn í landið, meðal annars með skipum. 

Stærsti fíkiefnafundurinn á Keflavíkurflugvelli á síðasta ári tengdist Grænlandi. Rúm 6,4 kíló af hassi fundust falin í farangri einstaklinga sem voru á leið til Grænlands.

Staðfesti úrskurð héraðsdóms

Hæstiréttur staðfesti síðan í dag tveggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurð yfir skipverjunum tveimur af grænlenska togaranum Polar Nanoq. Lögreglan hafði upphaflega krafist fjögurra vikna gæsluvarðhalds vegna rannsóknar á andláti Birnu. Héraðsdómur féllst hins vegar aðeins á tveggja vikna gæsluvarðhald og þann dóm staðfesti Hæstiréttur í dag.

Það þýðir að mennirnir tveir, ef þeir verða ekki ákærðir eða ef lögreglan óskar ekki eftir framlengdum gæsluvarðhaldsúrskuði, munu losna út 2. febrúar.

Skipverjar af Polar Nanoq, sem ekki tengjast málinu, hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna þess:

Yfirlýsing frá áhöfn Polar Nanoq

Samúðarkveðjur (þýtt úr grænlensku)  

Atburðurinn sorglegi hefur snortið okkur djúpt. Við skipverjar á Polar Nanoq viljum senda fjölskyldu Birnu Brjánsdóttur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við vonum að hægt verði að upplýsa um atburðarrásina sem fyrst, svo hægt verði að sækja sakamenn til saka.

Við skipverjar höfum orðið fyrir miklu áfalli sökum atburða síðustu daga. Það hefur verið erfitt fyrir okkur að gera okkur grein fyrir því hvernig við eigum að bregðast við ýmsu. Til dæmis hefur fjölskylda Birnu beðið okkur um að útskýra hvarf Birnu, en okkur hefur verið bannað að eiga samskipti út á við, auk þess sem við höfum ekki vitað, hvað hefur skeð. Við erum þakklátir fyrir að hafa getað hlúð að hverjum öðrum og fyrir stuðning fjölskyldu okkar og vinnuveitenda.

Við áhöfn skipsins, sem nú höfum safnast saman í einum bæ á Íslandi, komum beint um borð í skipið við komuna til Íslands laugardaginn 14. janúar. Það er mikilvægt fyrir okkur að taka fram, að við erum staddir á Íslandi vinnunnar okkar vegna.

„Það er mikilvægt fyrir okkur að segja, að um er að ræða einn til tvo einstaklinga, sem grunaðir eru um að hafa framið verknaðinn“

Margar hugsanir hafa farið um hugann, og það er mikilvægt fyrir okkur að segja, að um er að ræða einn til tvo einstaklinga, sem grunaðir eru um að hafa framið verknaðinn, og við og þjóð okkar getum ekki tekið ábyrgð á svo voveiflegum atburðum. Þeim verður erfitt að gleyma.

Það hefur verið erfitt fyrir okkur að vera hluti af þessum hræðilegum atburðum, og sumir okkar hafa þurft að fara heim. Við erum mjög þakklátir fyrir að hafa fengið aðhlynningu frá sálfræðingi og frá sjálfboðaliðum, og við vonumst til að geta snúið aftur til vinnu okkar og daglegs lífs.

Á þessum sorglegum og erfiðum tímum viljum við taka fram, að viðmót Íslendinga til okkar hefur ekki breyst og er hlýtt sem fyrr.

Útgerðin styrkir Landsbjörgu 

Landsbjörg tilkynnti rétt í þessu að útgerð Polar Nanoq, Polar Seafood, hefði ákveðið að styrkja björgunarsveitirnar um 1,6 milljónir króna. „Fyrir hönd Polar Seafood og starfsmanna okkar viljum við sýna þakklæti fyrir þá þrotlausu baráttu sem þið hafið gengið í gegnum síðustu daga,“ sagði í handskrifuðum miða sem sendur var Landsbjörgu.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Birnu Brjánsdóttur

Lögmaður Nikolaj skilur ekki af hverju hann hefur enn stöðu sakbornings
Fréttir

Lög­mað­ur Ni­kolaj skil­ur ekki af hverju hann hef­ur enn stöðu sak­born­ings

Unn­steinn Örn Elvars­son, lög­fræð­ing­ur Ni­kolaj Ol­sen, seg­ir að skjól­stæð­ing­ur sinn hafi ver­ið him­in­lif­andi þeg­ar hann fékk þær frétt­ir að hann yrði lát­inn laus úr gæslu­varð­haldi en ein­angr­un­in hef­ur reynt veru­lega á hann. Ekki verð­ur far­ið fram á far­bann yf­ir hon­um en hann hef­ur ver­ið stað­fast­ur í frá­sögn sinni, lýst yf­ir sak­leysi og reynt að upp­lýsa mál­ið eft­ir bestu getu.

Mest lesið

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
1
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
7
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
9
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
10
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár