Ingi Freyr Vilhjálmsson

Blaðamaður

Ingi Freyr Vilhjálmsson er blaðamaður á Heimildinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu, DV, Fréttatímanum og Stundinni, fyrirrennara Heimildarinnar. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Ráðuneytið telur sig ekki getað athugað ráðningu Lúðvíks Arnar í Garðabæ
FréttirRáðning Lúðvíks Arnar Steinarssonar til Garðabæjar

Ráðu­neyt­ið tel­ur sig ekki getað at­hug­að ráðn­ingu Lúð­víks Arn­ar í Garða­bæ

Þrír bæj­ar­full­trú­ar minni­hlut­ans í Garða­bær leit­uðu til inn­viða­ráðu­neyt­is­ins vegna ráðn­ing­ar Lúð­víks Arn­ar Stein­ars­son­ar í starf svið­stjóra hjá sveit­ar­fé­lag­inu. Lúð­vík Örn er með fjöl­þætt tengsl við Sjálf­stæð­is­flokk­inn í Garða­bæ og var ráðn­ing­in gagn­rýnd harka­lega af bæj­ar­full­trú­um minni­hlut­ans.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Sjúkratryggingar kanna gagnrýni lækna á útvistun aðgerða
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Sjúkra­trygg­ing­ar kanna gagn­rýni lækna á út­vist­un að­gerða

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands seg­ist ætla að kanna þá gagn­rýni sem kom­ið hef­ur fram frá lækn­um á Land­spít­al­an­um á út­vist­un á að­gerð­um gegn legs­límuflakki. Sjúkra­trygg­ing­ar segja að heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið telji að þörf sé á að út­vista að­gerð­un­um jafn­vel þó lækn­ar á Land­spít­al­an­um segi að svo sé ekki.
Friðrik vann bæði fyrir ríkið og útgerðir sem keyptu skip af spænsku fyrirtæki
Fréttir

Frið­rik vann bæði fyr­ir rík­ið og út­gerð­ir sem keyptu skip af spænsku fyr­ir­tæki

Fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍU, Frið­rik Arn­gríms­son, hef­ur kom­ið að við­skipt­um við spænska skipa­smíða­stöð fyr­ir ís­lenska rík­ið og einnig fyr­ir hönd ís­lenskra út­gerða fyr­ir og eft­ir að hann var full­trúi rík­is­ins í nefnd við smíði nýs hafrannn­sókna­skips sem kost­ar fimm millj­arða króna. Vinna Frið­riks í smíðanefnd haf­rann­sókna­skips­ins vakti at­hygli og deil­ur á sín­um tíma af því hann er sjálf­ur skipa­miðl­ari.
Aðgerðir einkavæddar til Klíníkurinnar að ástæðulausu
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­gerð­ir einka­vædd­ar til Klíník­ur­inn­ar að ástæðu­lausu

Eng­ir bið­list­ar eru eft­ir að­gerð­um gegn en­dómetríósu á Land­spít­al­an­um en þrátt fyr­ir það ætla Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands að einka­væða slík­ar að­gerð­ir með samn­ingi til fimm ára. Kven­sjúk­dóma­lækn­ar á Land­spít­al­an­um eru ósátt­ir við þetta og segja út­vist­un­ina óþarfa og lýsa yf­ir áhyggj­um af þró­un­inni.
„Þetta er stríð og við teljum okkur geta unnið það“
ViðtalLaxeldi

„Þetta er stríð og við telj­um okk­ur geta unn­ið það“

Yvon Chouin­ard, stofn­andi fatafram­leið­and­ans Patagonia, ræð­ir um ára­tuga tengsl sín við Ís­land og bar­átt­una gegn sjókvía­eldi á eld­islaxi hér á landi. Patagonia frum­sýndi ný­ver­ið mynd um sjókvía­eld­ið á Ís­landi. Yvon er bjart­sýnn á að sjókvía­eld­ið verði bann­að á Ís­landi þar sem ís­lensk­ir kjós­end­ur séu vel upp­lýst­ir og taki mark á vís­ind­um.
Arctic Fish segir að faraldur laxalúsar hafi leitt til slysasleppingar hjá fyrirtækinu
FréttirLaxeldi

Arctic Fish seg­ir að far­ald­ur laxal­ús­ar hafi leitt til slysaslepp­ing­ar hjá fyr­ir­tæk­inu

Nýj­ar skýr­ing­ar en áð­ur hafa kom­ið fram á slysaslepp­ing­unni hjá lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu Arctic Fish er að finna í árs­reikn­ingi þess fyr­ir síð­asta ár. Þar seg­ir að lúsafar­ald­ur hjá fyr­ir­tæk­inu hafi leitt til þess að eld­islax­ar sluppu úr sjókví fyr­ir­tæk­is­ins. For­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Stein Ove-Tveiten seg­ir að laxal­ús­in sé ekki bein ástæða fyr­ir slysaslepp­ing­unni held­ur und­ir­liggj­andi ástæða.
Lóð keypt af hjúkrunarheimilinu fyrir fimmtung af því sem hún seldist á
Viðskipti

Lóð keypt af hjúkr­un­ar­heim­il­inu fyr­ir fimmt­ung af því sem hún seld­ist á

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún var not­að til að veita dótt­ur­fé­lagi þess selj­endalán ár­ið 2014 til að kaupa lóð af því. Verð­ið sem hjúkr­un­ar­heim­il­ið seldi lóð­ina á nam ein­ung­is tæp­lega 1/5 hluta af því sem lóð­in var á end­an­um seld á ár­ið 2022. Með þessu móti mynd­að­ist hagn­að­ur­inn af sölu lóð­ar­inn­ar í öðru fé­lagi en hjúkr­un­ar­heim­il­inu.
Ríkið ætlar að útvista liðskiptaaðgerðum til einkafyrirtækja í allt að fimm ár
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Rík­ið ætl­ar að út­vista lið­skipta­að­gerð­um til einka­fyr­ir­tækja í allt að fimm ár

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands ætla að út­vista lið­skipta­að­gerð­um, að­gerð­um vegna en­dómetríósu og brjósk­losi með samn­ing­um til allt að fimm ára. Samn­ing­arn­ir gagn­ast einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­inu Klíník­inni sér­stak­lega vel þar sem það fram­kvæm­ir all­ar þess­ar að­gerð­ir. For­stjóri Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri lýs­ir áhyggj­um af auk­inni út­vist­un skurða­gerða til einka­fyr­ir­tækja.
Eigendur Sóltúns seldu lóð við hlið þess fyrir 1.300 milljónir
Fréttir

Eig­end­ur Sól­túns seldu lóð við hlið þess fyr­ir 1.300 millj­ón­ir

Eig­end­ur Sól­túns greiddu sér út 280 millj­ón­ir króna í fyrra með því að lækka hluta­fé hjá fé­lagi sem seldi lóð við hlið hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins. All­ur rekst­ur eig­end­anna í Sól­túni bygg­ir á samn­ingi sem gerð­ur var við ís­lenska rík­ið um bygg­ingu og rekst­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins ár­ið 2000. Eig­end­urn­ir hafa á síð­ustu ár­um greitt 2.280 millj­ón­ir út úr rekstri fé­laga sem tengj­ast rekstri hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins í Sól­túni.

Mest lesið undanfarið ár