Rassleysi rýrnandi manna og draumurinn um stærra skott

Síð­ast­lið­in ár hafa karl­menn sem stunda lyft­ing­ar auk­ið fókus­inn á æf­ing­ar sem stæla rassvöðv­ana. Fjall­að hef­ur ver­ið um þetta í er­lend­um fjöl­miðl­um og má tala um rassa­bylt­ing­una. Einka­þjálf­ar­inn Kon­ráð Gísla­son seg­ir að þeir dag­ar séu liðn­ir að karl­menn séu litn­ir horn­auga fyr­ir að gera rassæfing­ar.

Rassaöfundin er systir annarrar þekktrar tilfinningar hjá karlmönnum: Typpaöfundarinnar.

Hún lýsir sér í því að karlmenn eru með minnimáttarkennd út af stærðinni á rassinum á sér, vöðvaleysi hans, flatneskju eða vegna þess að hann er innfallinn, síður eða jafnvel bara eiginlega horfinn. Þessar hugsanir gera það að verkum að þeir fara að horfa öfundaraugum á aðra þrýstnari og stærri rassa og bera þá saman við sinn eigin. 

Munurinn á rassaöfundinni og typpaöfundinni er sá að rassar eru alls staðar sýnilegir og samaburðarhæfir. Þess vegna sækir þessi gerð öfundar tíðar að í daglega lífinu þar sem forsenda hennar er ekki kviknekt. Enginn getur hlaupið undan því að fá karlarassa í buxum inn í sjónsviðið.

„Strákar eru vissulega farnir að huga meira að þessu: Að vilja vera með stóra og stæðilega bossa“
Konráð Gíslason,
einkaþjálfari í World Class

Leiðinn yfir fótadeginum

Lengi vel töluðu þeir karlar sem stunda lyftingar með leiða í …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár