
„Er maður heppinn þótt maður hafi komist úr fátæktinni?“
„Ég skildi ekki af hverju fólk var að kalla mig grjón úti í frímínútum,“ segir Melanie Ubaldo myndlistarkona, sem vinnur með minningarnar í verkum sínum. Þegar Melanie var átta ára flutti móðir hennar ein til Íslands og var hér án barnanna í fimm ár áður en þau gátu fylgt á eftir. Melanie skrifar meistararitgerð um það hvernig hún holdgerir það hvernig samfélagið hefur hafnað henni. Orð geti aldrei sært hana, en þeim fylgi ábyrgð.