Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Að hlúa að samfélagi, sjálfum okkur og umhverfinu

Tinna Guð­munds­dótt­ir mynd­list­ar­mað­ur mætti geislandi hress í ullarpeysu, ull­ar­sokk­um og gúmmítútt­um (og öðr­um föt­um líka), á fund Hill­billy í Héð­ins­hús­inu. „Ullarpeys­an er orð­in að my second skin, mamma prjón­ar,“ seg­ir Tinna, vill­ing­ur úr Breið­holt­inu. Hún fædd­ist að vísu í Vest­manna­eyj­um og hef­ur bú­ið síð­asta ára­tug á Seyð­is­firði þar sem hún var for­stöðu­mað­ur í mynd­list­ar­mið­stöð­inni Skaft­fell. Tinna ræð­ir við Hill­billy um list­ina og líf­ið á Seyð­is­firði og aur­skrið­urn­ar sem þjóð­in fylgd­ist með.

Í þessu blaði Stundarinnar, þar sem megináhersla er á umhverfis- og loftslagsmál, fannst Hillbilly tilvalið að ræða við myndlistarmann sem notar tilfallandi efni í sinni listsköpun. Vegna efnisvalsins verða verk Tinnu óumflýjanlega pólitísk á einhvern hátt þar sem hún reynir eftir fremsta megni að bæta ekki við nýjum hlutum í nú þegar yfirhlaðinn efnisheim. Um þessar mundir veltir Tinna fyrir sér aðhlynningu eða umönnun (e. Care), þá býttir ekki hvort um sé að ræða að hlúa að náttúrunni, öllu efni, hvort öðru og sjálfum sér.

Stofn

„Mér finnst það vera siðferðisleg skylda mín að vinna með efnivið sem er umhverfisvænn,“ segir Tinna, sem eins og fyrr segir vinnur með afgangsefni, svo sem notaðar umbúðir og textíl. Tinna heldur áfram, „ég reyni alltaf, ef það hentar hugmyndinni, að troða inn í verkin einhverjum afgangsefnum, efnum sem falla til, einhverju sem ég finn og safna, eitthvað sem kemur til mín. Alls ekki …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hús & Hillbilly

Leirinn er harður kennari
ViðtalHús & Hillbilly

Leir­inn er harð­ur kenn­ari

Hulda Katarína Sveins­dótt­ir og Dagný Berg­lind Gísla­dótt­ir halda úti nám­skeið­inu (Hand)leiðsla – hug­leiðsla og kera­mik, í rými Rvk Ritual á Selja­vegi 2, 101 Reykja­vík. Á nám­skeið­inu blanda þær sam­an tveim­ur heim­um, hug­leiðslu og kera­mik, enda ekki svo mik­ill mun­ur á þessu tvennu, segja þær. Báð­ar at­hafn­ir fá iðk­and­ann til að vera í nú­inu, að eiga stund með sjálf­um sér.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár