Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Cell7 skaraði fram úr á Iceland Airwaves

Ragna Kjart­ans­dótt­ir hef­ur lagt mikla vinnu í rapp­verk­efn­ið sitt Cell7, en hún skil­aði sér í glæsi­leg­um tón­leik­um sem skildu eft­ir sig mik­il hug­hrif.

Cell7 skaraði fram úr á Iceland Airwaves
Best á Airwaves Að mati pistlahöfundar bauð Ragna, eða Cell7, uppá bestu tónleikana á Airwaves í ár. Mynd: Ian Young / Nounpusher

Airwaves-hátíðin í ár markaði ákveðin tímamót, því ráðist var í talsverðan niðurskurð á fjölda hljómsveita sem spiluðu og staða sem spilað var á. Ekki liggja enn fyrir tölur úr miðasölu og búast má við því að þær verði ekki auglýstar í bráð, en ljóst er að ekki seldust 9.000 miðar eins og fyrri ár, þegar hátíðin var sem sterkust.

Jákvæða hliðin á þessari þróun er sú að sjaldan mynduðust langar raðir. Á fyrri árum þurftu skipuleggjendur að stilla upp vinsælum tónleikum á sama tíma, þannig að þeir myndu tvístra gestum á tvo eða þrjá mismunandi staði. Það virðist ekki hafa verið nauðsynlegt í ár. Aðalnúmer hátíðarinnar voru sýnilega látlausari en fyrri ár, en engin ein sveit var tilkynnt sem „headline“ hljómsveit í ár. Eiginleg aðalnúmer voru bandaríski kántrísöngvarinn Orville Peck, kanadíski indístrákurinn Mac DeMarco, listræna rokksveitin Mammút, gjörningarsveitin Hatari og poppstórsveitin Of Monsters and Men.

Nóg af áhugaverðum tónleikum

Úrval af tónlistarstefnum var takmarkaðra en fyrri ár og var aðallega að finna popplegar og meginstraumslegar sveitir frá Íslandi, Norðurlöndunum og Bretlandi. Að því sögðu var ekki skortur á áhugaverðum tónleikum til að kíkja á. Kælan Mikla sýndi til dæmis frábær tilþrif á opnunartónleikum hátíðarinnar, en sveitin fyllti Hafnarhúsið með drungalegum og tilfinningaríkum gotneskum synth-hljómum og taktföstum bassadrunum. Mammút spilaði aðeins fullorðinslegri tilfinningarússíbana, en á þeim tónleikum myndaðist hvað lengsta röð hátíðarinnar þar sem hundruð gesta komust ekki inn í tæka tíð.

Grísalappalísa kvaddi hátíðina, og hugsanlega alla tónlistarsenuna, með ærslafullum tónleikum sínum þar sem þeir fóru í gegnum úrval af helstu slögurunum af öllum þremur plötum sínum. Hatari flutti glæsilega tónleika í Hafnarhúsinu og endurtók þá síðan aftur að mestu leyti á Gauknum; þeim fyrri fylgdi mikil sýning með samræmdum dansatriðum og myndefni sem varpað var á þrjá skjái. Þeir seinni voru mun sveittari.

Aðrar sveitir sem vöktu mikla kátínu gagnrýnanda voru pönktónleikar skosku sveitarinnar Shame, þar sem bassaleikari hljóp fram og aftur á sviðinu út alla tónleikana, fór í kollhnísa og sleit ítrekað bassaól sína. aYia fluttu hlustendur inn í draumkennda rafmagnaða hugarheim sinn, JFDR togaði í hjartastrengi allra og JóiPé og Króli komu ungum aðdáendum sínum í gott stuð með gáskafullum tónleikum.

Erfiðisvinna sem hefur skilað sér

Í fyrra var eins og skipuleggjendur Airwaves hefðu ofurtrú á vinsældum íslenska rappsins og var mikil áhersla lögð á þá senu, en sú áhersla var hvergi sjáanleg í ár. Meginstraumssveitir eins og Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur voru enn til staðar en engar Reykjavíkurdætur – eða atriði tengd þeim – spiluðu á hátíðinni. Aðeins örfáar öðruvísi rappsveitir fengu aðgang í ár, þar á meðal Cell7, en föstudagstónleikar hennar voru ekkert hæpaðir eða sérstaklega auglýstir, en slógu algjörlega í gegn.

Best á AirwavesAð mati pistlahöfundar bauð ragna, eða Cell7, upp á bestu tónleikana á Airwaves í ár.

Ragna Kjartansdóttir er einn af brautryðjendum rappsenunnar á Íslandi, en hún var stofnmeðlimur fyrstu alvöru rappsveitarinnar Subterranean á 10. áratugnum. Hún tók sér síðan langt leyfi en steig aftur inn í sviðsljósið árið 2013 sem Cell7 með plötuna Cellf. Platan fór á móti meginstraumnum í rappsenu Íslands þar sem hún fjallaði ekki um vímuefnaneyslu, efnahyggju, stæla eða frægð.

Þess í stað var hún yfirfull af raunverulegum kvörtunarefnum sem Ragna, sem blandaður Íslendingur og ung móðir hefur upplifað í gegnum lífsleiðina. Og þessi erindi voru síðan umvafin kynngimögnuðu flæði og töktum, og töff framkomu. Á plötunni Is anybody listening? sem kom út í ár var Ragna síðan óhrædd við að kafa dýpra í lífsreynslu sína.

Ég hef lengi dáðst að Rögnu og því sem hún gerir úr fjarska, en lengi vel fannst mér eitthvað vanta. Augljóst er að hún hefur varið síðustu árum í að slípa tónleikaframkomu sína þar sem áhorfendur voru algjörlega helteknir á þessu kvöldi. Flæðið var til fyrirmyndar, hljóðfæraleikur lifandi og taktfastur og flutningur til þess fallinn að fá alla til að dansa og skemmta sér. Næsta dag vorum við vinirnir ennþá að tala um hversu margslungnir og áhugaverðir og skemmtilegir tónleikarnir voru.

Það er augljóst að Ragna á margar sögur að segja og að öll vinnan sem hún hefur lagt í tónlistina hefur margborgað sig. Nú má bara vona að hún haldi áfram að semja, spila og heilla aðdáendur upp úr (dans)skónum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
9
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu