Árið 2013 stóðu Lina Ashouri og eiginmaður hennar, foreldrar þriggja sona, frammi fyrir því að þurfa að yfirgefa heimili sitt fyrir fullt og allt og flýja heimalandið. Þau bjuggu í Aleppo í Sýrlandi þar sem stríð geisaði og átök fóru harðnandi. Tvisvar varð heimili þeirra fyrir sprengingu. Í eitt skipti höfðu þau flúið í sumarbústaðinn sinn úti í sveit, þar sem þau töldu sig vera í öruggri fjarlægð frá átökunum. Þau eltu hins vegar fjölskylduna uppi. Í annað skipti földu þau sig svo tímunum skipti ellefu saman inni á einu litlu baðherbergi, meðan sprengjunum rigndi niður allt í kring. Oft skall hurð nærri hælum og þau voru heppin að lifa af. Loks varð þeim ljóst að þau höfðu ekki annan kost en að flýja átökin og því fóru þau til Tyrklands. Maðurinn hennar Linu var alvarlega veikur af krabbameini og fékk ekki nauðsynlega meðferð í Tyrklandi vegna stöðu sinnar sem …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir