Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Afmæli borgarinnar, tilfinningaskynjun og skilvirkt gjörningaverk

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 23. ág­úst til 5. sept­em­ber.

Afmæli borgarinnar, tilfinningaskynjun og skilvirkt gjörningaverk

Þetta og ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

Menningarnótt 2019

Hvar? Reykjavík
Hvenær? 24. ágúst
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Afmælishátíð Reykjavíkurborgar er haldin hátíðleg 24. ágúst eins og fyrri ár. Boðið er upp á aragrúa af fjölskylduvænum viðburðum, skipulögðum af borgarbúum fyrir borgarbúa. Þeir sem eru tónleikaþyrstir geta meðal annars gætt sér á pönk götuveislu á Ingólfsstræti, endurkomu Ultra Mega Technobandsins Stefáns á Bryggjunni Brugghúsi, speisuðum tónleikum dj. flugvél geimskip í Hafnarhúsinu, viðkunnanlegum tónum Helga Björns og SSSól í Gamla bíói, og fjölskyldutónleikum Maxímús Músíkús í Hörpu. Einnig er hægt að taka þátt í  Reykjavíkurmaraþoninu, fylgjast með brauðtertusamkeppni í Hafnarhúsinu, Capoeira sýningu á Austurvelli eða listamannaspjalli á listasöfnum borgarinnar, fá danskennslu víðs vegar og margt fleira. Undir lok kvöldsins verður síðan að sjálfsögðu flugeldasýning við höfnina.

Ágústkvöld / pod koniec sierpnia

Hvar? Gerðarsafn, Midpunkt & Catalína
Hvenær? 23. ágúst–1. sept.
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Listamenn frá Póllandi og Íslandi taka þátt í þessari pólsk–íslensku tónlistar- og myndlistarhátíð. Nafn sýningarinnar vísar í titil íslenska dægurlagsins „Ágústkvöld“ og pólska dægurlagsins „Spotkajmy sie pod koniec sierpnia“ sem þýðir „Hittumst í ágústlok“. Á dagskrá verða tónleikar, gjörningar og innsetningar. 23. ágúst kl. 18.00 er sérstakt opnunarhóf í Midpunkt.

Rage 

Hvar? Rýmd
Hvenær? 23. ágúst–1. sept.
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Rage er hópsýning sjö ungra listamanna sem rannsaka uppsprettu bræði eða ofsareiði og þann sköpunarkraft og orku sem fylgir þeirri tilfinningu. Spurt er hver finni til þessarar tilfinningu og af hverju, hvaðan hún komi, hvort ofsareiði skapi nýjar leiðir, og hvað taki við þegar bræðin kólnar. Sérstakt opnunarhóf er 23. ágúst kl. 18.00.

Litríki kvensjálfsins

Hvar? Flæði
Hvenær? til 28. ágúst
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Litríki kvensjálfsins er fyrsta einkasýning Steinunnar Ólínu Hafliðadóttur. Viðfangsefni málverka hennar eru nálægt henni en útfærsla þeirra skapar þó skil á milli verkanna og raunveruleikans. Femínískur bakgrunnur Steinunnar Ólínu endurspeglast í málverkum hennar þar sem konur eru iðulega í aðalhlutverki. Verkin beita sér fyrir því að varpa fram litríkum skjáskotum af vissu kvensjálfi; þá helst til hennar eigin. 

Can't think just feel #8

Hvar? Loft
Hvenær? 23. ágúst kl. 21.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Can’t think just feel er mánaðarleg tónleikasería skipulögð af kanadísku listakonunni Maria-Carmela Raso, einnig þekkt sem MSEA. Á þessu kvöldi koma fram pólski raftónlistarmaðurinn Teenage Lightning, hinn tilfinningaríki Futuregrapher sem hefur verið virkur í rúmlega tvo áratugi, og AAIIEENN, hugarfóstur Hallmars Gauta Halldórssonar, sem býr til polyrhythmískt techno.

Róttæki sumarháskólinn 2019

Hvar? Friðarhúsið
Hvenær? 26. ágúst–1. sept.
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Róttæki sumarháskólinn stendur fyrir árlegri fyrirlestraröð þar sem fræðimenn og aktívistar miðla hugmyndum og reynslu sinni. Í ár verða fluttir fyrirlestrar um róttækni, lögfræði og kynbundið ofbeldi, nýfrjálshyggjuvæðingu skólakerfisins, landamæraeftirlit og Ísland, mannréttindi og jafnréttishugtakið, og fleiri málefni. Sumarháskólinn er ókeypis og aðgengilegur öllum.

Auður

Hvar? Kaffi Flóra
Hvenær? 28. & 29. ágúst kl. 21.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Silkimjúki og viðkunnanlegi R&B listamaðurinn Auður hefur átt gjöfult ár; hann gaf út breiðskífuna Afsakanir í nóvember síðastliðnum sem var valin raftónlistarplata ársins 2019 á Íslensku tónlistarverðlaununum. Hann heldur huggulega tónleika í Grasagarðinum, en Magnús Jóhann Ragnarsson leikur undir. Búast má við að hann spili mikið af nýju plötu sinni, auk vel valinna eldri laga.

Túttífrútturnar

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 31. ágúst kl. 21.30
Aðgangseyrir: 2.900 kr.

Túttífrútturnar er nýtilkominn burlesque-hópur í ört vaxandi senu burlesque á Íslandi. Frútturnar geta ekki beðið eftir að sýna spenntum og burlesque-þyrstum áhorfendum ný og fersk atriði, auk eldri atriða sem voru til sýnis fyrr í ár. Hópurinn varð til eftir námskeið hjá burlesque-drottningu Íslands, Margréti Erlu Maack, síðastliðinn maí.

Stonecarver’s Dilemma

Hvar? Mengi
Hvenær? 31. ágúst kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Stonecarver’s Dilemma er skilvirkt gjörningaverk í umsjón Bergs Thomas Andersons og Ash Kilmartin. Áhorfendur bregða sér í hlutverk farandlistamanns sem nýkominn er til Rottbridge í þeim tilgangi að höggva út nýtt verk fyrir kirkju bæjarins. Lifandi tónlist, foley, hættulegt brauðmeti og sérbruggaðir drykkir gætu vísað áhorfendum veginn í að leysa leyndardóma Rottbridge.

101 Festival

Hvar? Origo-völlurinn
Hvenær? 31. ágúst kl. 18.00
Aðgangseyrir: 3.990 kr.

Útvarp 101 blæs til stórtónleika þar sem einvalalið af íslensku tónlistarfólki úr rapp- og poppsenunum koma fram. Fram koma Hjaltalín, 101 BOYS, Vök, Floni & Birnir, Cell7, Auður, Konfekt, Yamaho, Gróa og GDRN. 

Hvar mörkin liggja

Hvar? Ásmundarsafn
Hvenær? 31. ágúst–3. nóv.
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Helgi Gíslason er vel þekktur fyrir þrívíðar höggmyndir sínar, bæði í brons og gifs, sem hafa verið sýndar víða hér á landi og erlendis. Verk Helga eru gjarnan sambland hlutbundinna viðfangsefna, þá helst mannslíkamans og óhlutbundinna forma. Þar tekst hann á við tilvist mannsins og tjáir litróf tilfinninganna.

Alræði fegurðar!

Hvar? Kjarvalsstaðir
Hvenær? til 6. október
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Þessi sýning gerir skil fjölbreyttu ævistarfi breska listamannsins William Morris, en hann fékkst bæði við hönnun, skáldskap og var framúrskarandi handverksmaður. Hann var sósíalískur aktívisti og hugmyndir hans um samfélag iðnbyltingarinnar þóttu byltingarkenndar. Á sýningunni eru auk frumteikninga af munstrum Morris; útsaumsverk, húsgögn, fagurlega skreyttar bækur, flísar auk verka eftir samferðamenn Morris á borð við Dante Gabriel Rossetti.

Jazzhátíð Reykjavíkur

Hvar? Hard Rock Café, Listasafn Íslands & Tjarnarbíó
Hvenær? 4.–8. september
Aðgangseyrir: 18.900 kr.

Jazzhátíð Reykjavíkur er haldin í 30. skiptið og af því tilefni verður blásið til djassveislu í nágrenni við Reykjavíkurtjörn. Á þessari uppskeruhátíð íslenskra djasstónlistarmanna gefst færi á að hlýða á framvarðasveitir í faginu ásamt áhugaverðum samstarfsverkefnum íslenskra og erlendra flytjenda. Að venju er einnig boðið upp á erlend atriði sem vakið hafa athygli og hrifningu úti í hinum stóra heimi.

Ómar af kynngimagnaðri fjarveru

Hvar: Nýlistasafn Íslands
Hvenær? til 29. september
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þessi einkasýning Karls Ómarssonar virkar sem leiðarljós og afvegur í senn; verkin fela í sér kunnuglega eiginleika: form, efni, línur, orð og liti, fyrirbæri sem áhorfendur hafa áður litið auga, snert, hlustað á og loks fært í orð. Á sama tíma leysa yfirborð verkanna upp fyrirfram gefnar hugmyndir, fjarlægja samhengi og losa um þær upplýsingar sem hafa safnast saman í huganum yfir lengri tíma. 

Móðir og barn

Hvar? Kling & Bang
Hvenær? til 29. september
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á sýningunni Móðir og barn má sjá verk eftir hinn þekkta danska myndlistarhóp A Kassen sem var stofnaður í Kaupmannahöfn 2004. Hvað miðla varðar spanna verk hópsins allt frá gjörninga-innsetningum yfir í skúlptúra og ljósmyndir, oft með tilbúnum fundnum hlutum eða hlutum sem voru framleiddir fyrir eitthvað allt annað en það sem hópurinn gerir við þá.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
4
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
5
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
9
Fréttir

Bjarni seg­ir þetta ár það sterk­asta í ís­lenskri efna­hags­sögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár