Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú

Skúli Gunn­ar Sig­fús­son, oft­ast kennd­ur við Su­bway, seg­ir að áætla megi að Sveinn Andri Sveins­son gæti hafa rukk­að 74 millj­ón­ir króna fyr­ir það eitt að taka á móti kröf­um í þrota­bú WOW air.

Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú
Sveinn Andri Sveinsson Skúli segir Svein Andra sjúga til sín pening úr þrotabúum. Mynd: Pressphotos

Skúli Gunnar Sigfússon, oftast kenndur við Subway, segir Svein Andra Sveinsson lögmann sjúga peninga út úr þeim þrotabúum sem hann starfar sem skiptastjóri hjá. „Það kemur hins vegar á óvart að kröfuhafar, sem eru til dæmis fulltrúar íslenskra skattgreiðenda, skuli láta svona rán um hábjartan dag viðgangast,“ skrifar hann í grein í Fréttablaðinu í dag.

Sveinn Andri er skiptastjóri í þrotabúi félagsins EK 1923 ehf., sem Skúli fór fyrir, og hefur tilkynnt Skúla til embættis Héraðssakskóknara fyrir skilasvik og fjárdrátt eða umboðssvik. Hefur Skúli lýst yfir óánægju sinni með störf Sveins Andra í fjölmiðlum og meðal annars kallað hann siðblindan.

„Eftir að Sveinn Andri Sveinsson var skipaður skiptastjóri í þrotabúi EK 1923 ehf. var sextíu kröfum lýst í búið innan tilskilins frests,“ skrifar Skúli. „Sveinn Andri tók á móti þeim kröfum og skrifaði á sig 15 mínútur fyrir að taka á móti hverri kröfu og setja í möppu. Hér var ekki um að ræða vinnu við að taka afstöðu til krafnanna eða meta þær að neinu leyti, heldur einungis að móttaka þær og skrá þær. Þar sem tímagjald Sveins Andra er 49.600 krónur, rukkaði hann 12.400 krónur fyrir að móttaka einfalda kröfulýsingu.“

Skúli bendir á að Sveinn Andri sé skiptastjóri þrotabús WOW air og yfir sex þúsund kröfum hafi verið lýst í það bú og sendar til Sveins Andra. „Því hefði verið eðlilegt að Sveinn Andri rukkaði u.þ.b. 74 milljónir fyrir sömu vinnu í þrotabúi WOW air,“ skrifar hann. „Ef réttlætanlegt er að skrifa 15 mínútna vinnu vegna móttöku einstakrar kröfu í einu þrotabúi, hlýtur það að vera eðlilegt að gera slíkt hið sama í næsta þrotabúi sem maður fær upp í hendurnar frá Héraðsdómi Reykjavíkur.“

Sveinn Andri hefur hafnað því að hann hyggist innheimta sams konar upphæðir fyrir störf sín vegna þrotabús WOW air. „Af ofangreindu má draga þá ályktun að Sveinn Andri hefur farið ránshendi um þrotabú EK 1923 ehf. með fullu samþykki stærstu kröfuhafa þess bús,“ skrifar Skúli. „Eins og ég hef áður bent á hefur Sveinn Andri Sveinsson blóðmjólkað þrotabú EK 1923 ehf. og skrifað á sig 2.400 vinnustundir fram til desember á síðasta ári. Það samsvarar hátt í einu og hálfu ári í fullri vinnu fimm daga vikunnar. Skiptastjórinn hefur þannig sogið í sinn rann um 120 milljónir króna út úr búinu í formi þóknunar fyrir vinnu við þrotabúið. Þessi vinna á að hafa farið fram samhliða fjölmörgum öðrum lögmannsstörfum og „tómstundum“ sem Sveinn Andri stundar. Gott væri fyrir skiptastjórann að hafa í huga spekina úr Hugsvinnsmálum: Illt er verkþjófur að vera.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
1
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Sendu skip til Grænlands
3
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.
Lagði ekki upp með ótímabundið hvalveiðileyfi eins og varð raunin
5
Fréttir

Lagði ekki upp með ótíma­bund­ið hval­veiði­leyfi eins og varð raun­in

Bjarni Bene­dikts­son not­aði sína síð­ustu daga í embætti til að veita Hval hf. ein­stakt leyfi til veiða á lang­reyð­um. Leyf­ið renn­ur aldrei út. Í fyrstu taldi hann sig van­hæf­an til að taka ákvörð­un en skipti svo um skoð­un hálf­um mán­uði síð­ar. At­burða­rás­in kem­ur heim og sam­an við lýs­ing­ar á leyniupp­töku af syni og við­skipta­fé­laga Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns á hvað stæði til gera.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
2
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
5
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
6
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár